Þetta staðfesti Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, í samtali við fréttastofu nú fyrir skömmu.
„Við teljum að það sé búið að einangra þann hóp sem [starfsmaðurinn] var í samskiptum við,“ segir Stefán Vagn. Spítalinn hafi ráðist í aðgerðir sem talið er að hafi getað lokað á frekara smit.
„En það er eins og með allt, auðvitað veit maður það ekki.“
Grípa til harðra aðgerða
Gripið hefur verið til harðra aðgerða í Skagafirði og Akrahreppi eftir að sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna þar á síðustu dögum.
Skólahaldi hefur til að mynda verið aflýst í viku og lokapróf Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verða fjarpróf. Nánar má lesa um hertar aðgerðir á svæðinu í fréttinni hér að neðan.