„Lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2021 13:32 Þorsteinn hefur lengi talað um eitraða karlmennsku í okkar samfélagi og reynt að opna augu íslenskra karlmanna. Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bak við samfélagsmiðlana Karlmennskan, sem miðla upplýsingum um málefni tengd kynjahyggju samfélagsins og hinum ýmsu birtingarmyndum karlmennskunnar. Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltamaður og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Þorsteinn er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn hlustendum innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldssamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi. „Ég held að við séum smá saman að átta okkur á því að ofbeldismenn eru ekki bara ofbeldismenn. Þeir eru líka góðir feður, virtir í samfélaginu, líka ábyrgir og gera líka góða hluti,“ segir Þorsteinn þegar umræðan barst að núverandi #MeToo bylgju. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk: Þorsteinn V „Hvernig upprætum við ofbeldið veit ég ekki en ég er sannfærður um að ein leiðin til þess að koma í veg fyrir, eigum við að segja óvart ofbeldi er hreinlega að tala um ofbeldi. Hvað er ofbeldi og hvernig getur það verið. Ég hef sagt það, ég hef beitt ofbeldi og meira í seinni tíma og í mínu sambandi. En þá leit ég ekkert á það sem ofbeldi. Ég leit ekkert á það, þegar ég er að gera lítið úr upplifun konunnar minnar á einhverju að ég sé að beita gaslighting ofbeldisaðferð. Ég lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis því mér finnst það og hræðilegt orð og get ekki gengist upp við því. Það breytir því samt ekki að ég hef beitt ofbeldi.“ Þorsteinn segist hafa gert hluti sem hann skammast sín fyrir. „Ég hef misnotað valdastöðu mína, ég hef verið markalaus og það er kannski ekki mitt að vera til frásagnar um það. Ég veit að þegar ég gerði upp mína fortíð 23 ára og varð edrú hafði ég samband við fullt af fólki. Við hittumst og fórum yfir hlutina og ég gekkst við því sem ég sá og vildi fá að heyra upplifun hinna mannesknanna. Ég fékk það og reyndi að axla þannig ábyrgð með því að viðurkenna það sem ég hafði gert rangt. Ég vill gangast við því sem ég hef gert og það getur vel verið að það sé eitthvað fólk þarna úti sem ég veit ekki af sem svíður undan samskiptum við mig.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk MeToo Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Sjá meira
Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltamaður og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Þorsteinn er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn hlustendum innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldssamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi. „Ég held að við séum smá saman að átta okkur á því að ofbeldismenn eru ekki bara ofbeldismenn. Þeir eru líka góðir feður, virtir í samfélaginu, líka ábyrgir og gera líka góða hluti,“ segir Þorsteinn þegar umræðan barst að núverandi #MeToo bylgju. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk: Þorsteinn V „Hvernig upprætum við ofbeldið veit ég ekki en ég er sannfærður um að ein leiðin til þess að koma í veg fyrir, eigum við að segja óvart ofbeldi er hreinlega að tala um ofbeldi. Hvað er ofbeldi og hvernig getur það verið. Ég hef sagt það, ég hef beitt ofbeldi og meira í seinni tíma og í mínu sambandi. En þá leit ég ekkert á það sem ofbeldi. Ég leit ekkert á það, þegar ég er að gera lítið úr upplifun konunnar minnar á einhverju að ég sé að beita gaslighting ofbeldisaðferð. Ég lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis því mér finnst það og hræðilegt orð og get ekki gengist upp við því. Það breytir því samt ekki að ég hef beitt ofbeldi.“ Þorsteinn segist hafa gert hluti sem hann skammast sín fyrir. „Ég hef misnotað valdastöðu mína, ég hef verið markalaus og það er kannski ekki mitt að vera til frásagnar um það. Ég veit að þegar ég gerði upp mína fortíð 23 ára og varð edrú hafði ég samband við fullt af fólki. Við hittumst og fórum yfir hlutina og ég gekkst við því sem ég sá og vildi fá að heyra upplifun hinna mannesknanna. Ég fékk það og reyndi að axla þannig ábyrgð með því að viðurkenna það sem ég hafði gert rangt. Ég vill gangast við því sem ég hef gert og það getur vel verið að það sé eitthvað fólk þarna úti sem ég veit ekki af sem svíður undan samskiptum við mig.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk MeToo Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Sjá meira