Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2021 22:44 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali við Stöð 2 í dag. Egill Aðalsteinsson Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi gerð fjögurra metra hárra varnargarða á gosstöðvunum. Hún samþykkti svo í morgun að þeir færu í átta metra hæð og var strax í dag byrjað að hækka garðana. Varnargarðarnir náðu fjögurra metra hæð í gær. Ákveðið var í morgun að hækka þá í átta metra hæð. Einnig var lagður ljósleiðarastrengur fyrir innan eystri garðinn niður á 70 sentímetra dýpi í tilraunaskyni til að kanna hvort hann stenst hraunrennsli.Egill Aðalsteinsson „Þetta kostar svona kannski tuttugu milljónir í heildina,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Eins og málið lítur út í dag þá virðist þessi framkvæmd vera út í hött. Það hraun sem er að renna þarna það ætlar ekkert að fara þá leið sem menn vilja að það fari,“ segir Páll Einarsson, sem á að baki hálfrar aldar vísindaferil og er prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Hann segir hraun almennt séð renna undan halla. Unnið að gerð eystri varnargarðsins í gær.Egill Aðalsteinsson „Það er núna halli að þessum varnargörðum, sem komnir eru. Ef hraunið ætlar að fara þá leið, þá fer það þá leið. Það er engin leið að breyta því. Þetta hraun sem fer þarna það er ekkert á leið niður í Meradali, hvað sem menn gera.“ -Er þetta þá peningasóun að þínu mati að reisa varnargarðana? „Það er sóun á einhverju. Ég veit ekki hvað það er,“ svarar Páll. Katrín segir gerð varnargarðanna samkvæmt ráðgjöf verkfræðinga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.Egill Aðalsteinsson „Þannig að við erum að fylgja þeirra ráðgjöf. En það er líka auðvitað mikilvægt að átta sig á því hvernig svona garðar virka í raun. Það er auðvitað líka sjálfstætt markmið,“ segir forsætisráðherra. Páll telur ólíklegt að hraunið komist langt. „Þegar gos er kraftlítið og rennsli lítið þá ná hraunstraumar ekki mjög langt.“ Frá Suðurstrandarvegi ofan Ísólfsskála. Hér er talið líklegast að hraunið færi fyrst yfir veginn, nái það á annað borð að renna fram úr Nátthaga, sem er dalverpið ofarlega fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson Þarna sé nánast ekkert sem hraunið geti skemmt. „Það allra versta sem gæti gerst er að það færi sundur Suðurstrandarvegur. Og vegur í gegnum svona hraun, það er mjög auðvelt og lítið verk bara að laga hann. Þetta er kannski spurning um hvort það verður teppt umferð um Suðurstrandarveg í einhverjar vikur,“ segir Páll. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Tengdar fréttir Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 „Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. 14. maí 2021 23:03 Telja varnargarða ekki mega bíða lengi Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum. 13. maí 2021 16:00 Hérna vilja Almannavarnir ekki missa hraunið lengra Eldgosið í Fagradalsfjalli er núna tvöfalt öflugra en það hefur lengst af verið, samkvæmt nýjum mælingum Jarðvísindastofnunar. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu með að láta ryðja upp varnargörðum til að hindra að hraunrennsli fari í Nátthaga og ógni þar með Suðurstrandarvegi. 11. maí 2021 21:31 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi gerð fjögurra metra hárra varnargarða á gosstöðvunum. Hún samþykkti svo í morgun að þeir færu í átta metra hæð og var strax í dag byrjað að hækka garðana. Varnargarðarnir náðu fjögurra metra hæð í gær. Ákveðið var í morgun að hækka þá í átta metra hæð. Einnig var lagður ljósleiðarastrengur fyrir innan eystri garðinn niður á 70 sentímetra dýpi í tilraunaskyni til að kanna hvort hann stenst hraunrennsli.Egill Aðalsteinsson „Þetta kostar svona kannski tuttugu milljónir í heildina,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Eins og málið lítur út í dag þá virðist þessi framkvæmd vera út í hött. Það hraun sem er að renna þarna það ætlar ekkert að fara þá leið sem menn vilja að það fari,“ segir Páll Einarsson, sem á að baki hálfrar aldar vísindaferil og er prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Hann segir hraun almennt séð renna undan halla. Unnið að gerð eystri varnargarðsins í gær.Egill Aðalsteinsson „Það er núna halli að þessum varnargörðum, sem komnir eru. Ef hraunið ætlar að fara þá leið, þá fer það þá leið. Það er engin leið að breyta því. Þetta hraun sem fer þarna það er ekkert á leið niður í Meradali, hvað sem menn gera.“ -Er þetta þá peningasóun að þínu mati að reisa varnargarðana? „Það er sóun á einhverju. Ég veit ekki hvað það er,“ svarar Páll. Katrín segir gerð varnargarðanna samkvæmt ráðgjöf verkfræðinga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.Egill Aðalsteinsson „Þannig að við erum að fylgja þeirra ráðgjöf. En það er líka auðvitað mikilvægt að átta sig á því hvernig svona garðar virka í raun. Það er auðvitað líka sjálfstætt markmið,“ segir forsætisráðherra. Páll telur ólíklegt að hraunið komist langt. „Þegar gos er kraftlítið og rennsli lítið þá ná hraunstraumar ekki mjög langt.“ Frá Suðurstrandarvegi ofan Ísólfsskála. Hér er talið líklegast að hraunið færi fyrst yfir veginn, nái það á annað borð að renna fram úr Nátthaga, sem er dalverpið ofarlega fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson Þarna sé nánast ekkert sem hraunið geti skemmt. „Það allra versta sem gæti gerst er að það færi sundur Suðurstrandarvegur. Og vegur í gegnum svona hraun, það er mjög auðvelt og lítið verk bara að laga hann. Þetta er kannski spurning um hvort það verður teppt umferð um Suðurstrandarveg í einhverjar vikur,“ segir Páll. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Tengdar fréttir Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 „Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. 14. maí 2021 23:03 Telja varnargarða ekki mega bíða lengi Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum. 13. maí 2021 16:00 Hérna vilja Almannavarnir ekki missa hraunið lengra Eldgosið í Fagradalsfjalli er núna tvöfalt öflugra en það hefur lengst af verið, samkvæmt nýjum mælingum Jarðvísindastofnunar. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu með að láta ryðja upp varnargörðum til að hindra að hraunrennsli fari í Nátthaga og ógni þar með Suðurstrandarvegi. 11. maí 2021 21:31 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11
„Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. 14. maí 2021 23:03
Telja varnargarða ekki mega bíða lengi Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum. 13. maí 2021 16:00
Hérna vilja Almannavarnir ekki missa hraunið lengra Eldgosið í Fagradalsfjalli er núna tvöfalt öflugra en það hefur lengst af verið, samkvæmt nýjum mælingum Jarðvísindastofnunar. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu með að láta ryðja upp varnargörðum til að hindra að hraunrennsli fari í Nátthaga og ógni þar með Suðurstrandarvegi. 11. maí 2021 21:31