Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 3-1 | Gestirnir réðu ekki við kantspil meistaranna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2021 18:29 Breiðablik fagnaði þremur mörkum gegn Þór/KA. vísir/hulda margrét Eftir tapið fyrir ÍBV komst Breiðablik aftur á sigurbraut þegar liðið vann 3-1 sigur á Þór/KA á Kópavogsvelli í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika og Tiffany McCarty eitt. Sandra Nabweteme skoraði mark Akureyringa. Breiðablik eru með sex stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Þór/KA þrjú. Blikar geta verið sáttir með sigurinn og ekki síður frammistöðuna sem var miklu betri en gegn Eyjakonum. Þá geta Blikar fagnað því að vera búnir að endurheimta Selmu Sól Magnúsdóttir sem kom inn á undir lokin og lék sinn fyrsta leik síðan 15. september 2019. Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti. Strax á upphafsmínútunni fékk Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir dauðafæri eftir hornspyrnu en skaut framhjá. Þór/KA voru einnig sókndjarfar í upphafi leiks og létu nokkrum sinnum vita af sér. Á 6. mínútu átti Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skot í slána og niður. Boltinn fór greinilega inn fyrir línuna en það fór framhjá dómurum leiksins. Blikar hertu tökin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og á 32. mínútu brutu þeir ísinn. Agla María skallaði boltann þá í netið eftir fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Tveimur mínútum síðar komst Collenn Kennedy í dauðafæri en Telma Ívarsdóttir varði og sá til þess að Breiðablik hélt forystunni. Tiffany átti svo tvö hættuleg skallafæri áður en fyrri hálfleikurinn var allur en Harpa Jóhannsdóttir varði. Hópamyndun í vítateig Þórs/KA.vísir/hulda margrét Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti. Á 50. mínútu átti Agla María skalla úr dauðafæri sem Harpa varði virkilega vel. Mínútu síðar fengu Blikar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Akureyringa. Agla María tók spyrnuna, lét vaða í markmannshornið og Harpa missti boltann afar klaufalega undir sig. Aðeins fjórum mínútum eftir mark Öglu Maríu minnkaði Þór/KA muninn. María Catharina Ólafsdóttir Gros sendi boltann þá út í vítateiginn á Söndru sem átti skot sem fór af Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur og í netið. Harpa varði frá Tiffany úr dauðafæri á 59. mínútu en kom engum vörnum við þegar Tiffany skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Hafrúnar. Eftir þetta fór mesta púðrið úr liðunum og hraðinn í leiknum datt niður. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og gestirnir ógnuðu forskoti heimakvenna ekki að neinu ráði. Lokatölur 3-1, Breiðabliki í vil. Tiffany McCarty var síógnandi í framlínu Breiðabliks.vísir/hulda margrét Af hverju vann Breiðablik? Þór/KA átti ágætis kafla í leiknum, sérstaklega í byrjun hans, en Breiðablik var sterkari aðilinn. Blikar teygðu vel á Akureyringum og ógnuðu sífellt með fyrirgjöfum. Agla María og Áslaug Munda voru mjög áberandi og gestunum gekk illa að verjast þeim. Hverjar stóðu upp úr? Agla María skoraði tvö mörk og var alltaf ógnandi. Hún hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og skorað í öllum leikjum Breiðabliks, alls fjögur mörk. Áslaug Munda átti stórfínan leik, sem kantmaður í fyrri hálfleik og bakvörður í þeim seinni, átti fjölmargar hættulegar fyrirgjafir og ein þeirra skilaði fyrsta marki leiksins. Tiffany var síógnandi, bæði með hlaupum inn fyrir vörn Þórs/KA og í loftinu, og hefði hæglega getað skorað fleiri en eitt mark. Þórdís Hrönn lék svo vel á miðjunni. Karen María Sigurgeirsdóttir var spræk á hægri kantinum hjá Þór/KA í upphafi leiks. Þá gerðu Sandra og María vel í markinu en var skipt út af fljótlega eftir það. Hvað gekk illa? Þór/KA gekk illa að verjast kantspili Breiðabliks og fann aldrei lausnir á því. Blikar skoruðu tvö mörk eftir fyrirgjafir og mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri. Harpa varði nokkrum sinnum vel en leit skelfilega út í öðru marki Breiðabliks þar sem hún missti boltann undir sig. Þá fá dómararnir mínus í kladdann fyrir að missa af markinu sem Þórdís Hrönn skoraði í upphafi leiks. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga heimaleiki á miðvikudaginn. Breiðablik fær nýliða Tindastóls í heimsókn á meðan Þór/KA tekur á móti Stjörnunni. Agla María: Áfall að tapa í Eyjum Agla María Albertsdóttir er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með fjögur mörk.vísir/hulda margrét Agla María Albertsdóttir var ánægð með hvernig Breiðablik svaraði fyrir sig eftir tapið fyrir ÍBV í síðustu umferð. „Það er geggjað að vera komnar aftur á sigurbraut og nauðsynlegt fyrir okkur, að sjá sjálfstraust og koma aftur til baka,“ sagði Agla María. Hún viðurkennir að það hafi verið áfall að tapa fyrir Eyjakonum í síðustu umferð. „Það má alveg segja það. Auðvitað vitum við að það er alltaf erfitt að fara til Eyja en við ætluðum við okkur að vinna leikinn. Það var svolítið sjokk að lenda 4-1 undir. Það er mjög langt síðan það gerðist síðast og ég man varla eftir því,“ sagði Agla María. Hún kvaðst sátt með frammistöðu Blika gegn Akureyringum í dag. „Mér fannst við spila mjög vel. Við fengum margar fyrirgjafir og kláruðum þær. Ég var mjög ánægð með þetta,“ sagði Agla María. Landsliðskonan hefur skorað í öllum þremur leikjum Breiðabliks á tímabilinu, alls fjögur mörk. „Ég er mjög ánægð hvernig þetta hefur byrjað hjá mér en aðalmálið er að vinna. Það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Agla María að endingu. Andri: Fyrirgjafirnar fóru með okkur Andri Hjörvar Albertsson segir Þór/KA hafa gert margt vel í leiknum.vísir/hulda margrét Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var að mörgu leyti sáttur með frammistöðuna gegn Breiðabliki þótt niðurstaðan hafi ekki verið góð fyrir hans lið. „Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Að sjálfsögðu vildum við ná í stig en sú varð ekki raunin í dag. En við verðum að horfa fram á veginn og það eru fullt af hlutum sem við getum tekið með okkur,“ sagði Andri eftir leik. Norðankonur voru óhræddar við að vera framarlega á vellinum í byrjun leiks og setja Blika undir pressu. „Við höfum séð lið pressa Breiðablik og við gerðum það mjög vel í byrjun leiks og settum þær í smá vandræði. En einhverra hluta vegna féllum við til baka og Breiðablik fékk að spila sinn leik of mikið, komast upp í hornin og ná fyrirgjöfum og þar vorum við því miður undir,“ sagði Andri. Breiðablik skoraði tvö mörk eftir fyrirgjafir í leiknum og þau hefðu getað orðið fleiri. „Blikar gera þetta mjög vel. Ég er samt ánægður með okkar lið, að ná að brjóta á bak aftur ákveðið spilupplegg Blika. Þær fóru ekki mikið í gegnum okkur en svæðin í hornunum og fyrirgjafirnar fóru með okkur,“ sagði Andri. Þór/KA minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu en aðeins sjö mínútum síðar skoraði Breiðablik þriðja mark sitt. „Við fengum smá von og blóð á tennurnar en Blikarnir svöruðu vel fyrir það og það sem eftir var leiks var þetta erfitt,“ sagði Andri að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA
Eftir tapið fyrir ÍBV komst Breiðablik aftur á sigurbraut þegar liðið vann 3-1 sigur á Þór/KA á Kópavogsvelli í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika og Tiffany McCarty eitt. Sandra Nabweteme skoraði mark Akureyringa. Breiðablik eru með sex stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Þór/KA þrjú. Blikar geta verið sáttir með sigurinn og ekki síður frammistöðuna sem var miklu betri en gegn Eyjakonum. Þá geta Blikar fagnað því að vera búnir að endurheimta Selmu Sól Magnúsdóttir sem kom inn á undir lokin og lék sinn fyrsta leik síðan 15. september 2019. Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti. Strax á upphafsmínútunni fékk Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir dauðafæri eftir hornspyrnu en skaut framhjá. Þór/KA voru einnig sókndjarfar í upphafi leiks og létu nokkrum sinnum vita af sér. Á 6. mínútu átti Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skot í slána og niður. Boltinn fór greinilega inn fyrir línuna en það fór framhjá dómurum leiksins. Blikar hertu tökin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og á 32. mínútu brutu þeir ísinn. Agla María skallaði boltann þá í netið eftir fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Tveimur mínútum síðar komst Collenn Kennedy í dauðafæri en Telma Ívarsdóttir varði og sá til þess að Breiðablik hélt forystunni. Tiffany átti svo tvö hættuleg skallafæri áður en fyrri hálfleikurinn var allur en Harpa Jóhannsdóttir varði. Hópamyndun í vítateig Þórs/KA.vísir/hulda margrét Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti. Á 50. mínútu átti Agla María skalla úr dauðafæri sem Harpa varði virkilega vel. Mínútu síðar fengu Blikar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Akureyringa. Agla María tók spyrnuna, lét vaða í markmannshornið og Harpa missti boltann afar klaufalega undir sig. Aðeins fjórum mínútum eftir mark Öglu Maríu minnkaði Þór/KA muninn. María Catharina Ólafsdóttir Gros sendi boltann þá út í vítateiginn á Söndru sem átti skot sem fór af Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur og í netið. Harpa varði frá Tiffany úr dauðafæri á 59. mínútu en kom engum vörnum við þegar Tiffany skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Hafrúnar. Eftir þetta fór mesta púðrið úr liðunum og hraðinn í leiknum datt niður. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og gestirnir ógnuðu forskoti heimakvenna ekki að neinu ráði. Lokatölur 3-1, Breiðabliki í vil. Tiffany McCarty var síógnandi í framlínu Breiðabliks.vísir/hulda margrét Af hverju vann Breiðablik? Þór/KA átti ágætis kafla í leiknum, sérstaklega í byrjun hans, en Breiðablik var sterkari aðilinn. Blikar teygðu vel á Akureyringum og ógnuðu sífellt með fyrirgjöfum. Agla María og Áslaug Munda voru mjög áberandi og gestunum gekk illa að verjast þeim. Hverjar stóðu upp úr? Agla María skoraði tvö mörk og var alltaf ógnandi. Hún hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og skorað í öllum leikjum Breiðabliks, alls fjögur mörk. Áslaug Munda átti stórfínan leik, sem kantmaður í fyrri hálfleik og bakvörður í þeim seinni, átti fjölmargar hættulegar fyrirgjafir og ein þeirra skilaði fyrsta marki leiksins. Tiffany var síógnandi, bæði með hlaupum inn fyrir vörn Þórs/KA og í loftinu, og hefði hæglega getað skorað fleiri en eitt mark. Þórdís Hrönn lék svo vel á miðjunni. Karen María Sigurgeirsdóttir var spræk á hægri kantinum hjá Þór/KA í upphafi leiks. Þá gerðu Sandra og María vel í markinu en var skipt út af fljótlega eftir það. Hvað gekk illa? Þór/KA gekk illa að verjast kantspili Breiðabliks og fann aldrei lausnir á því. Blikar skoruðu tvö mörk eftir fyrirgjafir og mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri. Harpa varði nokkrum sinnum vel en leit skelfilega út í öðru marki Breiðabliks þar sem hún missti boltann undir sig. Þá fá dómararnir mínus í kladdann fyrir að missa af markinu sem Þórdís Hrönn skoraði í upphafi leiks. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga heimaleiki á miðvikudaginn. Breiðablik fær nýliða Tindastóls í heimsókn á meðan Þór/KA tekur á móti Stjörnunni. Agla María: Áfall að tapa í Eyjum Agla María Albertsdóttir er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með fjögur mörk.vísir/hulda margrét Agla María Albertsdóttir var ánægð með hvernig Breiðablik svaraði fyrir sig eftir tapið fyrir ÍBV í síðustu umferð. „Það er geggjað að vera komnar aftur á sigurbraut og nauðsynlegt fyrir okkur, að sjá sjálfstraust og koma aftur til baka,“ sagði Agla María. Hún viðurkennir að það hafi verið áfall að tapa fyrir Eyjakonum í síðustu umferð. „Það má alveg segja það. Auðvitað vitum við að það er alltaf erfitt að fara til Eyja en við ætluðum við okkur að vinna leikinn. Það var svolítið sjokk að lenda 4-1 undir. Það er mjög langt síðan það gerðist síðast og ég man varla eftir því,“ sagði Agla María. Hún kvaðst sátt með frammistöðu Blika gegn Akureyringum í dag. „Mér fannst við spila mjög vel. Við fengum margar fyrirgjafir og kláruðum þær. Ég var mjög ánægð með þetta,“ sagði Agla María. Landsliðskonan hefur skorað í öllum þremur leikjum Breiðabliks á tímabilinu, alls fjögur mörk. „Ég er mjög ánægð hvernig þetta hefur byrjað hjá mér en aðalmálið er að vinna. Það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Agla María að endingu. Andri: Fyrirgjafirnar fóru með okkur Andri Hjörvar Albertsson segir Þór/KA hafa gert margt vel í leiknum.vísir/hulda margrét Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var að mörgu leyti sáttur með frammistöðuna gegn Breiðabliki þótt niðurstaðan hafi ekki verið góð fyrir hans lið. „Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Að sjálfsögðu vildum við ná í stig en sú varð ekki raunin í dag. En við verðum að horfa fram á veginn og það eru fullt af hlutum sem við getum tekið með okkur,“ sagði Andri eftir leik. Norðankonur voru óhræddar við að vera framarlega á vellinum í byrjun leiks og setja Blika undir pressu. „Við höfum séð lið pressa Breiðablik og við gerðum það mjög vel í byrjun leiks og settum þær í smá vandræði. En einhverra hluta vegna féllum við til baka og Breiðablik fékk að spila sinn leik of mikið, komast upp í hornin og ná fyrirgjöfum og þar vorum við því miður undir,“ sagði Andri. Breiðablik skoraði tvö mörk eftir fyrirgjafir í leiknum og þau hefðu getað orðið fleiri. „Blikar gera þetta mjög vel. Ég er samt ánægður með okkar lið, að ná að brjóta á bak aftur ákveðið spilupplegg Blika. Þær fóru ekki mikið í gegnum okkur en svæðin í hornunum og fyrirgjafirnar fóru með okkur,“ sagði Andri. Þór/KA minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu en aðeins sjö mínútum síðar skoraði Breiðablik þriðja mark sitt. „Við fengum smá von og blóð á tennurnar en Blikarnir svöruðu vel fyrir það og það sem eftir var leiks var þetta erfitt,“ sagði Andri að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti