Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 14:28 Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, tilkynnti í dag að nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað. Vísir/Vilhelm Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. „Það verður gengið frá því í dag að 2.500 störf fara í auglýsingu, það er sem sagt búið að skapa þessi 2.500 störf. Þau munu skiptast niður á sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök, sem er í fyrsta skipti, og síðan líka störf fyrir iðnnema vegna þess að þeim hefur gengið erfiðlega við að fá samninga,“ sagði Ásmundur Einar eftir ríkisstjórnarfund í dag. Alls hafa 8.700 störf verið skráð í átakinu, 1.700 störfum meira en stefnt var að, og hafa aldrei jafn mörg störf borist til vinnumiðlunar áður. „Það er gríðarlega ánægjulegt. Síðan erum við tilbúin til þess að ef fyllist í þessi sumarstörf munum við fara strax, þegar líður nær mánaðamótum, að skapa fleiri störf af því að markmiðið er að skapa störf fyrir alla þá námsmenn sem þarfnast vinnu í sumar,“ segir Ásmundur. Klippa: 2.500 störfum fyrir námsmenn úthlutað Með hverjum námsmanni, 18 ára og eldir, sem ráðinn er til starfa með úrræðinu fylgir styrkur sem nemur fullum dagvinnulaunum samkvæmt gildandi kjarasamningum. Ráðningatímabilið eru tveir og hálfur mánuður og hefur Vinnumálastofnun opnað fyrir umsóknir á þeim störfum sem stofnunin auglýsir. „Fjöldinn er metinn miðað við reynsluna frá síðasta ári af því að við sköpuðum 3000 störf í fyrra, það fyllist ekki í öll þau störf þannig að það var ákveðið að fara í 2.500 að þessu sinni en lengja tímabilið úr tveimur mánuðum í tvo og hálfan mánuð. En við erum tilbúin, um leið ef það fyllist í þessi störf, þá munum við skapa fleiri störf,“ segir Ásmundur. Vinnumarkaður Alþingi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
„Það verður gengið frá því í dag að 2.500 störf fara í auglýsingu, það er sem sagt búið að skapa þessi 2.500 störf. Þau munu skiptast niður á sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök, sem er í fyrsta skipti, og síðan líka störf fyrir iðnnema vegna þess að þeim hefur gengið erfiðlega við að fá samninga,“ sagði Ásmundur Einar eftir ríkisstjórnarfund í dag. Alls hafa 8.700 störf verið skráð í átakinu, 1.700 störfum meira en stefnt var að, og hafa aldrei jafn mörg störf borist til vinnumiðlunar áður. „Það er gríðarlega ánægjulegt. Síðan erum við tilbúin til þess að ef fyllist í þessi sumarstörf munum við fara strax, þegar líður nær mánaðamótum, að skapa fleiri störf af því að markmiðið er að skapa störf fyrir alla þá námsmenn sem þarfnast vinnu í sumar,“ segir Ásmundur. Klippa: 2.500 störfum fyrir námsmenn úthlutað Með hverjum námsmanni, 18 ára og eldir, sem ráðinn er til starfa með úrræðinu fylgir styrkur sem nemur fullum dagvinnulaunum samkvæmt gildandi kjarasamningum. Ráðningatímabilið eru tveir og hálfur mánuður og hefur Vinnumálastofnun opnað fyrir umsóknir á þeim störfum sem stofnunin auglýsir. „Fjöldinn er metinn miðað við reynsluna frá síðasta ári af því að við sköpuðum 3000 störf í fyrra, það fyllist ekki í öll þau störf þannig að það var ákveðið að fara í 2.500 að þessu sinni en lengja tímabilið úr tveimur mánuðum í tvo og hálfan mánuð. En við erum tilbúin, um leið ef það fyllist í þessi störf, þá munum við skapa fleiri störf,“ segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Alþingi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira