„Mér fannst æðislega gaman að labba hérna inn,“ sagði Valgerður Helga sátt.
Þáttinn í heild sinni má svo horfa á í spilaranum okkar og á Stöð 2+ efnisveitunni.
Breytingin sem Soffía Dögg gerði var einstaklega vel heppnuð. Ljósara parket, ljósar gardínur og nýr litur á veggina gjörbreytti stofu Valgerðar Helgu. Hún valdi litinn á veggina út frá nýja hornsófanum svo allt tónaði vel saman.

„Það sem kom mér mest á óvart var að mér finnst stofan hafa stækkað,“ sagði Valgerður Helga. Soffía Dögg sneri stofunni við og skipti á staðsetningum á sjónvarpinu og sófanum.

Gangaborð og nettur stóll opnaði ganginn og aðkomuna að stofunni.

Soffía Dögg baldi fölbleika klappstóla til þess að nota ef Valgerður Helga fær fleiri en þrjá gesti í mat. Stólarnir eru geymdir á bak við gardínuna svo þeir eru ekki fyrir þegar þeir eru ekki í notkun.

Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu.
Alla Skreytum hús þættina má finna HÉR á Vísi.