Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2021 11:11 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG tilkynnti í gær að hann drægi framboð sitt til baka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG segir að ákvörðunin hafi komið sér á óvart. Vísir/vilhelm Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG segir ákvörðun Kolbeins algjörlega tekna upp á hans einsdæmi. „Þetta kom mér á óvart og mér þykir þetta bara afskaplega leitt en ég er um leið mjög ánægð með að hann hafi tekið ábyrgð og tekið þessa góðu ákvörðun sem ég held hann sé að taka. Það er alltaf gott þegar fólk viðurkennir vandann og leitar sér hjálpar, það er það sem þarf að gerast til að við getum upprætt þetta mein úr samfélaginu,“ segir Bjarkey. Finnst þér þetta of seint? „Ég er ekki í neinum færum til að meta það, ég auðvitað vissi þetta ekki fyrr en í gær og hef enga hugmynd um hvers eðlis málin eru, þannig að ég svo sem ætla ekki að taka afstöðu til þess.“ Og þú hafðir ekki fengið veður áður af svona ásökunum á hendur honum? „Nei.“ Bjarkey kveðst ekki vita hver staðan er á máli Kolbeins innan fagráðsins. Hún telur ólíklegt að ákvörðun hans um að hætta í framboði hafi áhrif á feril málsins. „Ef það berast kvartanir innan flokksins af hálfu flokksfélaga ber þessu ráði að skoða það og gaumgæfa og lýkur svo með einhverri niðurstöðu, þetta er auðvitað enginn dómur,“ segir Bjarkey. MeToo Vinstri græn Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Sjá meira
Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG segir ákvörðun Kolbeins algjörlega tekna upp á hans einsdæmi. „Þetta kom mér á óvart og mér þykir þetta bara afskaplega leitt en ég er um leið mjög ánægð með að hann hafi tekið ábyrgð og tekið þessa góðu ákvörðun sem ég held hann sé að taka. Það er alltaf gott þegar fólk viðurkennir vandann og leitar sér hjálpar, það er það sem þarf að gerast til að við getum upprætt þetta mein úr samfélaginu,“ segir Bjarkey. Finnst þér þetta of seint? „Ég er ekki í neinum færum til að meta það, ég auðvitað vissi þetta ekki fyrr en í gær og hef enga hugmynd um hvers eðlis málin eru, þannig að ég svo sem ætla ekki að taka afstöðu til þess.“ Og þú hafðir ekki fengið veður áður af svona ásökunum á hendur honum? „Nei.“ Bjarkey kveðst ekki vita hver staðan er á máli Kolbeins innan fagráðsins. Hún telur ólíklegt að ákvörðun hans um að hætta í framboði hafi áhrif á feril málsins. „Ef það berast kvartanir innan flokksins af hálfu flokksfélaga ber þessu ráði að skoða það og gaumgæfa og lýkur svo með einhverri niðurstöðu, þetta er auðvitað enginn dómur,“ segir Bjarkey.
MeToo Vinstri græn Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Sjá meira