Benedikt Bogason með 423 þúsund krónur á mánuði hjá HÍ Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2021 10:55 Hæstiréttur Íslands fagnaði í fyrra 100 ára afmæli og af því tilefni ákvað Háskóli Íslands að standa fyrir útgáfu rits sem hefur að geyma fræðiritgerðir á sviði réttarfars. Fremstir á myndinni eru Benedikt Bogason og Jón Atli Benediktsson rektor. Rektor Háskóla Íslands Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar prófessor í 48 prósenta starfshlutfalli og þiggur fyrir það mánaðarlaun sem nema 423.003 krónum. Karl Axelsson hæstaréttardómari er með mánaðarlaun hjá skólanum sem eru í samræmi við 20 prósenta dósentstöðu og nema þau liðlega 142 þúsund krónum á mánuði. Föst mánaðarlaun hjá Hæstarétti nema 2,207 milljónum króna Í stjórnarfrumvarpi sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir á löggjafarþingi 2018-2019 segir um laun forseta Hæstaréttar að þau skuli 2.008.085 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 526.460 kr. á mánuði. Þessi tala hefur hækkað í samræmi við breytingu á launavísitölu opinberra starfsmanna og nú 2,207 milljónir króna. „Laun varaforseta Hæstaréttar nema 1.891.910 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 459.456 kr. á mánuði. Laun annarra hæstaréttardómara nema 1.844.401 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 459.456 kr. á mánuði.“ Vísir sendi einnig fyrirspurn til HR en svar við henni hefur ekki borist en samkvæmt vef Hæstaréttar í hagsmunaskráningu sinnir Ólafur Börkur Þorvaldsson stundakennslu við skólann. Rausnarleg laun dómara eru meðal annars hugsuð sem svo að þeir geti verið óháðir fjárhagslega og ekki útsettir fyrir mútum. Vísir sagði um helgina af grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari skrifaði en þar taldi hann það ekki forsvaranlegt að hæstaréttardómarar væru að sækja sér aukatekjur utan Hæstaréttar; á sínum tíma hugmyndin með millidómstigi verið sú að minnka álag á Hæstarétti svo dómar mættu vera vandaðir. Ása og Björg að ljúka verkefnum fyrir skólann Í svari við fyrirspurn Vísis segir í svörum frá Háskólanum að hæstaréttardómarar sem starfa við Lagadeild Háskóla Íslands, þau séu: Ása Ólafsdóttir prófessor í 15 prósenta starfshlutfalli tímabundið, sem tengjast starfslokum hennar í nóvember 2020 og Björg Thorarensen prófessor er í 25% hlutfalli tímabundiðtengdum starfslokum hennar í nóvember 2020. Þær séu í raun að ljúka verkefnum sem þau höfðu tekist á hendur áður en þær voru skipaðar dómarar við réttinn. Litlir kærleikar eru með Benedikt Bogasyni og Jóni Steinari sem hefur gagnrýnt Hæstarétt harðlega.vísir En Jón Steinar gagnrýnir ekki aðeins það að hæstaréttardómarar séu að sækja sér aukagetu heldur vill hann meina að þetta geti komið niður á óhæði réttarins. „Það er líka ekki boðlegt það bandalag sem myndast með þessum hætti milli lagadeildar HÍ og réttarins. Deildin hefur því hlutverki að gegna að fjalla með gagnrýnum hætti um dómaframkvæmd í landinu. En þarna eru allir vinir. Þeir gefa út heiðursrit hinum til vegsemdar og sitja saman í nefndum, sem fara með veigamikil völd í dómskerfinu, t.d. við að meta hæfni dómaraefna. Augljós dæmi eru fyrir hendi um misnotkun á þessu síðastnefnda valdi,“ skrifar Jón Steinar meðal annars í pistli sínum. Sitt sýnist hverjum Vísir hefur rætt við fyrrverandi laganema sem telja það mikilvægt að akademían sé í tengslum við praxísinn, þannig að á þessu máli eru ýmsir fletir. Nokkur umræða hefur sprottið upp í samfélaginu vegna þessara skrifa Jóns Steinars. Þannig segist Andrés Jónsson almannatengill á sinni Twittersíðu að þetta góð ábendingu hjá Jóni Steinari með aukastörf hæstaréttardómara. „Fáar stéttir sem njóta jafn góðra kjara og þau, m.a. til að tryggja óhæði þeirra.“ Ekki oft sammála Jóni Steinari en þetta er góð ábending með aukastörf hæstaréttardómara. Fáar stéttir sem njóta jafn góðra kjara og þau, m.a. til að tryggja óhæði þeirra. https://t.co/JAgV2DgB41— Andres Jonsson (@andresjons) May 16, 2021 Í athugasemd þar við segir Bjarni Már Magnússon prófessor við Háskólann í Reykjavík að svo virðist sem nokkrir kærleikar, eða sérstakt samband sé, milli Háskóla Íslands og Hæstaréttar. Hann tengir við færslu rektors þar sem myndin sem er við þessa frétt er birt. Bjarni Már bendir jafnframt og meðal annars á grein sem birtist í Kjarnanum í fyrra þar sem fjallað er um aukastörf dómara sem mörgum þykja óeðlileg. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur hins vegar Jón Steinar vera beran af tvískinnungi, að hætti hússins. Sveinn bendir á að árið 2004, þegar Jón Steinar var nýskipaður við Hæstarétt, hafi hann sjálfur svarað spurningu um það hvort hann vildi halda áfram kennslu við HR á þann hátt að það væri óvíst. En hann hefði áhuga á að gera það. Ef hann komi því við, tímans vegna. En 2021 hafi honum snúist hugur og saki nú dómara um að sjá sér leik á borði, þegar álagið í Hæstarétti minnkaði, að taka að sér vel launuð aukastörf, eins og við kennslu í háskólanum.: Undanfarin ár hefur Hæstiréttur tilnefnt 33 starfsmenn lagadeildar Háskóla Íslands til einhverra starfa, sjö starfsmenn lagadeildar Háskólans í Reykjavík, enga frá Háskólanum á Akureyri eða Bifröst. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Jónssonar Pírötum. Uppfært 15:50 Þegar laun Benedikts við Hæstarétt voru tilgreind var vitnað til stjórnarfrumvarps sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir á löggjafarþingi 2018-2019, að laun forseta Hæstaréttar að þau skuli 2.008.085 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 526.460 kr. á mánuði. Mistök urðu við vinnslu fréttarinnar og greiðsla fyrir yfirvinnu og álag voru lögð saman þegar hún er hluti heildargreiðslu. Rétt tala er, uppfærð að teknu tilliti til árlegrar hækkunar: 2,207 milljónir króna. Hefur fréttin verið uppfærð að teknu tilliti til þessa og beðist velvirðingar á mistökunum. Aukastörf dómara Dómstólar Skóla - og menntamál Háskólar Stjórnsýsla Stjórnarskrá Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Karl Axelsson hæstaréttardómari er með mánaðarlaun hjá skólanum sem eru í samræmi við 20 prósenta dósentstöðu og nema þau liðlega 142 þúsund krónum á mánuði. Föst mánaðarlaun hjá Hæstarétti nema 2,207 milljónum króna Í stjórnarfrumvarpi sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir á löggjafarþingi 2018-2019 segir um laun forseta Hæstaréttar að þau skuli 2.008.085 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 526.460 kr. á mánuði. Þessi tala hefur hækkað í samræmi við breytingu á launavísitölu opinberra starfsmanna og nú 2,207 milljónir króna. „Laun varaforseta Hæstaréttar nema 1.891.910 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 459.456 kr. á mánuði. Laun annarra hæstaréttardómara nema 1.844.401 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 459.456 kr. á mánuði.“ Vísir sendi einnig fyrirspurn til HR en svar við henni hefur ekki borist en samkvæmt vef Hæstaréttar í hagsmunaskráningu sinnir Ólafur Börkur Þorvaldsson stundakennslu við skólann. Rausnarleg laun dómara eru meðal annars hugsuð sem svo að þeir geti verið óháðir fjárhagslega og ekki útsettir fyrir mútum. Vísir sagði um helgina af grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari skrifaði en þar taldi hann það ekki forsvaranlegt að hæstaréttardómarar væru að sækja sér aukatekjur utan Hæstaréttar; á sínum tíma hugmyndin með millidómstigi verið sú að minnka álag á Hæstarétti svo dómar mættu vera vandaðir. Ása og Björg að ljúka verkefnum fyrir skólann Í svari við fyrirspurn Vísis segir í svörum frá Háskólanum að hæstaréttardómarar sem starfa við Lagadeild Háskóla Íslands, þau séu: Ása Ólafsdóttir prófessor í 15 prósenta starfshlutfalli tímabundið, sem tengjast starfslokum hennar í nóvember 2020 og Björg Thorarensen prófessor er í 25% hlutfalli tímabundiðtengdum starfslokum hennar í nóvember 2020. Þær séu í raun að ljúka verkefnum sem þau höfðu tekist á hendur áður en þær voru skipaðar dómarar við réttinn. Litlir kærleikar eru með Benedikt Bogasyni og Jóni Steinari sem hefur gagnrýnt Hæstarétt harðlega.vísir En Jón Steinar gagnrýnir ekki aðeins það að hæstaréttardómarar séu að sækja sér aukagetu heldur vill hann meina að þetta geti komið niður á óhæði réttarins. „Það er líka ekki boðlegt það bandalag sem myndast með þessum hætti milli lagadeildar HÍ og réttarins. Deildin hefur því hlutverki að gegna að fjalla með gagnrýnum hætti um dómaframkvæmd í landinu. En þarna eru allir vinir. Þeir gefa út heiðursrit hinum til vegsemdar og sitja saman í nefndum, sem fara með veigamikil völd í dómskerfinu, t.d. við að meta hæfni dómaraefna. Augljós dæmi eru fyrir hendi um misnotkun á þessu síðastnefnda valdi,“ skrifar Jón Steinar meðal annars í pistli sínum. Sitt sýnist hverjum Vísir hefur rætt við fyrrverandi laganema sem telja það mikilvægt að akademían sé í tengslum við praxísinn, þannig að á þessu máli eru ýmsir fletir. Nokkur umræða hefur sprottið upp í samfélaginu vegna þessara skrifa Jóns Steinars. Þannig segist Andrés Jónsson almannatengill á sinni Twittersíðu að þetta góð ábendingu hjá Jóni Steinari með aukastörf hæstaréttardómara. „Fáar stéttir sem njóta jafn góðra kjara og þau, m.a. til að tryggja óhæði þeirra.“ Ekki oft sammála Jóni Steinari en þetta er góð ábending með aukastörf hæstaréttardómara. Fáar stéttir sem njóta jafn góðra kjara og þau, m.a. til að tryggja óhæði þeirra. https://t.co/JAgV2DgB41— Andres Jonsson (@andresjons) May 16, 2021 Í athugasemd þar við segir Bjarni Már Magnússon prófessor við Háskólann í Reykjavík að svo virðist sem nokkrir kærleikar, eða sérstakt samband sé, milli Háskóla Íslands og Hæstaréttar. Hann tengir við færslu rektors þar sem myndin sem er við þessa frétt er birt. Bjarni Már bendir jafnframt og meðal annars á grein sem birtist í Kjarnanum í fyrra þar sem fjallað er um aukastörf dómara sem mörgum þykja óeðlileg. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur hins vegar Jón Steinar vera beran af tvískinnungi, að hætti hússins. Sveinn bendir á að árið 2004, þegar Jón Steinar var nýskipaður við Hæstarétt, hafi hann sjálfur svarað spurningu um það hvort hann vildi halda áfram kennslu við HR á þann hátt að það væri óvíst. En hann hefði áhuga á að gera það. Ef hann komi því við, tímans vegna. En 2021 hafi honum snúist hugur og saki nú dómara um að sjá sér leik á borði, þegar álagið í Hæstarétti minnkaði, að taka að sér vel launuð aukastörf, eins og við kennslu í háskólanum.: Undanfarin ár hefur Hæstiréttur tilnefnt 33 starfsmenn lagadeildar Háskóla Íslands til einhverra starfa, sjö starfsmenn lagadeildar Háskólans í Reykjavík, enga frá Háskólanum á Akureyri eða Bifröst. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Jónssonar Pírötum. Uppfært 15:50 Þegar laun Benedikts við Hæstarétt voru tilgreind var vitnað til stjórnarfrumvarps sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir á löggjafarþingi 2018-2019, að laun forseta Hæstaréttar að þau skuli 2.008.085 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 526.460 kr. á mánuði. Mistök urðu við vinnslu fréttarinnar og greiðsla fyrir yfirvinnu og álag voru lögð saman þegar hún er hluti heildargreiðslu. Rétt tala er, uppfærð að teknu tilliti til árlegrar hækkunar: 2,207 milljónir króna. Hefur fréttin verið uppfærð að teknu tilliti til þessa og beðist velvirðingar á mistökunum.
Aukastörf dómara Dómstólar Skóla - og menntamál Háskólar Stjórnsýsla Stjórnarskrá Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira