Grand Slam veiðikeppni Fishpartner Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2021 15:15 Kristján Páll hjá Fish Partner með vænann Þingvallaurriða Dagana 26- 28 júlí ætla Fish Partner að halda þrennu mót eða “Grand slam” keppni eins og það kallast í Bandaríkjunum. Veiðifélagar ráða sjálfir hversu alvarlega keppnin er tekið en fyrst og fremst er þetta skemmti pakki þar sem maður er manns gaman eða kannski frekar þar sem fiskur er manns gaman en keppnin snýst um að veiða alla þrjá laxfiskana það er Lax, Bleikja og Urriði. Veitt verður í Soginu á Þrastarlundarsvæðinu, Efri Brú í Úlfljótsvatni, Kaldárhöfða í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni, Villingarvatnsárós í Þingvallavatni og í Villingavatni. Um er að ræða eingöngu fluguveiði. Veiðimönnum verður skipt upp og rótera á milli svæða samkvæmt skipulagi. Það veiða allir öll svæðin. Dagskráin er sem segir: 26 júlí. Klukkan 9:00 er hist á tjaldsvæðinu í Þrastarlundi og farið yfir prógramið og reglur keppninar. Menn geta komið upp tjaldi þá eða að veiðidegi loknum. Veitt til kl: ca 21:00. Menn hittast á tjaldstæði og og bera saman bækur sínar, deila myndum og segja sögur. 27 júli. Veitt út daginn samkvæmt prógrami. Stuð og stemmning á tjaldsvæðinu hefst kl:20:00. Þá verður grillað en við höfum fengið matreiðslumanninn Örvar Bessason í lið með okkur og mun hann sjá um ljúfenga grill máltíð fyrir svanga munna. Því næst verður dagskrá þar sem engum mun leiðast. 28 júlí. Tjaldi pakkað saman og svo haldið til veiða út daginn samkvæmt prógrami. Verðlaun verða síðan veitt síðar á sérstöku skemmtikvöldi Veiðifélaga sem auglýst verður síðar. Skráning fer fram á heimasíðu Fish Partner Stangveiði Mest lesið Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði
Veiðifélagar ráða sjálfir hversu alvarlega keppnin er tekið en fyrst og fremst er þetta skemmti pakki þar sem maður er manns gaman eða kannski frekar þar sem fiskur er manns gaman en keppnin snýst um að veiða alla þrjá laxfiskana það er Lax, Bleikja og Urriði. Veitt verður í Soginu á Þrastarlundarsvæðinu, Efri Brú í Úlfljótsvatni, Kaldárhöfða í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni, Villingarvatnsárós í Þingvallavatni og í Villingavatni. Um er að ræða eingöngu fluguveiði. Veiðimönnum verður skipt upp og rótera á milli svæða samkvæmt skipulagi. Það veiða allir öll svæðin. Dagskráin er sem segir: 26 júlí. Klukkan 9:00 er hist á tjaldsvæðinu í Þrastarlundi og farið yfir prógramið og reglur keppninar. Menn geta komið upp tjaldi þá eða að veiðidegi loknum. Veitt til kl: ca 21:00. Menn hittast á tjaldstæði og og bera saman bækur sínar, deila myndum og segja sögur. 27 júli. Veitt út daginn samkvæmt prógrami. Stuð og stemmning á tjaldsvæðinu hefst kl:20:00. Þá verður grillað en við höfum fengið matreiðslumanninn Örvar Bessason í lið með okkur og mun hann sjá um ljúfenga grill máltíð fyrir svanga munna. Því næst verður dagskrá þar sem engum mun leiðast. 28 júlí. Tjaldi pakkað saman og svo haldið til veiða út daginn samkvæmt prógrami. Verðlaun verða síðan veitt síðar á sérstöku skemmtikvöldi Veiðifélaga sem auglýst verður síðar. Skráning fer fram á heimasíðu Fish Partner
Stangveiði Mest lesið Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði