Umfjöllun og viðtöl: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík Árni Gísli Magnússon skrifar 12. maí 2021 19:21 Vísir/Hulda Margrét KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. KA menn komu með mikið sjálfstraust inn í leikinn eftir sigur gegn KR í Vesturbænum í síðustu umferð og komust yfir eftir 16 mínútna leik. Varnarmaður Leiknis fór þá klaufalega aftan í Steinþór Frey og vítaspyrna réttilega dæmd. Hallgrímur Mar steig á punktinn og skoraði örugglega með skoti uppi í vinstra hornið. Eftir markið tóku KA menn völdin á vellinum um nokkra stund og áttu flottar sóknir sem vantaði að binda endahnútinn á. Leiknir reyndi að svara með skyndisóknum en vörn KA manna vel skipulögð og gáfu þeir fá færi á sér. Um miðbik fyrri hálfleiksins gat Daníel Hafsteinsson komið KA mönnum í 2-0 þegar Guy Smit, markvörður Leiknis, gaf honum boltann á silfurfati við eigin vítateig en Daníel skaut boltanum rétt yfir úr kjörstöðu. Seinni hálfleikur byrjaði rólega en KA menn tóku fljótt völdin og bættu við öðru marki úr vítaspyrnu snemma í hálfleiknum þegar Haukur Heiðar féll með tilþrifum eftir viðskipti við Bjarka Aðalsteinsson. Hallgrímur steig aftur á punktinn, sendi Guy Smit í vitlaust horn og kom KA í 2-0. Steinþór Freyr gat komið heimamönnum í 3-0 stuttu seinna en skaut framhjá einn á móti markmanni og á sömu mínútu varði Stubbur meistaralega frá Mána Austmann hinu megin á vellinum. Það var Ásgeir Sigurgeirsson sem rak síðasta naglann í kistu Leiknismanna þegar hann þrumaði boltanum inn eftir smá klafs í teignum eftir hornspyrnu. Brynjar Ingi átti þá skalla í varnarmann, fékk boltann aftur og átti misheppnað skot sem endaði sem stoðsending á Ásgeir. Octavio Andrés Paez Gil kom inná sem varamaður og fékk að líta rautt spjald á 84. mínútu þegar hann átti ljóta tæklingu á Kára Gautason leikmann KA og allt sauð upp úr. Leikurinn fjaraði síðan hægt og rólega út og KA menn fögnuðu stigunum þremur vel og innilega. Af hverju vann KA? Gæði KA komu svo sannarlega í ljós í þessu leik. Þrátt fyrir að vera án Rodri, Hrannars og Hendrickx. Þeir sýndu flottan sóknarleik á tíðum þar sem boltinn fékk að ganga vel á milli manna og áttu Leiknismenn oft í stökustu vandræðum með að verjast þeim. Varnarleikurinn var virkilega öflugur og fá Leiknsimenn í raun bara eitt færi í leiknum sem Stubbur ver meistaralega. KA einfaldlega betra liðið á vellinum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Haukur Heiðar sýndi virkilega flotta frammistöðu í dag og eru KA menn í mjög góðum málum ef Haukur helst heill og sýnir fleiri frammistöður í líkingu við þessa. Þorri Mar var mjög ógnandi í dag og Steinþór Freyr sýndi einnig að hann hefur engu gleymt. Leiknisljónin verða einnig að fá tilnefningu hér en þeir sungu og trölluðu allan leikinn þrátt fyrir að Leiknir væri 3-0 undir. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Leikni að brjóta niður skipulagt lið KA manna sem virtust eiga svör við flestum þeirra aðgerðum í dag. Það veit heldur aldrei á gott að gefa tvö viti í sama leiknum. Hvað gerist næst? KA-menn halda til Keflavíkur þar sem þeir mæta hinum nýliðunum næstkomandi mánudag kl. 18.00. Leiknir fær Fylki í heimsókn í Breiðholtið á sunnudagskvöld kl. 19:15. Haukur: Eins og staðan er núna er ég bara fit og í fínu standi Haukur Heiðar átti virkilega flottan leik í dag og var að vonum ánægður með þrjú stig og að halda hreinu. „Mjög ánægður með að fylgja eftir góðum útisigri á móti KR og við ætluðum að vinna nýliðana í dag. Við hefðum oft getað gert betur með boltann en við unnum þetta 3-0 þannig við erum mjög ánægðir.” Varnarleikurinn var góður hjá KA í dag og Haukur er ánægður með að sóknarleikurinn sé að styrkjast. „Þetta er klárlega eitthvað til að byggja ofan á, við erum að leggja upp með sterkum varnaleik og með Adda þá er líka kominn sterkur sóknarleikur .Það er gott að geta bætt ofan á sterkan varnaleik með mörkum. Við erum alltaf að vinna í okkar hlutum og þetta hefur allavega verið að skila árangri í fyrstu þremur leikjunum og vonandi heldur það bara áfram.” Haukur spilaði í 75. mínútur í dag og ekkert virtist vera að plaga hann í leiknum. „Skrokkurinn er fínn, ég er verkjalaus en ég er búinn að fara í margar aðgerðir þannig hnéið er ekki eins og það var áður. Eins og staðan er núna er ég bara fit og fínu standi. Ég var bara kominn með krampa á 75. mínútu á nokkrum stöðum, annars er ég fínn. Sigurður: Ég eiginlega vona bara að það verði meira en einn leikur í bann Leiknismenn áttu ekki sinn besta leik í dag og fannst Sigurði mikið vanta í leik sinna manna í dag, bæði sóknar- og varnarlega. „Frammistaðan vonbrigði, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við komum fínt inn í seinni hálfeikinn og það er það jákvæða sem við tökum úr þessu en fyrri hálfleikurinn ekki boðlegur af okkar hálfu, bæði tempó og gæðalega séð. Það vantaði mikið, það var eins og við værum hægir og auðvelt að lesa í það sem við ætluðum að gera. Varnarlega vorum við neðarlega ágætir en í fyrri hálfleik þegar við ætluðum að reyna stíga á þá, það var ekki gott” Leiknismenn fengu dæmdar á sig tvær vítaspyrnur í dag og sá Sigurður enga ástæðu til að kvarta yfir þeim dómum. Ég held þetta hafi bæði verið víti, mjög klaufalegt af okkar hálfu og svekkjandi að vera 1-0 undir í hálfleik út af klaufalegri vítaspyrnu eftir frammistöðu fyrri hálfleiksins. Svo komum við inn í seinni hálfleikinn miklu,miklu líflegri en fáum á okkar aðra mjög klaufalega vítaspyrnu.” „Gjörsamlega glórulaus tækling og ég er mjög sár og svekktur út í minn leikmann að sýna svona hegðun ég eiginlega vona bara að það verði meira en einn leikur í bann,” sagði Sigurður þegar hann var spurður út í ljóta tæklingu Octavio Andrés Paez Gil sem hafði komið inn á sem varamaður fyrr í leiknum. „Ég held ég við séum bara nokkuð ánægðir í heildina, mér fannst við frábærir í síðasta leik en ekki eins góðir í dag. Ég held við séum bara svona ágætlega sáttir í heildina,” sagði Siguður varðandi frammistöðu liðsins hingað til. Pepsi Max-deild karla KA Leiknir Reykjavík
KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. KA menn komu með mikið sjálfstraust inn í leikinn eftir sigur gegn KR í Vesturbænum í síðustu umferð og komust yfir eftir 16 mínútna leik. Varnarmaður Leiknis fór þá klaufalega aftan í Steinþór Frey og vítaspyrna réttilega dæmd. Hallgrímur Mar steig á punktinn og skoraði örugglega með skoti uppi í vinstra hornið. Eftir markið tóku KA menn völdin á vellinum um nokkra stund og áttu flottar sóknir sem vantaði að binda endahnútinn á. Leiknir reyndi að svara með skyndisóknum en vörn KA manna vel skipulögð og gáfu þeir fá færi á sér. Um miðbik fyrri hálfleiksins gat Daníel Hafsteinsson komið KA mönnum í 2-0 þegar Guy Smit, markvörður Leiknis, gaf honum boltann á silfurfati við eigin vítateig en Daníel skaut boltanum rétt yfir úr kjörstöðu. Seinni hálfleikur byrjaði rólega en KA menn tóku fljótt völdin og bættu við öðru marki úr vítaspyrnu snemma í hálfleiknum þegar Haukur Heiðar féll með tilþrifum eftir viðskipti við Bjarka Aðalsteinsson. Hallgrímur steig aftur á punktinn, sendi Guy Smit í vitlaust horn og kom KA í 2-0. Steinþór Freyr gat komið heimamönnum í 3-0 stuttu seinna en skaut framhjá einn á móti markmanni og á sömu mínútu varði Stubbur meistaralega frá Mána Austmann hinu megin á vellinum. Það var Ásgeir Sigurgeirsson sem rak síðasta naglann í kistu Leiknismanna þegar hann þrumaði boltanum inn eftir smá klafs í teignum eftir hornspyrnu. Brynjar Ingi átti þá skalla í varnarmann, fékk boltann aftur og átti misheppnað skot sem endaði sem stoðsending á Ásgeir. Octavio Andrés Paez Gil kom inná sem varamaður og fékk að líta rautt spjald á 84. mínútu þegar hann átti ljóta tæklingu á Kára Gautason leikmann KA og allt sauð upp úr. Leikurinn fjaraði síðan hægt og rólega út og KA menn fögnuðu stigunum þremur vel og innilega. Af hverju vann KA? Gæði KA komu svo sannarlega í ljós í þessu leik. Þrátt fyrir að vera án Rodri, Hrannars og Hendrickx. Þeir sýndu flottan sóknarleik á tíðum þar sem boltinn fékk að ganga vel á milli manna og áttu Leiknismenn oft í stökustu vandræðum með að verjast þeim. Varnarleikurinn var virkilega öflugur og fá Leiknsimenn í raun bara eitt færi í leiknum sem Stubbur ver meistaralega. KA einfaldlega betra liðið á vellinum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Haukur Heiðar sýndi virkilega flotta frammistöðu í dag og eru KA menn í mjög góðum málum ef Haukur helst heill og sýnir fleiri frammistöður í líkingu við þessa. Þorri Mar var mjög ógnandi í dag og Steinþór Freyr sýndi einnig að hann hefur engu gleymt. Leiknisljónin verða einnig að fá tilnefningu hér en þeir sungu og trölluðu allan leikinn þrátt fyrir að Leiknir væri 3-0 undir. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Leikni að brjóta niður skipulagt lið KA manna sem virtust eiga svör við flestum þeirra aðgerðum í dag. Það veit heldur aldrei á gott að gefa tvö viti í sama leiknum. Hvað gerist næst? KA-menn halda til Keflavíkur þar sem þeir mæta hinum nýliðunum næstkomandi mánudag kl. 18.00. Leiknir fær Fylki í heimsókn í Breiðholtið á sunnudagskvöld kl. 19:15. Haukur: Eins og staðan er núna er ég bara fit og í fínu standi Haukur Heiðar átti virkilega flottan leik í dag og var að vonum ánægður með þrjú stig og að halda hreinu. „Mjög ánægður með að fylgja eftir góðum útisigri á móti KR og við ætluðum að vinna nýliðana í dag. Við hefðum oft getað gert betur með boltann en við unnum þetta 3-0 þannig við erum mjög ánægðir.” Varnarleikurinn var góður hjá KA í dag og Haukur er ánægður með að sóknarleikurinn sé að styrkjast. „Þetta er klárlega eitthvað til að byggja ofan á, við erum að leggja upp með sterkum varnaleik og með Adda þá er líka kominn sterkur sóknarleikur .Það er gott að geta bætt ofan á sterkan varnaleik með mörkum. Við erum alltaf að vinna í okkar hlutum og þetta hefur allavega verið að skila árangri í fyrstu þremur leikjunum og vonandi heldur það bara áfram.” Haukur spilaði í 75. mínútur í dag og ekkert virtist vera að plaga hann í leiknum. „Skrokkurinn er fínn, ég er verkjalaus en ég er búinn að fara í margar aðgerðir þannig hnéið er ekki eins og það var áður. Eins og staðan er núna er ég bara fit og fínu standi. Ég var bara kominn með krampa á 75. mínútu á nokkrum stöðum, annars er ég fínn. Sigurður: Ég eiginlega vona bara að það verði meira en einn leikur í bann Leiknismenn áttu ekki sinn besta leik í dag og fannst Sigurði mikið vanta í leik sinna manna í dag, bæði sóknar- og varnarlega. „Frammistaðan vonbrigði, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við komum fínt inn í seinni hálfeikinn og það er það jákvæða sem við tökum úr þessu en fyrri hálfleikurinn ekki boðlegur af okkar hálfu, bæði tempó og gæðalega séð. Það vantaði mikið, það var eins og við værum hægir og auðvelt að lesa í það sem við ætluðum að gera. Varnarlega vorum við neðarlega ágætir en í fyrri hálfleik þegar við ætluðum að reyna stíga á þá, það var ekki gott” Leiknismenn fengu dæmdar á sig tvær vítaspyrnur í dag og sá Sigurður enga ástæðu til að kvarta yfir þeim dómum. Ég held þetta hafi bæði verið víti, mjög klaufalegt af okkar hálfu og svekkjandi að vera 1-0 undir í hálfleik út af klaufalegri vítaspyrnu eftir frammistöðu fyrri hálfleiksins. Svo komum við inn í seinni hálfleikinn miklu,miklu líflegri en fáum á okkar aðra mjög klaufalega vítaspyrnu.” „Gjörsamlega glórulaus tækling og ég er mjög sár og svekktur út í minn leikmann að sýna svona hegðun ég eiginlega vona bara að það verði meira en einn leikur í bann,” sagði Sigurður þegar hann var spurður út í ljóta tæklingu Octavio Andrés Paez Gil sem hafði komið inn á sem varamaður fyrr í leiknum. „Ég held ég við séum bara nokkuð ánægðir í heildina, mér fannst við frábærir í síðasta leik en ekki eins góðir í dag. Ég held við séum bara svona ágætlega sáttir í heildina,” sagði Siguður varðandi frammistöðu liðsins hingað til.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti