Býst við að fara í leyfi sem dómari á meðan á framboði stendur Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 09:56 Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, sækist eftir sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Vísir/ÞÞ Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segist gera ráð fyrir því að hann fari í leyfi frá störfum á meðan hann býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Honum segist full alvara með framboðinu og stefnir á að komast inn á Alþingi. Greint var frá framboði Arnars Þórs í Morgunblaðinu í morgun. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, ekki síst um Evrópumál og þriðja orkupakkann, undanfarin ár og sagði hann sig meðal annars úr Dómarafélagi Íslands í vikunni vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara. Siðareglur Dómarafélagsins kveða á um að það sé ósamrýmanlegt dómarastörfum að taka virkan þátt í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi. Í samtali við Vísi segir Arnar Þór að hann hugsi að hann fari í leyfi frá dómarastörfum þegar nær dregur. Arnar Þór er búsettur í Kraganum en ekki hefur enn verið ákveðið hvort að prófkjör verði haldið þar eða framboðslistinn valinn með öðrum hætti. „Ég þarf bara að hugsa það. Ég myndi bera það undir þá sem flytja mál hjá mér hvort þetta trufli þá. Ég geri frekar ráð fyrir því að ég taki mér leyfi frá mínum störfum,“ segir Arnar Þór sem á enn nokkur mál eftir ókláruð í héraðsdómi. „Fingurbrjótar“ í siðareglum Dómarafélagsins Arnar Þór stefnir ekki á ákveðið sæti í prófkjörinu og segist leggja það í hendur kjósenda. „Mér er fúlasta alvara með þessu. Ég sækist auðvitað eftir því að komast í sæti þar sem ég gæti átt mögulega á að komast inn á þingið. Ég treysti fólki að öðru leyti bara til að velja þetta,“ segir hann. Fari svo að hann nái ekki framgangi í prófkjörinu eða ákveði að taka ekki sæti á listanum segist Arnar Þór telja að sér sé fullstætt á því að snúa aftur til dómarastarfa. „Ef við tökum stjórnarskrána alvarlega þá er mér fyllilega stætt á því,“ segir hann. Dómarinn telur rétt sinn til stjórnmálaþátttöku tvímælalausan eins og annarra borgara landsins hvað sem siðareglur Dómarafélags Íslands segja. Þá sem sömdu siðareglurnar telur hann hafa misskilið stjórnarskrána. „Það er ekkert sem bannar mér að fara í þetta. Þetta er einn eitt dæmið um það hvers konar fingurbrjótar eru í þessum siðareglum. Það er afdráttarlaust í stjórnarskránni að ég er kjörgengur og hvernig á ég að geta nýtt kjörgengisréttinn öðruvísi en með því að tjá mig um þessi mál?“ segir Arnar Þór. Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Greint var frá framboði Arnars Þórs í Morgunblaðinu í morgun. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, ekki síst um Evrópumál og þriðja orkupakkann, undanfarin ár og sagði hann sig meðal annars úr Dómarafélagi Íslands í vikunni vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara. Siðareglur Dómarafélagsins kveða á um að það sé ósamrýmanlegt dómarastörfum að taka virkan þátt í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi. Í samtali við Vísi segir Arnar Þór að hann hugsi að hann fari í leyfi frá dómarastörfum þegar nær dregur. Arnar Þór er búsettur í Kraganum en ekki hefur enn verið ákveðið hvort að prófkjör verði haldið þar eða framboðslistinn valinn með öðrum hætti. „Ég þarf bara að hugsa það. Ég myndi bera það undir þá sem flytja mál hjá mér hvort þetta trufli þá. Ég geri frekar ráð fyrir því að ég taki mér leyfi frá mínum störfum,“ segir Arnar Þór sem á enn nokkur mál eftir ókláruð í héraðsdómi. „Fingurbrjótar“ í siðareglum Dómarafélagsins Arnar Þór stefnir ekki á ákveðið sæti í prófkjörinu og segist leggja það í hendur kjósenda. „Mér er fúlasta alvara með þessu. Ég sækist auðvitað eftir því að komast í sæti þar sem ég gæti átt mögulega á að komast inn á þingið. Ég treysti fólki að öðru leyti bara til að velja þetta,“ segir hann. Fari svo að hann nái ekki framgangi í prófkjörinu eða ákveði að taka ekki sæti á listanum segist Arnar Þór telja að sér sé fullstætt á því að snúa aftur til dómarastarfa. „Ef við tökum stjórnarskrána alvarlega þá er mér fyllilega stætt á því,“ segir hann. Dómarinn telur rétt sinn til stjórnmálaþátttöku tvímælalausan eins og annarra borgara landsins hvað sem siðareglur Dómarafélags Íslands segja. Þá sem sömdu siðareglurnar telur hann hafa misskilið stjórnarskrána. „Það er ekkert sem bannar mér að fara í þetta. Þetta er einn eitt dæmið um það hvers konar fingurbrjótar eru í þessum siðareglum. Það er afdráttarlaust í stjórnarskránni að ég er kjörgengur og hvernig á ég að geta nýtt kjörgengisréttinn öðruvísi en með því að tjá mig um þessi mál?“ segir Arnar Þór.
Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira