„Það er alveg magnað hvað enginn kippir sér upp við það að 6 ára barn segist vilja deyja” Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 19. maí 2021 11:30 Þessi fyrirsögn er brot úr umræðu á fésbókarsíðunni ”Sagan okkar” þar sem fólki gefst tækifæri til þess að segja frá sinni reynslu úr skólakerfinu. Þetta var svar einstaklings við sögu foreldris sem segir: „Barnið var 6 ára þegar það sagðist fyrst vilja deyja. Enn í dag fáum við að heyra að barnið sé rosa glatt og duglegt í skólanum og þarf lítið að hafa fyrir því en svo kemur sama barn heim reitt og æst, missir stjórn á sér því úthaldið er bara alveg búið og talar mikið um að vilja deyja og óskar þess að vera ekki til.” Því miður er þetta algeng líðan barna með sérþarfir: „Það kom að því að barnið var búið á því. Vildi taka sitt eigið líf og endaði í bráðainnlögn á BUGL. Það var samt ekki nóg til að fá viðeigandi aðstoð í skólanum” „Kvíðinn byrjar að láta á sér kræla strax á sunnudagsmorgni og magnast bara upp eftir því sem líður á daginn, þar til þetta síðasta fríkvöld endar í drama og látum. "Það hlustar enginn á mig þar." "Þeim er alveg sama um krakkana." "Mig langar að deyja." Hún er 9 ára.” „Ég á barn sem óskaði sér þess að deyja þegar það var í fyrsta bekk. Ég tók hann úr skólanum þar sem skilningsleysið var algert á þeim tíma” Á mörgum heimilum snúast sunnudagarnir um að hughreysta barn sem grætur stjórnlaust af ótta og kvíða við næstu skólaviku: „Barnið okkar er svo brotið eftir skóla án aðgreiningar. Situr inn í bekk með enga aðstoð og hlustar á tónlist í símanum, kemur engu i verk og er með svo mikinn kvíða að suma sunnudaga grætur það bara.” „Nú er sunnudagskvöld og dóttir mín liggur uppi í rúmi með móður sinni. Það er komið að henni að taka við holskeflunni. Dóttur mína langar ekki í skólann, svo hún öskrar og rökræðir og reynir að semja. Ef hún sofnar fyrir 11 í kvöld er það vel sloppið. Eftir miðnætti er ekkert ólíklegt. Bara venjulegt sunnudagskvöld hér” Vonleysið og varnarleysið í kringum þessi börn er algjört: „Var brugðið á það ráð að taka hana með valdi úr bílnum af kennaranum hennar, og hún var sturluð af hræðslu, grét og náði ekki andanum” „Úrræði voru engin. Engin þekking til að hjálpa barninu...engin ráð nema að okkur var sagt að láta barnið mæta í skólann. Með valdi. Það er skólaskylda.” Fyrir börn í þessari stöðu er ekkert annað í boði en að þrauka: „Í efri bekkjum grunnskóla fékk hann kennara sem sagði okkur hreinlega að hann hefði því miður ekki nægan tíma fyrir hann og að honum þætti það mjög leitt. Það er samt hrikalegt að þurfa að segja við barnið sitt að það þurfi bara að þrauka grunnskólann (10ár!)” Vanræksla vegna þekkingarleysis á sér ýmsar birtingarmyndir innan skólakerfisins: „átti leið framhjá skóla barnsins á sama tíma og frímínútur voru. Fann barnið hágrátandi á sokkunum, í kuldabuxum (komið fram í nóvember) í engri úlpu, við hurðina að þeirra stofum. Kom í ljós að þetta var víst reglulegur viðburður, að barninu var líkamlega hent út, óklæddu og hágrátandi, því það var of lengi að klæða sig. Það réði ekki við lætin í 40+ börnum í mjög litlu rými og náði því ekki að klæða sig. Stuðningsfulltrúinn sem þurfti að mæta út í gæslu og hafði ekki tíma og kunnáttu til að sinna barninu, henti því þá bara út í því ástandi sem það var” Í gær fékk ég svo símtal þar sem mér var sagt frá barni sem hefur verið einangrað frá öðrum börnum í allan vetur vegna þess að það missir stjórn á sér í erfiðum aðstæðum. Þetta eru úrræði starfsfólksins sem hefur ekki fagþekkinguna til þess að mæta barninu. Barnið er haft eins og „fangi í einangrun” alla daga. Hvað ætli þurfi mikið að ganga á svo samfélagið vakni? Á bak við allar þessar sögur eru litlir sprellifandi einstaklingar sem þrá ekkert annað en frið í litla hjartað sitt. Þeir óska þess að vera hluti af samfélaginu og fá að tilheyra. En það er ekki rými. Það er ekki rými fyrir þá sem passa ekki inn í kassann og kassinn byrjar að skemma sjálfsmynd litlu einstaklinganna. Litlu einstaklingarnir fara að óska sér þess að veröld þeirra minnki. Að veröldin innihaldi einungis nánasta fólkið þeirra. Fólkið sem stendur þétt við bakið á þeim, kemur til móts við þarfir þeirra og elskar þá eins og þeir eru. Þessi börn eru annars dásamleg. Þau eru frjó í hugsun og með mikinn drifkraft. Þetta eru iðulega mjög skapandi einstkalingar sem geta skarað langt fram úr í lífinu ef þeir fá það utanumhald sem þeir þurfa fyrstu árin. Þetta eru einstaklingar sem eru sérfræðingar í að hugsa út fyrir þennan kassa sem samfélagið reynir að troða þeim í. Þetta eru einstaklingar sem samfélagið þarf raunverulega á að halda. Hvernig væri að við hugsuðum betur um þessa litlu einstaklinga? Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn er brot úr umræðu á fésbókarsíðunni ”Sagan okkar” þar sem fólki gefst tækifæri til þess að segja frá sinni reynslu úr skólakerfinu. Þetta var svar einstaklings við sögu foreldris sem segir: „Barnið var 6 ára þegar það sagðist fyrst vilja deyja. Enn í dag fáum við að heyra að barnið sé rosa glatt og duglegt í skólanum og þarf lítið að hafa fyrir því en svo kemur sama barn heim reitt og æst, missir stjórn á sér því úthaldið er bara alveg búið og talar mikið um að vilja deyja og óskar þess að vera ekki til.” Því miður er þetta algeng líðan barna með sérþarfir: „Það kom að því að barnið var búið á því. Vildi taka sitt eigið líf og endaði í bráðainnlögn á BUGL. Það var samt ekki nóg til að fá viðeigandi aðstoð í skólanum” „Kvíðinn byrjar að láta á sér kræla strax á sunnudagsmorgni og magnast bara upp eftir því sem líður á daginn, þar til þetta síðasta fríkvöld endar í drama og látum. "Það hlustar enginn á mig þar." "Þeim er alveg sama um krakkana." "Mig langar að deyja." Hún er 9 ára.” „Ég á barn sem óskaði sér þess að deyja þegar það var í fyrsta bekk. Ég tók hann úr skólanum þar sem skilningsleysið var algert á þeim tíma” Á mörgum heimilum snúast sunnudagarnir um að hughreysta barn sem grætur stjórnlaust af ótta og kvíða við næstu skólaviku: „Barnið okkar er svo brotið eftir skóla án aðgreiningar. Situr inn í bekk með enga aðstoð og hlustar á tónlist í símanum, kemur engu i verk og er með svo mikinn kvíða að suma sunnudaga grætur það bara.” „Nú er sunnudagskvöld og dóttir mín liggur uppi í rúmi með móður sinni. Það er komið að henni að taka við holskeflunni. Dóttur mína langar ekki í skólann, svo hún öskrar og rökræðir og reynir að semja. Ef hún sofnar fyrir 11 í kvöld er það vel sloppið. Eftir miðnætti er ekkert ólíklegt. Bara venjulegt sunnudagskvöld hér” Vonleysið og varnarleysið í kringum þessi börn er algjört: „Var brugðið á það ráð að taka hana með valdi úr bílnum af kennaranum hennar, og hún var sturluð af hræðslu, grét og náði ekki andanum” „Úrræði voru engin. Engin þekking til að hjálpa barninu...engin ráð nema að okkur var sagt að láta barnið mæta í skólann. Með valdi. Það er skólaskylda.” Fyrir börn í þessari stöðu er ekkert annað í boði en að þrauka: „Í efri bekkjum grunnskóla fékk hann kennara sem sagði okkur hreinlega að hann hefði því miður ekki nægan tíma fyrir hann og að honum þætti það mjög leitt. Það er samt hrikalegt að þurfa að segja við barnið sitt að það þurfi bara að þrauka grunnskólann (10ár!)” Vanræksla vegna þekkingarleysis á sér ýmsar birtingarmyndir innan skólakerfisins: „átti leið framhjá skóla barnsins á sama tíma og frímínútur voru. Fann barnið hágrátandi á sokkunum, í kuldabuxum (komið fram í nóvember) í engri úlpu, við hurðina að þeirra stofum. Kom í ljós að þetta var víst reglulegur viðburður, að barninu var líkamlega hent út, óklæddu og hágrátandi, því það var of lengi að klæða sig. Það réði ekki við lætin í 40+ börnum í mjög litlu rými og náði því ekki að klæða sig. Stuðningsfulltrúinn sem þurfti að mæta út í gæslu og hafði ekki tíma og kunnáttu til að sinna barninu, henti því þá bara út í því ástandi sem það var” Í gær fékk ég svo símtal þar sem mér var sagt frá barni sem hefur verið einangrað frá öðrum börnum í allan vetur vegna þess að það missir stjórn á sér í erfiðum aðstæðum. Þetta eru úrræði starfsfólksins sem hefur ekki fagþekkinguna til þess að mæta barninu. Barnið er haft eins og „fangi í einangrun” alla daga. Hvað ætli þurfi mikið að ganga á svo samfélagið vakni? Á bak við allar þessar sögur eru litlir sprellifandi einstaklingar sem þrá ekkert annað en frið í litla hjartað sitt. Þeir óska þess að vera hluti af samfélaginu og fá að tilheyra. En það er ekki rými. Það er ekki rými fyrir þá sem passa ekki inn í kassann og kassinn byrjar að skemma sjálfsmynd litlu einstaklinganna. Litlu einstaklingarnir fara að óska sér þess að veröld þeirra minnki. Að veröldin innihaldi einungis nánasta fólkið þeirra. Fólkið sem stendur þétt við bakið á þeim, kemur til móts við þarfir þeirra og elskar þá eins og þeir eru. Þessi börn eru annars dásamleg. Þau eru frjó í hugsun og með mikinn drifkraft. Þetta eru iðulega mjög skapandi einstkalingar sem geta skarað langt fram úr í lífinu ef þeir fá það utanumhald sem þeir þurfa fyrstu árin. Þetta eru einstaklingar sem eru sérfræðingar í að hugsa út fyrir þennan kassa sem samfélagið reynir að troða þeim í. Þetta eru einstaklingar sem samfélagið þarf raunverulega á að halda. Hvernig væri að við hugsuðum betur um þessa litlu einstaklinga? Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun