Þórsaraslagur í Þorlákshöfn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 10:34 Larry Thomas hefur verið einn besti leikmaður Þórs Þorlákshafnar í vetur. Þór Þorlákshöfn tekur á móti nöfnum sínum í Þór Akureyri í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Þór Þ. hafnaði í öðru sæti deildarinnar, en Þór Ak. í því sjöunda. Sérfræðingar körfuboltakvölds fóru yfir þessa viðureign í þætti sínum í vikunni. Í upphafi var farið yfir tölfræði liðanna, en þar kom margt áhugavert í ljós. Liðin unnu sinn leikinn hvor þegar þau mættust í vetur. Strákarnir frá Þorlákshöfn standa betur að vígi í nánast öllum tölfræðiþáttum vetrarins. Það kemur líklega fáum á óvart sem fylgjast með Domino's deildinni að Þór Þ. er tölfræðilega með eina allra bestu sókn deildarinnar, en þegar komið er í úrslitakeppni getur allt gerst. „Það geta allir skotið í þessu liði“ Drengirnir byrjuðu á því að ræða um lið Þorlákshafnar og hvaða leikmenn væru þeir sem mest myndi mæða á í þessari rimmu. Larry Thomas, Styrmir Snær og Callum Lawson voru þeir þrír leikmenn sem nefndir voru, en Benedikt Guðmundsson benti á það að skotógn Þórs frá Þorlákshöfn væri gífurleg. „Það geta allir skotið þriggja stiga í þessu liði. Það er alveg sama hver það er, það voru níu leikmenn sem skoruðu þrist á Egilstöðum um daginn,“ sagði Benedikt. „Lárus þjálfari vill ekki leikmenn sem geta ekki skotið þriggja. Hann vill að menn geti skotið og að menn geti teygt gólfið þannig að það er mjög erfitt að verjast þessu liði.“ Adomas Drungilas verður ekki með Þór Þ. í fyrstu þrem leikjum úrslitakeppninnar, en hann er í banni eftir að hafa gefið Guy Edi olnbogaskot seinast þegar þessi tvö lið mættust. „Þórsararnir hafa samt sýnt að þeir geta spilað vel án hans. Ég sé fyrir mér að þetta fari í fimm leiki. Liðin vinna heimaleikina sína og Þór Þorlákshöfn fer áfram eftir oddaleik á heimavelli,“ sagði Benedikt. Teitur Örlygsson greip þá boltann á lofti og lét óánægju sína með Drungilas í ljós. „Þetta bann kemur út frá leik þar sem þessi lið voru að spila innbyrgðis og það gæti kannski hleypt smá illu blóði í menn.“ „En þetta er náttúrulega alveg síðasta sort með Drungilas. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í annað skipti heldur í þriðja skipti sem hann gerir þetta. Ég hugsa að einhver í kringum liðið hugsi núna um að reka hann.“ „Ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi“ Næst var umræðan fær að liði Akureyringa. Sérfræðingarnir voru sammála um það að Dedrick Deon Basile þurfi að eiga góða seríu til að Akureyringar eigi séns, en hann er í banni í fyrsta leik. „Lykillinn hjá Þór Akureyri er að brjóta niður tempóið, en ég er ekki að sjá að Akureyringarnir séu með mannskapinn í það,“ sagði Teitur Örlygsson. Eins og áður segir verður Dedrick ekki með í fyrsta leik liðanna. Hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur, og gerði gott betur en að hjálpa til við að halda liðinu uppi. „Þetta er hinn nýji Chuck Norris,“ sagði Benedikt. “Mig minnir að ég hafi sagt á sínum tíma að þeir þyrftu kana og ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi.“ Ivan Aurrecoechea hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds og það mun mæða mikið á honum, sérstaklega í fyrsta leik þegar Dedrick verður ekki með. „Þetta er bara algjört skrýmsli þarna inni í teig. Sama hvort að hann sé í fráköstum eða troðandi öllu þarna í kringum hringinn.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en liðin mætast í kvöld klukkan 19:15. Klippa: Þór Þ. - Þór Ak. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Í upphafi var farið yfir tölfræði liðanna, en þar kom margt áhugavert í ljós. Liðin unnu sinn leikinn hvor þegar þau mættust í vetur. Strákarnir frá Þorlákshöfn standa betur að vígi í nánast öllum tölfræðiþáttum vetrarins. Það kemur líklega fáum á óvart sem fylgjast með Domino's deildinni að Þór Þ. er tölfræðilega með eina allra bestu sókn deildarinnar, en þegar komið er í úrslitakeppni getur allt gerst. „Það geta allir skotið í þessu liði“ Drengirnir byrjuðu á því að ræða um lið Þorlákshafnar og hvaða leikmenn væru þeir sem mest myndi mæða á í þessari rimmu. Larry Thomas, Styrmir Snær og Callum Lawson voru þeir þrír leikmenn sem nefndir voru, en Benedikt Guðmundsson benti á það að skotógn Þórs frá Þorlákshöfn væri gífurleg. „Það geta allir skotið þriggja stiga í þessu liði. Það er alveg sama hver það er, það voru níu leikmenn sem skoruðu þrist á Egilstöðum um daginn,“ sagði Benedikt. „Lárus þjálfari vill ekki leikmenn sem geta ekki skotið þriggja. Hann vill að menn geti skotið og að menn geti teygt gólfið þannig að það er mjög erfitt að verjast þessu liði.“ Adomas Drungilas verður ekki með Þór Þ. í fyrstu þrem leikjum úrslitakeppninnar, en hann er í banni eftir að hafa gefið Guy Edi olnbogaskot seinast þegar þessi tvö lið mættust. „Þórsararnir hafa samt sýnt að þeir geta spilað vel án hans. Ég sé fyrir mér að þetta fari í fimm leiki. Liðin vinna heimaleikina sína og Þór Þorlákshöfn fer áfram eftir oddaleik á heimavelli,“ sagði Benedikt. Teitur Örlygsson greip þá boltann á lofti og lét óánægju sína með Drungilas í ljós. „Þetta bann kemur út frá leik þar sem þessi lið voru að spila innbyrgðis og það gæti kannski hleypt smá illu blóði í menn.“ „En þetta er náttúrulega alveg síðasta sort með Drungilas. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í annað skipti heldur í þriðja skipti sem hann gerir þetta. Ég hugsa að einhver í kringum liðið hugsi núna um að reka hann.“ „Ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi“ Næst var umræðan fær að liði Akureyringa. Sérfræðingarnir voru sammála um það að Dedrick Deon Basile þurfi að eiga góða seríu til að Akureyringar eigi séns, en hann er í banni í fyrsta leik. „Lykillinn hjá Þór Akureyri er að brjóta niður tempóið, en ég er ekki að sjá að Akureyringarnir séu með mannskapinn í það,“ sagði Teitur Örlygsson. Eins og áður segir verður Dedrick ekki með í fyrsta leik liðanna. Hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur, og gerði gott betur en að hjálpa til við að halda liðinu uppi. „Þetta er hinn nýji Chuck Norris,“ sagði Benedikt. “Mig minnir að ég hafi sagt á sínum tíma að þeir þyrftu kana og ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi.“ Ivan Aurrecoechea hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds og það mun mæða mikið á honum, sérstaklega í fyrsta leik þegar Dedrick verður ekki með. „Þetta er bara algjört skrýmsli þarna inni í teig. Sama hvort að hann sé í fráköstum eða troðandi öllu þarna í kringum hringinn.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en liðin mætast í kvöld klukkan 19:15. Klippa: Þór Þ. - Þór Ak. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira