Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2021 11:11 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG tilkynnti í gær að hann drægi framboð sitt til baka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG segir að ákvörðunin hafi komið sér á óvart. Vísir/vilhelm Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG segir ákvörðun Kolbeins algjörlega tekna upp á hans einsdæmi. „Þetta kom mér á óvart og mér þykir þetta bara afskaplega leitt en ég er um leið mjög ánægð með að hann hafi tekið ábyrgð og tekið þessa góðu ákvörðun sem ég held hann sé að taka. Það er alltaf gott þegar fólk viðurkennir vandann og leitar sér hjálpar, það er það sem þarf að gerast til að við getum upprætt þetta mein úr samfélaginu,“ segir Bjarkey. Finnst þér þetta of seint? „Ég er ekki í neinum færum til að meta það, ég auðvitað vissi þetta ekki fyrr en í gær og hef enga hugmynd um hvers eðlis málin eru, þannig að ég svo sem ætla ekki að taka afstöðu til þess.“ Og þú hafðir ekki fengið veður áður af svona ásökunum á hendur honum? „Nei.“ Bjarkey kveðst ekki vita hver staðan er á máli Kolbeins innan fagráðsins. Hún telur ólíklegt að ákvörðun hans um að hætta í framboði hafi áhrif á feril málsins. „Ef það berast kvartanir innan flokksins af hálfu flokksfélaga ber þessu ráði að skoða það og gaumgæfa og lýkur svo með einhverri niðurstöðu, þetta er auðvitað enginn dómur,“ segir Bjarkey. MeToo Vinstri græn Alþingi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG segir ákvörðun Kolbeins algjörlega tekna upp á hans einsdæmi. „Þetta kom mér á óvart og mér þykir þetta bara afskaplega leitt en ég er um leið mjög ánægð með að hann hafi tekið ábyrgð og tekið þessa góðu ákvörðun sem ég held hann sé að taka. Það er alltaf gott þegar fólk viðurkennir vandann og leitar sér hjálpar, það er það sem þarf að gerast til að við getum upprætt þetta mein úr samfélaginu,“ segir Bjarkey. Finnst þér þetta of seint? „Ég er ekki í neinum færum til að meta það, ég auðvitað vissi þetta ekki fyrr en í gær og hef enga hugmynd um hvers eðlis málin eru, þannig að ég svo sem ætla ekki að taka afstöðu til þess.“ Og þú hafðir ekki fengið veður áður af svona ásökunum á hendur honum? „Nei.“ Bjarkey kveðst ekki vita hver staðan er á máli Kolbeins innan fagráðsins. Hún telur ólíklegt að ákvörðun hans um að hætta í framboði hafi áhrif á feril málsins. „Ef það berast kvartanir innan flokksins af hálfu flokksfélaga ber þessu ráði að skoða það og gaumgæfa og lýkur svo með einhverri niðurstöðu, þetta er auðvitað enginn dómur,“ segir Bjarkey.
MeToo Vinstri græn Alþingi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira