Kona ritstýrir Washington Post í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 16:23 Sally Buzbee tekur við starfi aðalritstjóra Washington Post 1. júní. Þar mun hún stýra um þúsund manna ritstjórn. AP/Chuck Zoeller Sally Buzbee, varaforseti og aðalritstjóri AP-fréttastofunnar, hefur verið ráðin nýr yfirritstjóri bandaríska dagblaðsins Washington Post. Hún verður fyrsta konan sem ritstýrir blaðinu í hátt í 150 ára sögu þess. Útgefendur Washington Post hafa leitað að eftirmanni Martin Baron en hann lét af störfum í lok febrúar. Hann hafði ritstýrt blaðinu frá 2013. Buzbee tekur við starfinu í næsta mánuði, að sögn Freds Ryan, útgefanda blaðsins. Sagði hann Buzbee njóta almennrar aðdáunar fyrir heiðarleika, atorkusemi og einlægan áhuga á hlutverki fjölmiðla í að varðveita lýðræðið. Buzbee er 55 ára gömul og stýrði áður skrifstofu AP í Washington-borg. Þar áður var hún ritstjóri fréttaveitunnar í Miðausturlöndum en hún hefur starfað fyrir hana allan sinn blaðamannaferil sem hófst árið 1988. Frá Kaíró fjallaði hún meðal annars um Íraksstríðið, átök Ísraels og Hezbollah-samtakanna, stríðið í Darfúr í Súdan og uppgang hryðjuverkasamtaka í Sádí-Arabíu og Jemen. Konur stýra nú mörgum helstu fjölmiðlum í Bandaríkjunum og víðar, þar á meðal Reuters-fréttastofunni, fréttastofu CBS- og ABC-sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum, NPR, MSNBC, Financial Times, Guardian og Ecomomist. A footnote: Women are now in charge of the newsrooms at the Washington Post, CBS News, ABC News, NPR, MSNBC, Reuters, Financial Times, Guardian and the Economist. The fact that this is not a big deal is kind of a big deal.— Paul Farhi (@farhip) May 11, 2021 Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Útgefendur Washington Post hafa leitað að eftirmanni Martin Baron en hann lét af störfum í lok febrúar. Hann hafði ritstýrt blaðinu frá 2013. Buzbee tekur við starfinu í næsta mánuði, að sögn Freds Ryan, útgefanda blaðsins. Sagði hann Buzbee njóta almennrar aðdáunar fyrir heiðarleika, atorkusemi og einlægan áhuga á hlutverki fjölmiðla í að varðveita lýðræðið. Buzbee er 55 ára gömul og stýrði áður skrifstofu AP í Washington-borg. Þar áður var hún ritstjóri fréttaveitunnar í Miðausturlöndum en hún hefur starfað fyrir hana allan sinn blaðamannaferil sem hófst árið 1988. Frá Kaíró fjallaði hún meðal annars um Íraksstríðið, átök Ísraels og Hezbollah-samtakanna, stríðið í Darfúr í Súdan og uppgang hryðjuverkasamtaka í Sádí-Arabíu og Jemen. Konur stýra nú mörgum helstu fjölmiðlum í Bandaríkjunum og víðar, þar á meðal Reuters-fréttastofunni, fréttastofu CBS- og ABC-sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum, NPR, MSNBC, Financial Times, Guardian og Ecomomist. A footnote: Women are now in charge of the newsrooms at the Washington Post, CBS News, ABC News, NPR, MSNBC, Reuters, Financial Times, Guardian and the Economist. The fact that this is not a big deal is kind of a big deal.— Paul Farhi (@farhip) May 11, 2021
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira