Minnisblað væntanlegt: Mun meiri áhugi á landinu nú en við gerðum ráð fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. maí 2021 12:07 Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir segir að mun fleiri komi nú til landsins en gert hafi verið ráð fyrir. Hann skilar heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. Best væri ef hægt væri að taka á móti öllum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum. Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og voru báðir í sóttkví. Annað smitið kom upp á Sauðárkróki og eru nú14 manns í einangrun í Skagafirði . Samkvæmt flugáætlun Isavía er von á á 18 farþegavélum á Keflavíkurflugvöll um helgina sem er meira en síðustu helgi þegar met var slegið á þessu ári. Þá er Ísland nú aftur skilgreint sem grænt á korti á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Þórólfur Guðnason segist ætla að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. „Ég held að áhugi á landinu sé að gerast miklu fyrr en við gerðum ráð fyrir. Það var ekki gert ráð fyrir þessu fyrr en í júní júlí,“ segir Þórólfur. Eitt af því sem Þórólfur hefur bent á er að leitað verði til Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimunar á landamærum. „Það er verið að skoða útfærslu á þessu. Best er að reyna að taka á móti öllum þessum farþegum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum,“ segir hann. Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Þórólfur segir að það hafi ekki áhrif á bólusetningaráform hér á landi. „Þeir eru með ansi marga sem veiktust alvarlega og það litar þeirra ákvörðun. En það eru langflestar þjóðir í Evrópu sem nota enn þá bóluefnið. Við höfum farið mjög varlega nú síðast fengu karlar á fertugsaldri bóluefnið. Við erum að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þegar Bandaríkin opnast fyrir ferðamönnum frá Schengen sé ekki sé víst að fólk bólusett með bóluefni AstraZeneca fái að ferðast þangað. Aðspurður um hvort fólk sem þarf nauðsynlega að fara til Bandaríkjanna og hefur verið bólusett með AstraZeneca hér á landi gæti fengið annað bóluefni ef þessi ákvörðun stendur þegar opnað verður þar segir Þórólfur. „Nei, við erum að bólusetja hér með bóluefnum sem eru samþykkt í Evrópu. Það að Bandaríkjamenn samþykki ekki bólusetningarvottorð bóluefna er erfitt fyrir okkur að ráða við. Við getum ekki breytt út af okkar áætlunum varðandi það. Það væri vonlaust. Það er nógu erfitt fyrir með þessa mismunandi aldurskiptingu og mismunandi magn og flokka bóluefna að taka það inn í líka,“. Þórólfur segir stöðuna nú vekja bjartsýni. „Nú er bara að tryggja það að við fáum ekki smit inn frá landamærunum. Sérstaklega þegar við erum að aflétta aðgerðum hér innanlands,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og voru báðir í sóttkví. Annað smitið kom upp á Sauðárkróki og eru nú14 manns í einangrun í Skagafirði . Samkvæmt flugáætlun Isavía er von á á 18 farþegavélum á Keflavíkurflugvöll um helgina sem er meira en síðustu helgi þegar met var slegið á þessu ári. Þá er Ísland nú aftur skilgreint sem grænt á korti á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Þórólfur Guðnason segist ætla að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. „Ég held að áhugi á landinu sé að gerast miklu fyrr en við gerðum ráð fyrir. Það var ekki gert ráð fyrir þessu fyrr en í júní júlí,“ segir Þórólfur. Eitt af því sem Þórólfur hefur bent á er að leitað verði til Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimunar á landamærum. „Það er verið að skoða útfærslu á þessu. Best er að reyna að taka á móti öllum þessum farþegum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum,“ segir hann. Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Þórólfur segir að það hafi ekki áhrif á bólusetningaráform hér á landi. „Þeir eru með ansi marga sem veiktust alvarlega og það litar þeirra ákvörðun. En það eru langflestar þjóðir í Evrópu sem nota enn þá bóluefnið. Við höfum farið mjög varlega nú síðast fengu karlar á fertugsaldri bóluefnið. Við erum að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þegar Bandaríkin opnast fyrir ferðamönnum frá Schengen sé ekki sé víst að fólk bólusett með bóluefni AstraZeneca fái að ferðast þangað. Aðspurður um hvort fólk sem þarf nauðsynlega að fara til Bandaríkjanna og hefur verið bólusett með AstraZeneca hér á landi gæti fengið annað bóluefni ef þessi ákvörðun stendur þegar opnað verður þar segir Þórólfur. „Nei, við erum að bólusetja hér með bóluefnum sem eru samþykkt í Evrópu. Það að Bandaríkjamenn samþykki ekki bólusetningarvottorð bóluefna er erfitt fyrir okkur að ráða við. Við getum ekki breytt út af okkar áætlunum varðandi það. Það væri vonlaust. Það er nógu erfitt fyrir með þessa mismunandi aldurskiptingu og mismunandi magn og flokka bóluefna að taka það inn í líka,“. Þórólfur segir stöðuna nú vekja bjartsýni. „Nú er bara að tryggja það að við fáum ekki smit inn frá landamærunum. Sérstaklega þegar við erum að aflétta aðgerðum hér innanlands,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16