Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 16:46 Sigurður lýsti meiðslum sínum í færslu á dögunum. @siggiworld Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. Raunar stóð til að kapparnir legðu í hann í gær en brottför var frestað um sólarhring vegna veðurs. Fjallgöngumenn í Himalajafjöllunum fylgjast vel með veðurspám og reyna að finna góðan veðurglugga fyrir göngur sínar. Nægt er erfiðið og hættan án þess að veður vinni á móti manni. Félagarnir eru sem kunnugt er í áheitasöfnun fyrir Umhyggju - styrktarfélag langveikra barna og hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum í sex vikur. Tveggja manna teymið varð fyrir áfalli fyrir tveimur vikum þegar Sigurður sneri illa upp á hnéð í æfingagöngu. Hann lýsir miklum þjáningum á göngu sinni aftur í grunnbúðir. View this post on Instagram A post shared by Heimir F. Hallgrimsson (@heimirhallgrimsson) Eftir að hafa aflað sér ráðgjafar hjá sérfræðingum heima á Íslandi var ákveðið að hann myndi reyna að styrkja hnéð í fimm daga. Að sjö dögum loknum var hnéð en í hakki og ekkert annað í stöðunni en að fljúga með þyrlu til höfuðborgarinnar Katmandú og fá læknisráðgjöf. Tilfinningarnar voru blendnar þegar hann steig um borð í þyrluna. „Ein erfiðasta fjallgöngureynsla mín var þegar ég sá félaga minn fluttan á brott með þyrlu,“ sagði Sigurður í færslu á Instagram þar sem hann rakti meiðslasöguna. Óvissan um áframhaldið hafi verið mikil. Einu orð Heimis til sín hafi verið að snúa aftur í grunnbúðir, þeir ættu að klára gönguna saman. Heimir og Sigurður leggja í hann um klukkan 19:15 að íslenskum tíma. Þá er klukkan eitt að næturlagi í Nepal. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. „Ég verð að vera tilbúinn að sætta mig við það að snúa við ef meiðsli mín hafa áhrif á öryggi mitt eða hópsins,“ sagðir Sigurður. Hann kom aftur í grunnbúðir með þyrlu í gær og er fullur þakklætis að fá að reyna aftur. Og nú er komið að stóru stundinni. Heimir segir í færslu á Instagram að veðurglugginn líti vel út og vonandi haldist sú spá. Planið sé að standa á toppi Everest á bilinu 21. til 23. maí með fána Umhyggju. Rætt var við Heimi í Íslandi í dag í janúar. Everest Fjallamennska Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Sjá meira
Raunar stóð til að kapparnir legðu í hann í gær en brottför var frestað um sólarhring vegna veðurs. Fjallgöngumenn í Himalajafjöllunum fylgjast vel með veðurspám og reyna að finna góðan veðurglugga fyrir göngur sínar. Nægt er erfiðið og hættan án þess að veður vinni á móti manni. Félagarnir eru sem kunnugt er í áheitasöfnun fyrir Umhyggju - styrktarfélag langveikra barna og hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum í sex vikur. Tveggja manna teymið varð fyrir áfalli fyrir tveimur vikum þegar Sigurður sneri illa upp á hnéð í æfingagöngu. Hann lýsir miklum þjáningum á göngu sinni aftur í grunnbúðir. View this post on Instagram A post shared by Heimir F. Hallgrimsson (@heimirhallgrimsson) Eftir að hafa aflað sér ráðgjafar hjá sérfræðingum heima á Íslandi var ákveðið að hann myndi reyna að styrkja hnéð í fimm daga. Að sjö dögum loknum var hnéð en í hakki og ekkert annað í stöðunni en að fljúga með þyrlu til höfuðborgarinnar Katmandú og fá læknisráðgjöf. Tilfinningarnar voru blendnar þegar hann steig um borð í þyrluna. „Ein erfiðasta fjallgöngureynsla mín var þegar ég sá félaga minn fluttan á brott með þyrlu,“ sagði Sigurður í færslu á Instagram þar sem hann rakti meiðslasöguna. Óvissan um áframhaldið hafi verið mikil. Einu orð Heimis til sín hafi verið að snúa aftur í grunnbúðir, þeir ættu að klára gönguna saman. Heimir og Sigurður leggja í hann um klukkan 19:15 að íslenskum tíma. Þá er klukkan eitt að næturlagi í Nepal. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. „Ég verð að vera tilbúinn að sætta mig við það að snúa við ef meiðsli mín hafa áhrif á öryggi mitt eða hópsins,“ sagðir Sigurður. Hann kom aftur í grunnbúðir með þyrlu í gær og er fullur þakklætis að fá að reyna aftur. Og nú er komið að stóru stundinni. Heimir segir í færslu á Instagram að veðurglugginn líti vel út og vonandi haldist sú spá. Planið sé að standa á toppi Everest á bilinu 21. til 23. maí með fána Umhyggju. Rætt var við Heimi í Íslandi í dag í janúar.
Everest Fjallamennska Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Sjá meira