„Þetta eru svakalegar fréttir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 14:01 Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir eru spenntar fyrir endurkomu Thelmu Dísar Ágústsdóttir í Keflavíkurliðið. Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Hauka og Keflavíkur í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Keflavík bætti við sig landsliðskonu fyrir úrslitakeppnina. Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Bæði lið Hauka og Keflavíkur hafa fengið til sín landsliðskonu á miðju tímabili og það eru miklar væntingar gerðar til þeirra í þessu einvígi. Sara Rún Hinriksdóttir verður þannig í stóru hlutverki í Haukaliðinu en hún er að fara að spila á móti sínu uppeldisfélagi. Bryndís Guðmundsdóttir þekkir það frá sínum ferli. „Hún fór fyrst í skóla í Bandaríkjunum og spilaði síðan með þessu liði í Englandi. Þetta er því öðruvísi en ef hún væri búin að vera í Keflavík allan tímann og færi svo í Hauka. Svo hefur hún systur sína við hliðina á sér og ég held að þetta hafi ekkert verið voðalega erfitt fyrir hana að fara í Hauka þegar hún kom aftur til baka,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Bryndís er á því að koma Söru hafi hjálpað hinni bandarísku Alyesha Lovett sem hefur blómstrað með Haukaliðinu í þremur leikjum maí. „Eftir að Sara Rún kemur þá létti yfir öllu, ekki bara henni heldur öllu Haukaliðinu. Ég veit ekki hvort maður geti sagt að Alyesha sé að njóta þess betur að spila eftir að Sara kemur. Hún virðist vera búin að gera meira og er vonandi búin að sýna að þetta sé hennar rétta andlit,“ sagði Bryndís. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Hauka og Keflavíkur Stelpurnar sögðu líka frá því að Thelma Dís Ágústsdóttir sé að fara að spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni en hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum í þrjú tímabil. „Þetta eru svakalegar fréttir,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir og Keflvíkingurinn Bryndís var líka kát með þetta. „Þetta verður svo geggjað. Þetta breytir svo miklu og pældu í því ef Þóranna og Birna væru með þeim líka,“ sagði Bryndís sem þekkir Thelma Dís vel eftir að hafa spilað með henni í Keflavík. „Við erum að fara að sjá allt því Thelma gerir allt. Hún var góð þegar hún fór í háskólaboltann en hún er orðin svo mikli betri,“ sagði Bryndís en dróg svo skyndilega aðeins í land. „Ég ætla ekki að setja of mikla pressu á hana en ég hlakka rosalega til að sjá hana,“ sagði Bryndís. „Þetta er það sem Keflavík þurfti til að gera þetta að seríu,“ sagði Ólöf Helga og Bryndís skaut inn í: „Nú vinna þær,“ sagði Bryndís létt. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna. Það má sjá alla umfjöllunina um einvígið hér fyrir ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöldi kvenna strax á eftir seinni leiknum. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Bæði lið Hauka og Keflavíkur hafa fengið til sín landsliðskonu á miðju tímabili og það eru miklar væntingar gerðar til þeirra í þessu einvígi. Sara Rún Hinriksdóttir verður þannig í stóru hlutverki í Haukaliðinu en hún er að fara að spila á móti sínu uppeldisfélagi. Bryndís Guðmundsdóttir þekkir það frá sínum ferli. „Hún fór fyrst í skóla í Bandaríkjunum og spilaði síðan með þessu liði í Englandi. Þetta er því öðruvísi en ef hún væri búin að vera í Keflavík allan tímann og færi svo í Hauka. Svo hefur hún systur sína við hliðina á sér og ég held að þetta hafi ekkert verið voðalega erfitt fyrir hana að fara í Hauka þegar hún kom aftur til baka,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Bryndís er á því að koma Söru hafi hjálpað hinni bandarísku Alyesha Lovett sem hefur blómstrað með Haukaliðinu í þremur leikjum maí. „Eftir að Sara Rún kemur þá létti yfir öllu, ekki bara henni heldur öllu Haukaliðinu. Ég veit ekki hvort maður geti sagt að Alyesha sé að njóta þess betur að spila eftir að Sara kemur. Hún virðist vera búin að gera meira og er vonandi búin að sýna að þetta sé hennar rétta andlit,“ sagði Bryndís. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Hauka og Keflavíkur Stelpurnar sögðu líka frá því að Thelma Dís Ágústsdóttir sé að fara að spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni en hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum í þrjú tímabil. „Þetta eru svakalegar fréttir,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir og Keflvíkingurinn Bryndís var líka kát með þetta. „Þetta verður svo geggjað. Þetta breytir svo miklu og pældu í því ef Þóranna og Birna væru með þeim líka,“ sagði Bryndís sem þekkir Thelma Dís vel eftir að hafa spilað með henni í Keflavík. „Við erum að fara að sjá allt því Thelma gerir allt. Hún var góð þegar hún fór í háskólaboltann en hún er orðin svo mikli betri,“ sagði Bryndís en dróg svo skyndilega aðeins í land. „Ég ætla ekki að setja of mikla pressu á hana en ég hlakka rosalega til að sjá hana,“ sagði Bryndís. „Þetta er það sem Keflavík þurfti til að gera þetta að seríu,“ sagði Ólöf Helga og Bryndís skaut inn í: „Nú vinna þær,“ sagði Bryndís létt. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna. Það má sjá alla umfjöllunina um einvígið hér fyrir ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöldi kvenna strax á eftir seinni leiknum.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira