Vilja ekki geyma brottvikna hælisleitendur á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2021 07:27 Frá flotastöð danska hersins í Grønnedal á Suður-Grænlandi. Árni Harðarson Ríkisstjórn Danmerkur hafnar tillögu Danska Þjóðarflokksins þess efnis að brottviknir hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi. Þetta kom fram í ræðu ráðherra málefna innflytjenda, sósíaldemókratans Mattias Tesfaye, í danska þinginu. „Ég tel að lausnin sé ekki útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og það er ekki hluti af þeirri áætlun stjórnvalda að fá fleiri brottvikna hælisleitendur til að snúa aftur heim,“ sagði ráðherrann, en grænlensku fréttamiðlarnir KNR og Sermitsiaq fjalla um málið. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, boðaði í vetur tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að húsakynni danska hersins í Grønnedal, afskekktum firði á Suður-Grænlandi, yrðu nýtt með þessum hætti. Frá flotastöðinni í Grønnedal. Þegar mest var bjuggu þar um tvöhundruð manns, hermenn og fjölskyldur þeirra. Núna er neglt fyrir flesta glugga.Árni Harðarson Hugmynd flokksins er að þeir sem synjað hefur verið um landvist í Danmörku, sem og hælisleitendur með afbrotaferil, verði sendir til Grænlands. Þetta verði tímabundin vistun þangað til hægt verði að koma þeim til eigin heimalands. „Okkur finnst ekki skynsamlegt að búa til útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og eins og ég hef skilið það frá heimastjórninni deilir hún þeirri skoðun,“ sagði ráðherrann Mattias Tesfaye síðastliðinn fimmtudag þegar málið var tekið fyrir. Hann taldi enga ástæðu til að bera það sérstaklega undir nýkjörna landsstjórn Grænlands. Þingmenn Grænlendinga á danska þinginu, þær Aki-Matilda Høegh-Dam frá Siumut og Aaja Chemnits Larsen frá IA, hafa einnig hafnað hugmyndinni. Raunar lýsti enginn annar flokkur stuðningi við tillögu Dansk Folkeparti. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, flutti tillöguna umdeildu. Hún var forseti danska þjóðþingsins þegar hún ávarpaði hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sumarið 2018.Vísir/getty Framsögumaður tillögunnar, Pia Kjærsgaard, sagði í þingumræðunum að hún saknaði rökstuðnings gegn því að kanna möguleikann á útgöngumiðstöð á Grænlandi. „Við viljum ekki neyða neitt upp á Grænlendinga. En það vekur undrun mína að menn hafi ekki einu sinni velt því fyrir sér að spyrja,“ sagði hún og bætti við að það yrði erfitt fyrir hælisleitendur að vera til vandræða á Grænlandi. Grænland Danmörk Hælisleitendur Tengdar fréttir Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. 9. janúar 2021 07:14 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
„Ég tel að lausnin sé ekki útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og það er ekki hluti af þeirri áætlun stjórnvalda að fá fleiri brottvikna hælisleitendur til að snúa aftur heim,“ sagði ráðherrann, en grænlensku fréttamiðlarnir KNR og Sermitsiaq fjalla um málið. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, boðaði í vetur tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að húsakynni danska hersins í Grønnedal, afskekktum firði á Suður-Grænlandi, yrðu nýtt með þessum hætti. Frá flotastöðinni í Grønnedal. Þegar mest var bjuggu þar um tvöhundruð manns, hermenn og fjölskyldur þeirra. Núna er neglt fyrir flesta glugga.Árni Harðarson Hugmynd flokksins er að þeir sem synjað hefur verið um landvist í Danmörku, sem og hælisleitendur með afbrotaferil, verði sendir til Grænlands. Þetta verði tímabundin vistun þangað til hægt verði að koma þeim til eigin heimalands. „Okkur finnst ekki skynsamlegt að búa til útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og eins og ég hef skilið það frá heimastjórninni deilir hún þeirri skoðun,“ sagði ráðherrann Mattias Tesfaye síðastliðinn fimmtudag þegar málið var tekið fyrir. Hann taldi enga ástæðu til að bera það sérstaklega undir nýkjörna landsstjórn Grænlands. Þingmenn Grænlendinga á danska þinginu, þær Aki-Matilda Høegh-Dam frá Siumut og Aaja Chemnits Larsen frá IA, hafa einnig hafnað hugmyndinni. Raunar lýsti enginn annar flokkur stuðningi við tillögu Dansk Folkeparti. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, flutti tillöguna umdeildu. Hún var forseti danska þjóðþingsins þegar hún ávarpaði hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sumarið 2018.Vísir/getty Framsögumaður tillögunnar, Pia Kjærsgaard, sagði í þingumræðunum að hún saknaði rökstuðnings gegn því að kanna möguleikann á útgöngumiðstöð á Grænlandi. „Við viljum ekki neyða neitt upp á Grænlendinga. En það vekur undrun mína að menn hafi ekki einu sinni velt því fyrir sér að spyrja,“ sagði hún og bætti við að það yrði erfitt fyrir hælisleitendur að vera til vandræða á Grænlandi.
Grænland Danmörk Hælisleitendur Tengdar fréttir Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. 9. janúar 2021 07:14 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. 9. janúar 2021 07:14
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00