Fyrri hálfleikur langbesta frammistaða Víkings undir minni stjórn Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2021 21:33 Arnar Gunnlaugsson og hans menn hafa byrjað tímabilið afar vel. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson var skiljanlega kampakátur eftir að hafa stýrt Víkingum upp í toppsæti Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta með frábærum 3-0 sigri gegn Breiðabliki. Breiðablik skapaði sér ekki eitt einasta færi í fyrri hálfleik en Víkingar hefðu getað skorað fleiri mörk en það sem Pablo Punyed gerði eftir frábæra sókn þeirra. „Fyrri hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu og lagði grunninn að þessum sigri. Þetta var „by far“ besta frammistaðan undir minni stjórn, þessi fyrri hálfleikur. Við höfðum svo góða stjórn og það er sama hvar drepið er niður. Varnarleikurinn, upphlaupin og markið var ekki af verri gerðinni,“ sagði Arnar. Víkingar eru nú með 10 stig eftir fjóra leiki og hafa heldur betur farið vel af stað, eins og þeir vildu gera í fyrra þegar þeir settu markið mjög hátt fyrir mót en enduðu aðeins í 10. sæti: „Við vorum ekkert hræðilegir í fyrra en það gekk ekkert upp einhvern veginn og við gáfumst of fljótt upp. En þessi leikur er yndislegur og gefur þér önnur tækifæri og við erum búnir að nýta veturinn vel, mæta sterkir til leiks og þetta var hörkuleikur í dag. 3-0 en Blikar eru rosalega vel spilandi lið og við þurftum allir sem einn að eiga toppleik í dag til að vinna í dag,“ sagði Arnar. Vissi að Kwame væri með blóð á tönnunum „Við ætluðum að pressa hátt en þeir stundum leysa það mjög vel. En við vorum mjög þéttir til baka og fljótir að skila okkur í stöðu, og gríðarlega fljótir að stíga fram á nýjan leik. Mér fannst það vera lykillinn gegn Blikum. Að gefa þeim ekki mikinn tíma með boltann,“ sagði Arnar. Kwame Quee lék sinn fyrsta leik í sumar en hann kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, eftir að hafa fengið félagaskipti sín frá Breiðabliki staðfest á miðvikudaginn. Hann innsiglaði sigur Víkinga með marki í blálokin: „Hann er búinn að vera í sóttkví karlgreyið og það er nú ákveðið mannréttindabrot að hann hafi ekki fengið að spila fyrir okkur fyrr. En þegar þú spilar gegn gömlu félögunum, sem þú ferð ósáttur frá af því að þú spilaðir ekki mikið, þá ertu með blóð á tönnunum og vilt sýna hvað þú getur. Ég fann að hann var tilbúinn í að mæta inn á og gera sitt besta,“ sagði Arnar og bætti við: „Gaurinn er bara búinn að æfa með okkur í korter en ég þekki það sjálfur að þegar maður spilar á móti gömlum félögum þá er eitthvað extra sem maður vill sýna.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli Sjá meira
Breiðablik skapaði sér ekki eitt einasta færi í fyrri hálfleik en Víkingar hefðu getað skorað fleiri mörk en það sem Pablo Punyed gerði eftir frábæra sókn þeirra. „Fyrri hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu og lagði grunninn að þessum sigri. Þetta var „by far“ besta frammistaðan undir minni stjórn, þessi fyrri hálfleikur. Við höfðum svo góða stjórn og það er sama hvar drepið er niður. Varnarleikurinn, upphlaupin og markið var ekki af verri gerðinni,“ sagði Arnar. Víkingar eru nú með 10 stig eftir fjóra leiki og hafa heldur betur farið vel af stað, eins og þeir vildu gera í fyrra þegar þeir settu markið mjög hátt fyrir mót en enduðu aðeins í 10. sæti: „Við vorum ekkert hræðilegir í fyrra en það gekk ekkert upp einhvern veginn og við gáfumst of fljótt upp. En þessi leikur er yndislegur og gefur þér önnur tækifæri og við erum búnir að nýta veturinn vel, mæta sterkir til leiks og þetta var hörkuleikur í dag. 3-0 en Blikar eru rosalega vel spilandi lið og við þurftum allir sem einn að eiga toppleik í dag til að vinna í dag,“ sagði Arnar. Vissi að Kwame væri með blóð á tönnunum „Við ætluðum að pressa hátt en þeir stundum leysa það mjög vel. En við vorum mjög þéttir til baka og fljótir að skila okkur í stöðu, og gríðarlega fljótir að stíga fram á nýjan leik. Mér fannst það vera lykillinn gegn Blikum. Að gefa þeim ekki mikinn tíma með boltann,“ sagði Arnar. Kwame Quee lék sinn fyrsta leik í sumar en hann kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, eftir að hafa fengið félagaskipti sín frá Breiðabliki staðfest á miðvikudaginn. Hann innsiglaði sigur Víkinga með marki í blálokin: „Hann er búinn að vera í sóttkví karlgreyið og það er nú ákveðið mannréttindabrot að hann hafi ekki fengið að spila fyrir okkur fyrr. En þegar þú spilar gegn gömlu félögunum, sem þú ferð ósáttur frá af því að þú spilaðir ekki mikið, þá ertu með blóð á tönnunum og vilt sýna hvað þú getur. Ég fann að hann var tilbúinn í að mæta inn á og gera sitt besta,“ sagði Arnar og bætti við: „Gaurinn er bara búinn að æfa með okkur í korter en ég þekki það sjálfur að þegar maður spilar á móti gömlum félögum þá er eitthvað extra sem maður vill sýna.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn