Hótar að sniðganga Ólympíuleikana eftir alhvíta kynningarmynd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2021 12:31 Liz Cambage og myndin sem hún er ósátt við. getty/ethan miller/jockey Liz Cambage, leikmaður átralska körfuboltalandsliðsins, hefur hótað að sniðganga Ólympíuleikana í Tókýó í sumar vegna skorts á fjölbreytileika á kynningarmynd fyrir leikana. Á myndinni, sem er frá styrktaraðilanum Jockey, sjást átta fulltrúar Ástralíu á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra, fjórir menn og fjórar konur, öll hvít á hörund. Cambage vakti athygli á því á Instagram að enginn íþróttamaður sem er dökkur á hörund væri á kynningarmyndinni. „Ef ég hef sagt það einu sinni hef ég sagt það milljón sinnum. Hvernig á ég að standa fyrir land sem stendur ekki fyrir mig,“ skrifaði Cambage við myndina. Hún gagnrýndi einnig aðra mynd af Ólympíuförum sem ruðningskappinn Maurice Longbottom, sem er af ætt frumbyggja, var meðal annars á. „Gervibrúnka er ekki fjölbreytni,“ skrifaði Cambage og sagði svo að ástralska ólympíusambandið gerði í því að fela svart íþróttafólk. Í kjölfar ummæla Cambages sendi ástralska ólympíusambandið frá sér yfirlýsingu þar sem það tók undir gagnrýni körfuboltakonunnar og lofaði fleiri myndum af svörtu íþróttafólki. Það sagðist þó hafa gert ýmislegt til að hampa því og hafa það sýnilegt. watch on YouTube Fyrrverandi þjálfari Cambages í ástralska landsliðinu, Tom Maher, gagnrýndi ummæli hennar. „Var samkynhneigður Ólympíufari á myndinni? Var einhver af asískum uppruna? Ég meina, hvar endar þetta?“ sagði Maher. „Ef ég væri þjálfari gæfi ég ekki mikið fyrir þessar hótanir. Ef hún vill vera með, getur hún verið með. En ef hún ætlar að sniðganga leikana óska ég henni bara góðs gengis.“ Cambage vann brons með ástralska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London 2012. Hún keppti einnig á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Cambage leikur með Las Vegas Aces í WNBA-deildinni í Bandaríkjunum. Hún á metið yfir flest stig í einum leik í deildinni. Hún skoraði 53 stig gegn New York Liberty fyrir þremur árum. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Á myndinni, sem er frá styrktaraðilanum Jockey, sjást átta fulltrúar Ástralíu á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra, fjórir menn og fjórar konur, öll hvít á hörund. Cambage vakti athygli á því á Instagram að enginn íþróttamaður sem er dökkur á hörund væri á kynningarmyndinni. „Ef ég hef sagt það einu sinni hef ég sagt það milljón sinnum. Hvernig á ég að standa fyrir land sem stendur ekki fyrir mig,“ skrifaði Cambage við myndina. Hún gagnrýndi einnig aðra mynd af Ólympíuförum sem ruðningskappinn Maurice Longbottom, sem er af ætt frumbyggja, var meðal annars á. „Gervibrúnka er ekki fjölbreytni,“ skrifaði Cambage og sagði svo að ástralska ólympíusambandið gerði í því að fela svart íþróttafólk. Í kjölfar ummæla Cambages sendi ástralska ólympíusambandið frá sér yfirlýsingu þar sem það tók undir gagnrýni körfuboltakonunnar og lofaði fleiri myndum af svörtu íþróttafólki. Það sagðist þó hafa gert ýmislegt til að hampa því og hafa það sýnilegt. watch on YouTube Fyrrverandi þjálfari Cambages í ástralska landsliðinu, Tom Maher, gagnrýndi ummæli hennar. „Var samkynhneigður Ólympíufari á myndinni? Var einhver af asískum uppruna? Ég meina, hvar endar þetta?“ sagði Maher. „Ef ég væri þjálfari gæfi ég ekki mikið fyrir þessar hótanir. Ef hún vill vera með, getur hún verið með. En ef hún ætlar að sniðganga leikana óska ég henni bara góðs gengis.“ Cambage vann brons með ástralska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London 2012. Hún keppti einnig á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Cambage leikur með Las Vegas Aces í WNBA-deildinni í Bandaríkjunum. Hún á metið yfir flest stig í einum leik í deildinni. Hún skoraði 53 stig gegn New York Liberty fyrir þremur árum.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn