Reuters segir frá því að þetta hafi verið þriðja daginn í röð sem fleiri en fjögur þúsund láta lífið af völdum veirunnar á Indlandi en þeir sem greinast á hverjum degi eru nú heldur færri en þegar verst lét í síðustu viku.
Indverska afbrigði veirunnar virðist nú dreifa sér hratt um heiminn, en það hefur þegar fundist í átta ríkjum Norður- og Suður-Ameríku, þar á meðal í Kanada og Bandaríkjunum.
Í Bretlandi fjölgar sömuleiðis tilvikum þar sem afbrigðið finnst hratt og hér á landi hefur indverska afbrigðið fundist að minnsta kosti tvisvar í fólki á landamærum.