Lífið

Mikill kvíði og áfengisneysla eftir einelti í æsku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Már fer um víðan völl í viðtalinu.
Jón Már fer um víðan völl í viðtalinu.

Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi á dögunum og eru það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina.

Þriðji gesturinn er tónlistarmaðurinn Jón Már Ásbjörnsson úr þungarokksveitinni Une Misère. Í þættinum ræðir Jón um allt milli himins og jarðar við Bjarna.

Til að mynda ræða þeir um ísbíltúr sem viðreynsluaðferð og ræða einnig um stefnumótaappið Tinder.

Jón varð fyrir einelti sem barn opnar hann sig um það en Jón ólst upp úti á landi. Í kjölfarið átti hann í vandræðum með kvíða og áfengi. Jón Már er edrú í dag og hefur verið í nokkur ár. Hann starfar í dag sem útvarpsmaður á X-977.

Jón og Bjarni fengu sér síðan báðir nýtt húðflúr í bílnum. 

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.

Klippa: Á rúntinum - Jón Már Sigmundsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×