Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2021 12:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir kjarkleysi í aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn atvinnuleysi. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. Samfylkingin kynnti í morgun sex aðgerðir sem forrystufólk flokksins segir að eigi að hraða ráðningum, auka virkni á vinumarkaði og verja afkomuöryggi fólks. Í þeim felst meðal annars að hækka atvinnuleysisbætur upp í 95% af lágmarkslaunum, að ráðningastyrkir verði veittir í tólf mánuði í stað sex og að persónuafslátttur fólks sem er að snúa aftur til vinnu eftir atvinuleysi verði tvöfaldaður í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Kristrún Frostadóttir, oddviti flokksins í Reykjavík suður, segir kostnað við aðgerðirnar borga sig fljótt upp dragi samhliða úr atvinnuleysi. „Beinn kostnaður eins og við metum hann er átján milljarðar króna en það er ígildi þriggja prósenta atvinnuleysis. Þetta er það sem við borgum fyrir þriggja prósenta atvinnuleysi á hverju einasta ári. Þetta er einskiptiskostnaður til þess að hraða ráðningum og koma í veg fyrir að við séum með þennan kostnað í kerfinu á hverju einasta ári,“ segir hún. Oddný Harðardóttir, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru meðal þeirra sem kynntu aðgerðir flokksins í morgun.vísir/samsett „Eins og áætlun stjórnvalda er í dag erum við að gera ráð fyrir að borga tvö hundruð milljarða króna í atvinnuleysisbætur til 2025 og um leið og við náum atvinnuleysisstiginu aðeins niður með því að virkja fólk og hraða ráðningum drögum við hraðar úr því,“ segir Kristrún. Einnig er lagt til að tímabil sumarstarfa fyrir námsmenn verði þrír mánuðir í stað tveggja og hálfs, að endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði verði hækkaðar og að listafólk verði styrkt í sumar til þess að halda viðburði um land allt. Aðgerðirnar verða lagðar fram á Alþingi í vikunni í formi þingsályktunar auk þess sem breytingartillögur verða gerðar við fjármálaáætlun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að mæta stöðunni. „Þetta er kjarkleysi fyrst og fremst. Það er verið að gera ráð fyrir allt að sex prósenta atvinnuleysi eftir fimm ár. Og það er óásættanlegt. Atvinnuleysi er auðvitað böl fyrir einstaklinginn og fjölskyldur þeirra sem lenda í því en þetta er líka bara ótrúlega heimskuleg hagstjórn vegna þess að hvert prósentustig af atvinnuleysi kostar marga milljarða á ári,“ segir Logi. Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Samfylkingin kynnti í morgun sex aðgerðir sem forrystufólk flokksins segir að eigi að hraða ráðningum, auka virkni á vinumarkaði og verja afkomuöryggi fólks. Í þeim felst meðal annars að hækka atvinnuleysisbætur upp í 95% af lágmarkslaunum, að ráðningastyrkir verði veittir í tólf mánuði í stað sex og að persónuafslátttur fólks sem er að snúa aftur til vinnu eftir atvinuleysi verði tvöfaldaður í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Kristrún Frostadóttir, oddviti flokksins í Reykjavík suður, segir kostnað við aðgerðirnar borga sig fljótt upp dragi samhliða úr atvinnuleysi. „Beinn kostnaður eins og við metum hann er átján milljarðar króna en það er ígildi þriggja prósenta atvinnuleysis. Þetta er það sem við borgum fyrir þriggja prósenta atvinnuleysi á hverju einasta ári. Þetta er einskiptiskostnaður til þess að hraða ráðningum og koma í veg fyrir að við séum með þennan kostnað í kerfinu á hverju einasta ári,“ segir hún. Oddný Harðardóttir, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru meðal þeirra sem kynntu aðgerðir flokksins í morgun.vísir/samsett „Eins og áætlun stjórnvalda er í dag erum við að gera ráð fyrir að borga tvö hundruð milljarða króna í atvinnuleysisbætur til 2025 og um leið og við náum atvinnuleysisstiginu aðeins niður með því að virkja fólk og hraða ráðningum drögum við hraðar úr því,“ segir Kristrún. Einnig er lagt til að tímabil sumarstarfa fyrir námsmenn verði þrír mánuðir í stað tveggja og hálfs, að endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði verði hækkaðar og að listafólk verði styrkt í sumar til þess að halda viðburði um land allt. Aðgerðirnar verða lagðar fram á Alþingi í vikunni í formi þingsályktunar auk þess sem breytingartillögur verða gerðar við fjármálaáætlun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að mæta stöðunni. „Þetta er kjarkleysi fyrst og fremst. Það er verið að gera ráð fyrir allt að sex prósenta atvinnuleysi eftir fimm ár. Og það er óásættanlegt. Atvinnuleysi er auðvitað böl fyrir einstaklinginn og fjölskyldur þeirra sem lenda í því en þetta er líka bara ótrúlega heimskuleg hagstjórn vegna þess að hvert prósentustig af atvinnuleysi kostar marga milljarða á ári,“ segir Logi.
Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira