Leggja fram 57 tillögur í norðurslóðamálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2021 22:31 Boðað var til blaðamannafundar í dag þar sem skýrslan var kynnt. Utanríkisráðuneytið Umfangsmikil skýrsla með fimmtíu og sjö tillögum um efnahagstækifæri á norðurslóðum var kynnt og afhent utanríkisráðherra í dag. Hann segir Ísland í lykilstöðu sem norðurslóðaríki og því þurfi að huga vel að því hvernig hægt sé að nýta sérstöðu landsins sem best. Tillögurnar eru í tíu köflum og kveða meðal annars á um nýjan loftferðasamning milli Íslands og Grænlands, uppfærðan loftferðasamning milli Íslands og Kína og að viðræðum verði haldið áfram um yfirflugsheimild yfir Rússland, auk þess sem beinu reglulegu flugi verði komið á til Rússlands og Kína, svo dæmi séu tekin. Þá verði Ísland samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða og að farið verði í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og í heilbrigðiskerfinu. „Það sem ég er að vonast til að sé að gerast og ég finn að er að gerast, er að ég finn að áhugi okkar allra er að aukast á þessu og þeir aðilar sem þurfa að málum að koma eru farnir að líta meira á það að við erum norðurslóðaþjóð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór skipaði starfshópinn í október 2019. Verkefnið var að greina heildstætt þann efnahagsuppgang sem fyrirséð er að verði á norðurslóðum og meta á þeim grundvelli hvernig best verði staðið að vörslu og eflingu íslenskra hagsmuna á svæðinu. „Ástæðan fyrir því að ég setti þessa hópa af stað er sú að orð eru til alls fyrst og við þurfum að fara að fara, og við höfum unnið að því, að búa okkur undir framtíðina. Loftslagsbreytingar hafa hlutfallslega meiri áhrif á norðurslóðum en annars staðar og það er eitthvað sem við þurfum að vera mjög meðvituð um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Árna Sigfússyni formanni starfshópsins, Sigþrúði Ármann, fulltrúa í starfshópnum (t.h.), og Nínu Björk Jónsdóttur, starfsmanni hópsins (t.v.)Utanríkisráðuneytið Árni Sigfússon, formaður starfshópsins, tekur undir það a bregðast þurfi við þeim breytingum sem séu að eiga sér stað. „Með hlýnun jarðar þá er heimsmyndin að færast norðar. Við erum að sjá fiskistofnana færast norðar, við erum að sjá opnast ný tækifæri, nýja auðlindastrauma í kringum Grænland, við erum að sjá jafnvel nýjar samgönguleiðir inn á norðurslóðir. Við erum við hlið þessara breytinga,” segir hann. „Við þurfum að byggja upp okkar áætlun, okkar stefnu, okkar aðgerðaáætlun til þess að mæta þessu en ekki síður hafa áhrif á það að við erum að vernda hér hreinleikann, tærleikann og sjálfbærnina.“ Utanríkisráðherra segir áhuga umheimsins stöðugt að aukast og slík tækifæri þurfi að nýta. „Áherslur okkar eru þær að við erum norðurskautsþjóð og við þurfum að taka það hlutverk alvarlega. Bæði þegar kemur að áskorunum en síðan eru líka ákveðin tækifæri, viðskiptatækifæri sem er verið að draga hér upp,“ segir Guðlaugur. Skýrsluna má nálgast hér. Norðurslóðir Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Tillögurnar eru í tíu köflum og kveða meðal annars á um nýjan loftferðasamning milli Íslands og Grænlands, uppfærðan loftferðasamning milli Íslands og Kína og að viðræðum verði haldið áfram um yfirflugsheimild yfir Rússland, auk þess sem beinu reglulegu flugi verði komið á til Rússlands og Kína, svo dæmi séu tekin. Þá verði Ísland samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða og að farið verði í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og í heilbrigðiskerfinu. „Það sem ég er að vonast til að sé að gerast og ég finn að er að gerast, er að ég finn að áhugi okkar allra er að aukast á þessu og þeir aðilar sem þurfa að málum að koma eru farnir að líta meira á það að við erum norðurslóðaþjóð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór skipaði starfshópinn í október 2019. Verkefnið var að greina heildstætt þann efnahagsuppgang sem fyrirséð er að verði á norðurslóðum og meta á þeim grundvelli hvernig best verði staðið að vörslu og eflingu íslenskra hagsmuna á svæðinu. „Ástæðan fyrir því að ég setti þessa hópa af stað er sú að orð eru til alls fyrst og við þurfum að fara að fara, og við höfum unnið að því, að búa okkur undir framtíðina. Loftslagsbreytingar hafa hlutfallslega meiri áhrif á norðurslóðum en annars staðar og það er eitthvað sem við þurfum að vera mjög meðvituð um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Árna Sigfússyni formanni starfshópsins, Sigþrúði Ármann, fulltrúa í starfshópnum (t.h.), og Nínu Björk Jónsdóttur, starfsmanni hópsins (t.v.)Utanríkisráðuneytið Árni Sigfússon, formaður starfshópsins, tekur undir það a bregðast þurfi við þeim breytingum sem séu að eiga sér stað. „Með hlýnun jarðar þá er heimsmyndin að færast norðar. Við erum að sjá fiskistofnana færast norðar, við erum að sjá opnast ný tækifæri, nýja auðlindastrauma í kringum Grænland, við erum að sjá jafnvel nýjar samgönguleiðir inn á norðurslóðir. Við erum við hlið þessara breytinga,” segir hann. „Við þurfum að byggja upp okkar áætlun, okkar stefnu, okkar aðgerðaáætlun til þess að mæta þessu en ekki síður hafa áhrif á það að við erum að vernda hér hreinleikann, tærleikann og sjálfbærnina.“ Utanríkisráðherra segir áhuga umheimsins stöðugt að aukast og slík tækifæri þurfi að nýta. „Áherslur okkar eru þær að við erum norðurskautsþjóð og við þurfum að taka það hlutverk alvarlega. Bæði þegar kemur að áskorunum en síðan eru líka ákveðin tækifæri, viðskiptatækifæri sem er verið að draga hér upp,“ segir Guðlaugur. Skýrsluna má nálgast hér.
Norðurslóðir Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira