Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að Sunnlendingurinn hafi fengið rúmar tíu milljónir um helgina, en miðinn var keyptur á netinu.
„Maðurinn segist hafa valið sömu tölur um skeið eftir að hafa fyllst sérstakri tilfinningu þegar hann fékk þær í sjálfvali á sínum tíma. Það hugboð skilaði sínu svo sannarlega um síðustu helgi og greinilegt að hjá sumu fólki ríður heppnin ekki við einteyming,“ segir í tilkynningunni.
„Við sjáumst svo aftur eftir þrjú ár,“ á maðurinn svo að hafa sagt þegar hann kvaddi höfuðstöðvar Íslenskrar getspár í vikunni.