Tímabilið gefur okkur ástæðu til bjartsýni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2021 20:30 Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær segir að tímabil Manchester United í heild sinni gefi ástæðu til bjartsýni og að liðið hafi stórbætt sig. Þá sagði hann að fjöldi leikja undanfarið hafi verið ástæðan fyrir öllum breytingunum í kvöld. Man United tapaði 2-1 fyrir Leicester City í kvöld en um var að ræða þriðja leikinn af fjórum á aðeins sjö dögum. Tapið þýðir að Manchester City er enskur meistari en Solskjær var samt nokkuð brattur í leikslok er hann ræddi við BBC. „Við höfum spilað fjöldann allan af leikjum undanfarið og þurftum að gera mikið af breytingum, það vann aðeins gegn okkur í kvöld. Amad var mjög góður, Anthony Elanga gaf okkur eitthvað öðruvísi og mér fannst Mason Greenwood frábær, ég veit hvað hann getur gert fyrir framan markið,“ sagði sá norski að leik loknum. Amad og Elanga voru að byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku sitthvoru megin við Greenwood í fremstu víglínu Man Utd í kvöld. „Það er allt hitt sem hann er að gera. Hvað hann er þrautseigur og hvernig hann leiddi línuna í kvöld. Honum leið eins og hann þyrfti að axla ábyrgð og hann gerði það frá upphafi til enda en ég ákvað að taka hann af velli þar sem hann hefur spilað þrjá leiki á fimm dögum,“ sagði þjálfarinn um frammistöðu Greenwood en framherjinn ungi skoraði glæsilegt mark í kvöld. „Við náðum aðeins að fara yfir hlutina á æfingu í gær og í morgun en við höfum ekki haft mikinn tíma til að undirbúa okkur, það sást örugglega snemma leiks,“ sagði Ole um tapið. „Tímabilið í heild sinni gefur okkur ástæðu til bjartsýni en við getum einnig bætt okkur. Við höfum elt Manchester City næstum alla leið, þangað til það eru 10-12 dagar eftir af tímabilinu og það er ágætis afrek þar sem þeir eru með mjög gott lið. Þeir eru verðugir meistarar og ég verð að hrósa þeim því þeir hafa spilað frábæran fótbolta á þessu tímabili,“ sagði Solskjær að lokum um Englandsmeistara Manchester City. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Man United tapaði 2-1 fyrir Leicester City í kvöld en um var að ræða þriðja leikinn af fjórum á aðeins sjö dögum. Tapið þýðir að Manchester City er enskur meistari en Solskjær var samt nokkuð brattur í leikslok er hann ræddi við BBC. „Við höfum spilað fjöldann allan af leikjum undanfarið og þurftum að gera mikið af breytingum, það vann aðeins gegn okkur í kvöld. Amad var mjög góður, Anthony Elanga gaf okkur eitthvað öðruvísi og mér fannst Mason Greenwood frábær, ég veit hvað hann getur gert fyrir framan markið,“ sagði sá norski að leik loknum. Amad og Elanga voru að byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku sitthvoru megin við Greenwood í fremstu víglínu Man Utd í kvöld. „Það er allt hitt sem hann er að gera. Hvað hann er þrautseigur og hvernig hann leiddi línuna í kvöld. Honum leið eins og hann þyrfti að axla ábyrgð og hann gerði það frá upphafi til enda en ég ákvað að taka hann af velli þar sem hann hefur spilað þrjá leiki á fimm dögum,“ sagði þjálfarinn um frammistöðu Greenwood en framherjinn ungi skoraði glæsilegt mark í kvöld. „Við náðum aðeins að fara yfir hlutina á æfingu í gær og í morgun en við höfum ekki haft mikinn tíma til að undirbúa okkur, það sást örugglega snemma leiks,“ sagði Ole um tapið. „Tímabilið í heild sinni gefur okkur ástæðu til bjartsýni en við getum einnig bætt okkur. Við höfum elt Manchester City næstum alla leið, þangað til það eru 10-12 dagar eftir af tímabilinu og það er ágætis afrek þar sem þeir eru með mjög gott lið. Þeir eru verðugir meistarar og ég verð að hrósa þeim því þeir hafa spilað frábæran fótbolta á þessu tímabili,“ sagði Solskjær að lokum um Englandsmeistara Manchester City.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. 11. maí 2021 20:01