Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 18:56 Byggingin, sem hér sést springa í loft upp, hýsti skrifstofur AP- og Al Jazeera-fréttastofanna. Vísir/AP Árásir Ísraelshers í Palestínu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð. Bygging sem hýsti fjölmiðlafólk á Gaza varð fyrir sprengingu í morgun og átta börn fórust í loftárás Ísraela í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. Al Jalaa-turninn, byggingin sem sprengd var í loft upp, hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera. Ísraelsher lét rýma bygginguna um klukkustund áður en sprengingin varð. Gary Pruitt forstjóri AP sagði í dag að litlu hefði mátt muna að mannfall yrði. „Um tólf fréttamenn og verktakar AP voru inni í byggingunni og sem betur fer náðum við að forða þeim út í tæka tíð. Heimurinn mun vita minna um það sem á sér stað á Gasasvæðinu vegna þess sem gerðist í dag,“ sagði Pruitt í yfirlýsingu. Ísraelsher hélt því fram í dag að í byggingunni hefði verið „herbúnaður“ hinna palestínsku Hamas-samtaka en BBC hefur eftir umsjónarmanni byggingarinnar að svo hafi ekki verið. Þá sprengdi Ísraelsher einnig heimili Khalil al Hayeh, einn helsta leiðtoga Hamas. Síðdegis í dag höfðu næstum hundrað og fjörutíu farist í árásum Ísraelshers á Gasasvæðinu, þar af þrjátíu og níu börn. Tíu fórust í mannskæðustu loftárás hersins á flóttamannabúðir á svæðinu í nótt. Átta börn voru meðal látinna - þrjú þeirra voru börn Mohammed Hadidi fjölskylduföður á Gasa en hann missti auk þess eiginkonu sína í árásinni. Sex mánaða sonur hans Omar var sá eini sem komst lífs af. Sjö hafa farist í árásum Hamas í Ísrael, samkvæmt frétt Guardian síðdegis. Í dag var efnt til mótmæla víða um heim gegn framgöngu Ísraelshers á Gasa, þar á meðal í Madríd, Berlín og París. Táragasi og vatnsbyssum var beitt á mótmælendur í síðastnefndu borginni en yfirvöld höfðu bannað mótmælin af ótta við að óeirðir brytust út. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30 Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Al Jalaa-turninn, byggingin sem sprengd var í loft upp, hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera. Ísraelsher lét rýma bygginguna um klukkustund áður en sprengingin varð. Gary Pruitt forstjóri AP sagði í dag að litlu hefði mátt muna að mannfall yrði. „Um tólf fréttamenn og verktakar AP voru inni í byggingunni og sem betur fer náðum við að forða þeim út í tæka tíð. Heimurinn mun vita minna um það sem á sér stað á Gasasvæðinu vegna þess sem gerðist í dag,“ sagði Pruitt í yfirlýsingu. Ísraelsher hélt því fram í dag að í byggingunni hefði verið „herbúnaður“ hinna palestínsku Hamas-samtaka en BBC hefur eftir umsjónarmanni byggingarinnar að svo hafi ekki verið. Þá sprengdi Ísraelsher einnig heimili Khalil al Hayeh, einn helsta leiðtoga Hamas. Síðdegis í dag höfðu næstum hundrað og fjörutíu farist í árásum Ísraelshers á Gasasvæðinu, þar af þrjátíu og níu börn. Tíu fórust í mannskæðustu loftárás hersins á flóttamannabúðir á svæðinu í nótt. Átta börn voru meðal látinna - þrjú þeirra voru börn Mohammed Hadidi fjölskylduföður á Gasa en hann missti auk þess eiginkonu sína í árásinni. Sex mánaða sonur hans Omar var sá eini sem komst lífs af. Sjö hafa farist í árásum Hamas í Ísrael, samkvæmt frétt Guardian síðdegis. Í dag var efnt til mótmæla víða um heim gegn framgöngu Ísraelshers á Gasa, þar á meðal í Madríd, Berlín og París. Táragasi og vatnsbyssum var beitt á mótmælendur í síðastnefndu borginni en yfirvöld höfðu bannað mótmælin af ótta við að óeirðir brytust út.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30 Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30
Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17
Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54