Reyna að fá sem mest úr hverri plöntu því sektað er fyrir fjölda en ekki magn Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. maí 2021 14:39 Frá aðgerðum lögreglu þegar kannabisverksmiðjan var stöðvuð. Lögreglan hefur upprætt tæknivæddar kannabisverksmiðjur hér á landi þar sem markmiðið er að fá sem mest magn úr einni plöntu. Það er gert vegna þess að sektað er fyrir hverja plöntu, en ekki magn. Í nýjustu þáttum Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og ógnina af þeim. Kompás fékk að slást í för með lögreglu þegar hún stöðvaði umfangsmikla kannabisverksmiðju í kjallara í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Íbúar urðu einskis varir því búnaðurinn kom í veg fyrir að lykt bærist um húsið. Þá var verksmiðjan nánast sjálfvirk. Ágóðinn hefði hlaupið á tugum milljóna. „Hérna geta menn fengið uppskeru á þriggja mánaða fresti og gríðarlegur peningur og ávinningur fyrir aðra sem eru í þessu í fullu starfi,“ sagði leynilögreglumaður á vettvangi sem Kompás ræddi við. Lögreglan bendir á að glæpahópar noti ágóða af kannabisræktun til að fjármagna alvarlegri glæpi. Sektaramminn gerir ráð fyrir sektum fyrir hverja plöntu upp á 100 þúsund krónur. Ræktendur sjá því hag í að fá meira úr hverri plöntu. „Þú sérð að þú ert með stórar og flottar plöntur sem eru komnar í blómstrun. Plöntu fjöldinn í hverju rými er ekkert svakalegur. Menn eru alltaf að verða betri og betri í þessu og geta fengið mun meira úr hverri plöntu en menn gerðu áður.“ Rannsóknarlögreglumaður á vettvangi sem rætt var við telur dóma ekki nógu þunga. „Og gleymist í umræðunni. Hversu miklir fjármunir og ágóði er á þessu. Menn horfa bara oft á þetta sem gras eða kannabis.“ Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna. 4. maí 2021 17:44 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Í nýjustu þáttum Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og ógnina af þeim. Kompás fékk að slást í för með lögreglu þegar hún stöðvaði umfangsmikla kannabisverksmiðju í kjallara í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Íbúar urðu einskis varir því búnaðurinn kom í veg fyrir að lykt bærist um húsið. Þá var verksmiðjan nánast sjálfvirk. Ágóðinn hefði hlaupið á tugum milljóna. „Hérna geta menn fengið uppskeru á þriggja mánaða fresti og gríðarlegur peningur og ávinningur fyrir aðra sem eru í þessu í fullu starfi,“ sagði leynilögreglumaður á vettvangi sem Kompás ræddi við. Lögreglan bendir á að glæpahópar noti ágóða af kannabisræktun til að fjármagna alvarlegri glæpi. Sektaramminn gerir ráð fyrir sektum fyrir hverja plöntu upp á 100 þúsund krónur. Ræktendur sjá því hag í að fá meira úr hverri plöntu. „Þú sérð að þú ert með stórar og flottar plöntur sem eru komnar í blómstrun. Plöntu fjöldinn í hverju rými er ekkert svakalegur. Menn eru alltaf að verða betri og betri í þessu og geta fengið mun meira úr hverri plöntu en menn gerðu áður.“ Rannsóknarlögreglumaður á vettvangi sem rætt var við telur dóma ekki nógu þunga. „Og gleymist í umræðunni. Hversu miklir fjármunir og ágóði er á þessu. Menn horfa bara oft á þetta sem gras eða kannabis.“
Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna. 4. maí 2021 17:44 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna. 4. maí 2021 17:44
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01