Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2021 14:43 Rafhlaupahjólum hefur líklegast fjölgað mjög á götum höfuðborgarsvæðisins á undanförnu ári. Vísir/Vilhelm Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var frá 1. júní til 31. ágúst í fyrra. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar segir að fólk sem leitaði á bráðamóttöku á tímabilinu hafi verið beðið um að skrá hvar slysið átti sér stað, ástæður þess og notkun á hlífum og áfengi. Upplýsingum um áverka og afdrif hafi verið safnað úr sjúkraskrám Landspítala. Á áðurnefndu tímabili leituðu 149 einstaklingar á bráðamóttöku og voru þeir á aldrinum átta til 77 ára. 45 prósent þeirra voru yngri en átján ára og 58 prósent voru karlkyns. Þá reyndist meirihluti slysa hafa orðið vegna þess að farið var of hratt, viðkomandi hafi misst jafnvægi eða vegna ójafnra gatna. 38 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku voru með beinbrot og leggja þurfti sex prósent þeirra inn. Mikill meirihluti barna, eða 79 prósent, notuðu hjálm en einungis sautján prósent fullorðinna. Fjörutíu prósent fullorðinna sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis. Í gærkvöldi og í nótt voru tvö rafhlaupahjólaslys tilkynnt til lögreglu. Í öðru þeirra segir í dagbók lögreglu að viðkomandi hafi verið sjáanlega ölvaður. Frá síðasta sumri hafa nokkrar hlaupahjólaleigur bæst í flóruna á höfuðborgarsvæðinu en hlaupahjólunum sjálfum hefur líklegast fjölgað gífurlega mikið, þó engar staðfestar tölur liggi fyrir. Um 20.000 tæki voru flutt inn árið 2020, samanborið við 5.400 árið áður og 3.600 árið þar á undan. Það er utan við öll þau hlaupahjól sem eru í einkaeigu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að hlutfall einstaklinga yngri en átján ára sem slösuðust á rafhlaupahjóli hafi verið 45 prósent og það sé hærra en sést hafi í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. Það sé til marks um að fleiri rafhlaupahjól séu í einkaeigu hér á landi en gengur og gerist og börnum sé leyft að fara um á þeim. Þá segir að nánast enginn virðist nota aðrar hlífar en hjálma á rafhlaupahjólum. Beinbrot á efri útlim hafi reynst algengur áverki hjá þeim sem hafa slasast og því sé líklegt að aukin notkun á olnboga og úlnliðshlífum gæti dregið úr áverkatíðni. Umferð Umferðaröryggi Landspítalinn Rafhlaupahjól Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var frá 1. júní til 31. ágúst í fyrra. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar segir að fólk sem leitaði á bráðamóttöku á tímabilinu hafi verið beðið um að skrá hvar slysið átti sér stað, ástæður þess og notkun á hlífum og áfengi. Upplýsingum um áverka og afdrif hafi verið safnað úr sjúkraskrám Landspítala. Á áðurnefndu tímabili leituðu 149 einstaklingar á bráðamóttöku og voru þeir á aldrinum átta til 77 ára. 45 prósent þeirra voru yngri en átján ára og 58 prósent voru karlkyns. Þá reyndist meirihluti slysa hafa orðið vegna þess að farið var of hratt, viðkomandi hafi misst jafnvægi eða vegna ójafnra gatna. 38 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku voru með beinbrot og leggja þurfti sex prósent þeirra inn. Mikill meirihluti barna, eða 79 prósent, notuðu hjálm en einungis sautján prósent fullorðinna. Fjörutíu prósent fullorðinna sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis. Í gærkvöldi og í nótt voru tvö rafhlaupahjólaslys tilkynnt til lögreglu. Í öðru þeirra segir í dagbók lögreglu að viðkomandi hafi verið sjáanlega ölvaður. Frá síðasta sumri hafa nokkrar hlaupahjólaleigur bæst í flóruna á höfuðborgarsvæðinu en hlaupahjólunum sjálfum hefur líklegast fjölgað gífurlega mikið, þó engar staðfestar tölur liggi fyrir. Um 20.000 tæki voru flutt inn árið 2020, samanborið við 5.400 árið áður og 3.600 árið þar á undan. Það er utan við öll þau hlaupahjól sem eru í einkaeigu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að hlutfall einstaklinga yngri en átján ára sem slösuðust á rafhlaupahjóli hafi verið 45 prósent og það sé hærra en sést hafi í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. Það sé til marks um að fleiri rafhlaupahjól séu í einkaeigu hér á landi en gengur og gerist og börnum sé leyft að fara um á þeim. Þá segir að nánast enginn virðist nota aðrar hlífar en hjálma á rafhlaupahjólum. Beinbrot á efri útlim hafi reynst algengur áverki hjá þeim sem hafa slasast og því sé líklegt að aukin notkun á olnboga og úlnliðshlífum gæti dregið úr áverkatíðni.
Umferð Umferðaröryggi Landspítalinn Rafhlaupahjól Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira