Ekkert bendir til að átökunum linni í bráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2021 12:30 Ísraelskir skriðdrekar á leiðinni að landamærunum við Gasasvæðið í dag. AP/Tsafrir Abayov Minnst 119 eru látin á Gasasvæðinu eftir árásir Ísraela síðustu daga en ísraelski herinn bætti enn í árásir sínar í nótt. Ísraelar gerðu árásir úr lofti og á jörðu niðri í nótt. Herinn hefur ekki gert innrás á Gasasvæðið en hefur rætt opinberlega um þann möguleika. Myndefni frá svæðinu í nótt sýnir ísraelskar flugvélar, stórskotalið og herskip varpa sprengjum yfir Gasasvæðið. Hamas-samtökin hafa á móti skotið eldflaugum að borgum Ísraelsmanna. Átta hafa farist í þeim árásum en loftvarnarkerfi Ísraelsmanna hefur grandað flestum flaugunum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði Ísraelsher í nótt ekki ætla að gefa eftir. „Ég sagði ykkur að við myndum ná miklum árangri í baráttunni gegn Hamas og öðrum hryðjuverkasamtökum. Það höfum við gert og það munum við áfram gera.“ Átök úti á götu Þá hefur sömuleiðis komið til átaka á milli landtökufólks og ísraelskra Araba á götum hverfa sem landtökufólk ásælist. Ísraelska lögreglan segir Araba reglulega stofna til átaka en lögregla er sökuð um að líta framhjá árásum Gyðinga á heimili Araba. Átökin á svæðinu nú eru þau verstu í tæpan áratug og ekkert bendir til þess að þeim linni í bráð. Ísraelar sakaðir um þjóðernishreinsanir Togstreitan hefur magnast hægt og rólega undanfarnar vikur vegna tilrauna Ísraelsmanna til þess að bera Palestínumenn út af heimilum sínum í Austur-Jerúsalem og segja Palestínumenn þær aðgerðir ekkert annað en þjóðernishreinsanir. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun þar sem þess verður krafist að íslensk stjórnvöld bregðist við átökunum með því að setja viðskiptabann á Ísrael. Ísrael Palestína Tengdar fréttir VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 „Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59 Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira
Ísraelar gerðu árásir úr lofti og á jörðu niðri í nótt. Herinn hefur ekki gert innrás á Gasasvæðið en hefur rætt opinberlega um þann möguleika. Myndefni frá svæðinu í nótt sýnir ísraelskar flugvélar, stórskotalið og herskip varpa sprengjum yfir Gasasvæðið. Hamas-samtökin hafa á móti skotið eldflaugum að borgum Ísraelsmanna. Átta hafa farist í þeim árásum en loftvarnarkerfi Ísraelsmanna hefur grandað flestum flaugunum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði Ísraelsher í nótt ekki ætla að gefa eftir. „Ég sagði ykkur að við myndum ná miklum árangri í baráttunni gegn Hamas og öðrum hryðjuverkasamtökum. Það höfum við gert og það munum við áfram gera.“ Átök úti á götu Þá hefur sömuleiðis komið til átaka á milli landtökufólks og ísraelskra Araba á götum hverfa sem landtökufólk ásælist. Ísraelska lögreglan segir Araba reglulega stofna til átaka en lögregla er sökuð um að líta framhjá árásum Gyðinga á heimili Araba. Átökin á svæðinu nú eru þau verstu í tæpan áratug og ekkert bendir til þess að þeim linni í bráð. Ísraelar sakaðir um þjóðernishreinsanir Togstreitan hefur magnast hægt og rólega undanfarnar vikur vegna tilrauna Ísraelsmanna til þess að bera Palestínumenn út af heimilum sínum í Austur-Jerúsalem og segja Palestínumenn þær aðgerðir ekkert annað en þjóðernishreinsanir. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun þar sem þess verður krafist að íslensk stjórnvöld bregðist við átökunum með því að setja viðskiptabann á Ísrael.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 „Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59 Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira
VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50
„Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59
Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05