Tilkynntu mál Kolbeins ekki til lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2021 14:57 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Mál sem tilkynnt var til fagráðs Vinstri grænna vegna hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns var ekki tilkynnt til lögreglu. Fagráðið mat það svo að málið væri ekki þess eðlis. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofa fékk senda frá Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Vinstri grænna fyrir hönd fagráðsins vegna málsins. Fréttastofa leitaði svara við hvar mál Kolbeins væri statt hjá fagráðinu og hvenær fyrst hefði verið kvartað undan honum. Þá var einnig spurt hversu margar kvartanir hefðu borist. Í yfirlýsingunni segir að nú á vormánuðum hafi fagráðinu borist erindi vegna „ámælisverðrar hegðunar“ Kolbeins. Við meðferð málsins hafi verið farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í verklagsreglum sé gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu. Það hafi ekki átt við í þessu máli. Mál Kolbeins sé eina málið sem borist hefur fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Málið hafi verið unnið í samráði við „málshefjanda“. Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Yfirlýsing vegna máls sem barst fagráði VG: Nú á vormánuðum barst fagráði VG erindi vegna ámælisverðrar hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG. Við meðferð málsins var farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í verklagsreglum er gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu, sem ekki átti við í þessu máli. Fagráðið vann að málinu í samráði við málshefjanda, en trúnaður ríkir um mál sem fagráðinu berast. Er þetta eina málið sem hefur borist fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Verklagsreglurnar og aðgerðaáætlunin eru aðgengilegar á heimasíðu VG. MeToo Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11 Dregur framboð sitt til baka í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til Alþingis til baka. Í Facebook-færslu sem hann birti fyrir skömmu setur hann ákvörðunina í samhengi við MeToo-umræðu síðustu daga. 11. maí 2021 20:26 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofa fékk senda frá Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Vinstri grænna fyrir hönd fagráðsins vegna málsins. Fréttastofa leitaði svara við hvar mál Kolbeins væri statt hjá fagráðinu og hvenær fyrst hefði verið kvartað undan honum. Þá var einnig spurt hversu margar kvartanir hefðu borist. Í yfirlýsingunni segir að nú á vormánuðum hafi fagráðinu borist erindi vegna „ámælisverðrar hegðunar“ Kolbeins. Við meðferð málsins hafi verið farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í verklagsreglum sé gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu. Það hafi ekki átt við í þessu máli. Mál Kolbeins sé eina málið sem borist hefur fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Málið hafi verið unnið í samráði við „málshefjanda“. Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Yfirlýsing vegna máls sem barst fagráði VG: Nú á vormánuðum barst fagráði VG erindi vegna ámælisverðrar hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG. Við meðferð málsins var farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í verklagsreglum er gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu, sem ekki átti við í þessu máli. Fagráðið vann að málinu í samráði við málshefjanda, en trúnaður ríkir um mál sem fagráðinu berast. Er þetta eina málið sem hefur borist fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Verklagsreglurnar og aðgerðaáætlunin eru aðgengilegar á heimasíðu VG.
MeToo Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11 Dregur framboð sitt til baka í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til Alþingis til baka. Í Facebook-færslu sem hann birti fyrir skömmu setur hann ákvörðunina í samhengi við MeToo-umræðu síðustu daga. 11. maí 2021 20:26 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11
Dregur framboð sitt til baka í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til Alþingis til baka. Í Facebook-færslu sem hann birti fyrir skömmu setur hann ákvörðunina í samhengi við MeToo-umræðu síðustu daga. 11. maí 2021 20:26