Thelma Dís spilar með Keflavík í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 18:10 Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, eftir að Keflavík varð Íslandsmeistari 2017. Báðar hafa þær verið kosnar leikmenn ársins á Íslandsmeistaraári. vísir/óskaró Keflavíkurkonur eru búnar að fá frábæran liðstyrk rétt fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna því þær hafa endurheimt landsliðskonuna Thelmu Dís Ágústsdóttur úr háskólanámi í Bandaríkjunum. Pálína Gunnlaugsdóttir og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi kvenna opinberuðu það í þætti sínum áðan að Thelma Dís sé á leiðinni heim og að hún muni spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni. Þetta eru risafréttir korter í úrslitakeppnina. Thelma Dís, sem er 21 árs gömul, hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Ball State Cardinals í 1. deild bandaríska háskólaboltans þar sem hún útskrifaðist á dögunum. Thelma Dís skoraði 11,8 stig í leik á lokaárinu sínu og hitti þar úr 44 prósent þriggja stiga skota sinna. Thelma Dís var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna í síðustu leikjunum sínum með Ball State en í þeim fjórum síðustu hitti hún úr 20 af 36 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir magnaða 56 prósent nýtingu. Keflavíkurliðið hefur gefið eftir að undanförnu en liðið tapaði þrír af síðustu fjórum leikjum sínum í deildarkeppninni þar af þeim tveimur síðustu á móti Haukum og Val. Það er ljóst að það kemur sér vel að fá Thelmu aftur inn í liðið. Thelma Dís var lykilmaður Keflavíkurliðsins sem vann þrjá stóra titla á tveimur síðustu tímabilunum áður en hún fór út til Bandaríkjanna í háskóla. Thelma Dís var kosin besti leikmaður tímabilsins þegar Keflavík vann tvöfalt tímabilið 2016-17 en hún var þá með 9,1 stig, 7,0 fráköst og 3,1 stoðsendingar í deildarkeppninni en hækkað stigaskorið sitt upp í 15,4 stig í leik í úrslitakeppninni. Lokatímabilið sitt með Keflavík þá var Thelma Dís með 14,6 stig, 6,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni var hún með 19,8 stig, 7,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. Frábærar tölur hjá frábærum leikmanni, Bæði þessi tímabil þá varð Keflavíkurliðið bikarmeistari en í úrslitaleiknum 2018 þá var Thelma Dís með 16 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna hefst á föstudaginn en í undanúrslitunum verður boðið upp á tvíhöfða á hverju kvöldi og báðir leikirnir sýndir beint hvort á eftir öðrum. Domino´s Körfuboltakvöld mun síðan gera upp leikina strax á eftir seinni leiknum. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Pálína Gunnlaugsdóttir og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi kvenna opinberuðu það í þætti sínum áðan að Thelma Dís sé á leiðinni heim og að hún muni spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni. Þetta eru risafréttir korter í úrslitakeppnina. Thelma Dís, sem er 21 árs gömul, hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Ball State Cardinals í 1. deild bandaríska háskólaboltans þar sem hún útskrifaðist á dögunum. Thelma Dís skoraði 11,8 stig í leik á lokaárinu sínu og hitti þar úr 44 prósent þriggja stiga skota sinna. Thelma Dís var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna í síðustu leikjunum sínum með Ball State en í þeim fjórum síðustu hitti hún úr 20 af 36 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir magnaða 56 prósent nýtingu. Keflavíkurliðið hefur gefið eftir að undanförnu en liðið tapaði þrír af síðustu fjórum leikjum sínum í deildarkeppninni þar af þeim tveimur síðustu á móti Haukum og Val. Það er ljóst að það kemur sér vel að fá Thelmu aftur inn í liðið. Thelma Dís var lykilmaður Keflavíkurliðsins sem vann þrjá stóra titla á tveimur síðustu tímabilunum áður en hún fór út til Bandaríkjanna í háskóla. Thelma Dís var kosin besti leikmaður tímabilsins þegar Keflavík vann tvöfalt tímabilið 2016-17 en hún var þá með 9,1 stig, 7,0 fráköst og 3,1 stoðsendingar í deildarkeppninni en hækkað stigaskorið sitt upp í 15,4 stig í leik í úrslitakeppninni. Lokatímabilið sitt með Keflavík þá var Thelma Dís með 14,6 stig, 6,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni var hún með 19,8 stig, 7,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. Frábærar tölur hjá frábærum leikmanni, Bæði þessi tímabil þá varð Keflavíkurliðið bikarmeistari en í úrslitaleiknum 2018 þá var Thelma Dís með 16 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna hefst á föstudaginn en í undanúrslitunum verður boðið upp á tvíhöfða á hverju kvöldi og báðir leikirnir sýndir beint hvort á eftir öðrum. Domino´s Körfuboltakvöld mun síðan gera upp leikina strax á eftir seinni leiknum. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti