Drungilas gaf vænt olnbogaskot en í stað þess að henda honum út úr húsi þá fékk Drungilas einungis dæmda á sig tæknivillu.
Hann hefur tvisvar sinnum í vetur farið í bann en rætt var um atvikið í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi.
„Ég get ekki betur séð en að hann sveifli olnboganum í átt að leikmanni Þórs frá Akureyri og ég myndi segja að hann hafi verið stálheppinn að hitta hann ekki í andlitið,“ sagði Sævar Sævarsson og hélt áfram.
„Hann er stálheppinn að dómararnir, sem augljóslega sáu þetta, hafi ekki haft hreðjar eða pung í að reka manninn út úr húsi. Hann átti bara að fjúka.“
„Hvernig eiga menn að réttlæta þessa hreyfingu? Hann var ekki að hrista hann af sér.“
Benedikt Guðmundsson skildi ekkert í hegðun Drungilas.
„Ég skil ekki hvað Drungilas er að hugsa. Hann er tvisvar búinn að fara í bann og að hann skuli bjóða upp á þetta er sturlað.“

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.