Bein útsending: Seðlabankinn gerir grein fyrir hækkun stýrivaxta Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 09:00 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á fundi sem hefst klukkan 9:30 í Seðlabankanum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því eitt prósent. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar og efni Peningamála. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Stýrivextir höfðu staðið í 0,75 prósent frá því í nóvember á síðasta ári. Hagfræðideild Landsbankans hafði spáð því að peningastefnunefnd myndi halda meginvöxtum bankans óbreyttum í 0,75% en Greining Íslandsbanka taldi að stýrivextir yrðu hækkaðir í 1%. Verðbólga reynst þrálátari Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að efnahagsbatinn hafi verið kröftugri á seinni hluta síðasta árs en áður hafi verið talið. „Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í maíhefti Peningamála eru horfur á liðlega 3% hagvexti í ár og yfir 5% hagvexti á næsta ári. Horfur hafa batnað frá fyrri spá bankans og vega þar þyngst vísbendingar um meiri bata innlendrar eftirspurnar. Atvinnuleysi hefur hjaðnað þótt það sé enn mikið. Slakinn í þjóðarbúskapnum virðist því vera minni og útlit er fyrir að hann hverfi fyrr en áður var talið. Framboðstruflanir vegna COVID-19-farsóttarinnar hafa hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim og alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefur einnig hækkað mikið undanfarið. Þessar hækkanir kunna þó að vera tímabundnar. Verðbólga hefur því reynst meiri og þrálátari en áður var spáð og mældist 4,6% í apríl. Verðbólguþrýstingur virðist almennur enda mælist undirliggjandi verðbólga svipuð og mæld verðbólga. Margt leggst þar á eitt eins og áhrif gengislækkunar krónunnar í fyrra og miklar hækkanir launa og húsnæðisverðs. Því er nauðsynlegt að hækka vexti bankans til þess að tryggja kjölfestu verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiðinu. Peningastefnunefnd mun beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í yfirlýsingunni. Áætlað er að næsta vaxtaákvörðun verði kynnt 25. ágúst næstkomandi. Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar og efni Peningamála. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Stýrivextir höfðu staðið í 0,75 prósent frá því í nóvember á síðasta ári. Hagfræðideild Landsbankans hafði spáð því að peningastefnunefnd myndi halda meginvöxtum bankans óbreyttum í 0,75% en Greining Íslandsbanka taldi að stýrivextir yrðu hækkaðir í 1%. Verðbólga reynst þrálátari Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að efnahagsbatinn hafi verið kröftugri á seinni hluta síðasta árs en áður hafi verið talið. „Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í maíhefti Peningamála eru horfur á liðlega 3% hagvexti í ár og yfir 5% hagvexti á næsta ári. Horfur hafa batnað frá fyrri spá bankans og vega þar þyngst vísbendingar um meiri bata innlendrar eftirspurnar. Atvinnuleysi hefur hjaðnað þótt það sé enn mikið. Slakinn í þjóðarbúskapnum virðist því vera minni og útlit er fyrir að hann hverfi fyrr en áður var talið. Framboðstruflanir vegna COVID-19-farsóttarinnar hafa hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim og alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefur einnig hækkað mikið undanfarið. Þessar hækkanir kunna þó að vera tímabundnar. Verðbólga hefur því reynst meiri og þrálátari en áður var spáð og mældist 4,6% í apríl. Verðbólguþrýstingur virðist almennur enda mælist undirliggjandi verðbólga svipuð og mæld verðbólga. Margt leggst þar á eitt eins og áhrif gengislækkunar krónunnar í fyrra og miklar hækkanir launa og húsnæðisverðs. Því er nauðsynlegt að hækka vexti bankans til þess að tryggja kjölfestu verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiðinu. Peningastefnunefnd mun beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í yfirlýsingunni. Áætlað er að næsta vaxtaákvörðun verði kynnt 25. ágúst næstkomandi.
Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19
Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04