Gylfi og félagar gerðu markalaust jafntefli við Aston Villa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 18:55 Gylfi Þór tekur aukaspyrnu í leik dagsins. Lindsey Parnaby/Getty Images Gylfi Þór Sigurðsson lék 67 mínútur í markalausu jafntefli Everton og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gylfi Þór var á sínum stað í byrjunarliði Everton og var svona hvað líklegastur til að finna glufur á sterkri vörn heimamanna. Hann nældi sér í gult spjald þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og var á endanum tekinn af velli á 67. mínútu leiksins. Gylfa tókst líkt og öðrum leikmönnum liðanna ekki að finna netmöskvana og lokatölur því 0-0 eins og áður hefur komið fram. Everton er sem stendur í 8. sæti deildarinnar með 56 stig að loknum 35 leikjum á meðan Aston Villa er í 11. sæti með 49 stig. Enski boltinn Fótbolti
Gylfi Þór Sigurðsson lék 67 mínútur í markalausu jafntefli Everton og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gylfi Þór var á sínum stað í byrjunarliði Everton og var svona hvað líklegastur til að finna glufur á sterkri vörn heimamanna. Hann nældi sér í gult spjald þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og var á endanum tekinn af velli á 67. mínútu leiksins. Gylfa tókst líkt og öðrum leikmönnum liðanna ekki að finna netmöskvana og lokatölur því 0-0 eins og áður hefur komið fram. Everton er sem stendur í 8. sæti deildarinnar með 56 stig að loknum 35 leikjum á meðan Aston Villa er í 11. sæti með 49 stig.