Lífið

Fulltrúar Íslands flognir af stað

Snorri Másson skrifar
Fararskjótinn var Gagnavagninn.
Fararskjótinn var Gagnavagninn. Gísli Berg

Fulltrúar Íslands í Eurovision í ár héldu af stað út á flugvöll úr útvarpshúsinu í Efstaleiti snemma í morgun, þaðan sem þeir flugu af stað til Rotterdam.

Daði Freyr Pétursson og hljómsveit hans Gagnamagnið stíga á svið í undankeppninni 20. maí og, fari allt að óskum, aftur tveimur dögum síðar.

Samkvæmt veðbönkum ættu Daði og félagar að lenda í 5. sæti í lokakeppninni, á eftir Ítalíu, Sviss, Frakklandi og Möltu, sem spáð er 1. sæti. 

Myndband Daða á YouTube er þegar komið með rúma milljón áhorfa og Think About Things er með 27 milljónir áhorfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×