Innlendir og erlendir sérfræðingar miðla þekkingu sinni á Reykjavík Cocktail Weekend Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. maí 2021 17:30 Grétar Matthíasson einn skipuleggjanda Reykjavík Cocktail Weekend. Aðsent Þessa viku fer fram sérstök mini útgáfa af Reykjavík Cocktail Weekend en í ár er hátíðin í formi netráðstefnu. Hátíðin hófst í gær og er fjöldi fyrirlestra á dagskrá fyrir þá sem hafa áhuga á drykkjum og barmenningu og vilja auka við þekkingu sína. Vegna Covid-19 þá var Reykjavík Cocktail Weekend ekki haldin árið 2020 og má því segja að þessi net ráðstefnasé sú hátíð, bara ári síðar og í smærra sniði. „Viðburðurinn verður eingöngu á netinu og það hefur aldrei verið gert svo við erum mjög spennt að sjá hvernig hann lukkast,“ segir Grétar Matthíasson forseti Barþjónaklúbbs Íslands í samtali við Vísi. „Það hefur verið mikill undirbúningur fyrir þetta og við höfum fengið fullt af flottum vínframleiðendum um allan heim til að taka þátt í þessu verkefni með okkur.“ Samhliða netráðstefnunni þá verður fjöldinn allur af mini pop-up viðburðum á veitingastöðum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Jafnt innlendir sem og erlendir sérfræðingar munu miðla þekkingu sinni og reynslu á þessari hátíð. Hægt er að fara á viðburðina í gegnum síðu Barþjónaklúbbsins, bar.is en einnig er hægt að fylgjast með í gegnum Eventee. „Við vonum að sem flestir hafi gaman hafa gaman og læri á þessu fróðleiksmikla fólki sem er að fara að halda virkilega skemmtilega fyrirlestra.“ Matur Kokteilar Reykjavík Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Hátíðin hófst í gær og er fjöldi fyrirlestra á dagskrá fyrir þá sem hafa áhuga á drykkjum og barmenningu og vilja auka við þekkingu sína. Vegna Covid-19 þá var Reykjavík Cocktail Weekend ekki haldin árið 2020 og má því segja að þessi net ráðstefnasé sú hátíð, bara ári síðar og í smærra sniði. „Viðburðurinn verður eingöngu á netinu og það hefur aldrei verið gert svo við erum mjög spennt að sjá hvernig hann lukkast,“ segir Grétar Matthíasson forseti Barþjónaklúbbs Íslands í samtali við Vísi. „Það hefur verið mikill undirbúningur fyrir þetta og við höfum fengið fullt af flottum vínframleiðendum um allan heim til að taka þátt í þessu verkefni með okkur.“ Samhliða netráðstefnunni þá verður fjöldinn allur af mini pop-up viðburðum á veitingastöðum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Jafnt innlendir sem og erlendir sérfræðingar munu miðla þekkingu sinni og reynslu á þessari hátíð. Hægt er að fara á viðburðina í gegnum síðu Barþjónaklúbbsins, bar.is en einnig er hægt að fylgjast með í gegnum Eventee. „Við vonum að sem flestir hafi gaman hafa gaman og læri á þessu fróðleiksmikla fólki sem er að fara að halda virkilega skemmtilega fyrirlestra.“
Matur Kokteilar Reykjavík Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira