Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. maí 2021 14:45 Haraldur Erlendsson geðlæknir. Við hlið hans er trjónupeðla, eða Psilocybe semilanceata, hattsveppur sem inniheldur efnið psilocybin og vex víðs vegar villtur hér á landi. Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. Í grein sem birtist í New England Journal of Medicine er sagt frá nýrri rannsókn þar sem sjúklingum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn tók lyfið Psilocybin, sem unnið er úr ofskynjunarsveppum, tvisvar á sex vikna tímabili og hinn svokallað SSRI lyf daglega sem er m.a. notað við þunglyndi. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að lyfin voru að minnsta kosti jafn góð og vísbendingar um að Psilocybin væri betra fyrir sjúklingana en stærri rannsókn þyrfti til þess að sannreyna það. Haraldur Erlendsson geðlæknir segir gríðarlega margar rannsóknir í gangi eða hafi verið gerðar á Psilocybin og þá hafi margar greinar verið skrifaðar um lyfið. Nýr heimur og ný tíð framundan „Við sjáum fram á nýjan heim og nýja tíð með þessu lyfi. Það eru komnar yfir 1000 rannsóknir á því en það sem okkur vantar eru fleiri og stærri rannsóknir. Þá eru allar helstu rannsóknarstöðvar í geðlæknisfræðum í heiminum að keppast við að gera fleiri rannsóknir svo hægt sé að koma lyfinu á markað. Menn eru að tala um 3-5 ár þangað til að þessi lyf verði komin á almennan markað. Það sem við vitum nú þegar er að þau eru hvorki ávanabindandi né eitruð og hafa sýnt gríðarlegan árangur hjá fólki sem hefur þjáðst af ýmsum geðröskunum,“ segir Haraldur. Haraldur segir að rannsóknir sýni að lítill skammtur af Psilocybin ásamt sálrænni meðferð hafi haft afar jákvæð áhrif á margar geðraskanir. „Meðferðin er vanalega þannig að einstaklingurinn fær einn skammt af Psilocybin og margra klukkutíma meðferð með sérfræðingi með nokkurra vikna millibili. Með slíkri meðferð hefur orðið árangur sem sýnir tímamót í meðferð geðsjúkdóma eins og þunglyndi og kvíða, áfallastreitu, fíknisjúkdóma og fleira. Allir þessi sjúkdómar sem ég nefni eiga það sameiginlegt að einstaklingurinn er að vinna úr erfiðum tilfinningum þar sem lyf og sálfræðileg meðferð eru ekki að duga,“ segir Haraldur. Haraldur hefur sjálfur séð undraverð áhrif hjá einstaklingi sem var í meðferð hjá honum. „Þessi einstaklingur hafði verið hjá mér í meðferð um tíma og var á geðlyfjum. Hann sagði eitt sinn við mig í tíma að hann væri ekkert að lagast og þessi meðöl sem hann tæki inn væru bara drasl. Ég varð ægilega móðgaður. Hann ákvað hins vegar að prófa að fara annað og fá smáskammta- meðferð með Psilocybin í einn eða tvo mánuði. Eftir þann tíma hafði hann svo samband við mig og var orðinn alheill, fann ekkert fyrir þeim andlegu meinum sem höfðu kvalið hann um langan tíma,“ segir Haraldur. Aðspurður um hvað gerist með þessu nýja lyfi segir Haraldur: „Psilocybin er sérhæft seratónín lyf og virðist auka hæfni fólks til að melta erfiðar tilfinningar og vinna úr þeim. Þannig verður tímabundin og skyndileg, kannski nokkra klukkustunda aukning á úrvinnsluhæfni heilans þegar kemur að meta erfiða reynslu eða áföll. Það getur svo hjálpað fólki að komast yfir þröskulda og vandamál.“ Vonar að rannsóknir verði leyfðar hér á landi Hann segir að víða sé verið að ýta við stjórnvöldum að taka efnið af lista yfir ólögleg efni. Eitt ríki í Bandaríkjunum leyfi það og það sé leyfilegt í Hollandi. Haraldur vonar að stjórnvöld hér á landi leyfi rannsóknir á lyfinu. „Við erum nokkrir sérfræðingar að stofna hóp sem vill tryggja aðgengi að þessum betri meðferðum. Við viljum fá að gera rannsóknir sem geta nýst í þessu ferli að koma lyfinu á markað. Hópurinn er að kanna með að leita til ráðherra og jafnvel Lyfjastofnunar með leyfi til að geta gert þetta. Við þurfum þá ekki að bíða í allt að sex ár til að þessar meðferðir verði leyfðar hér. Ég vona að hið opinbera hér á landi gefi grænt ljós á þetta ,“ segir Haraldur. Aðspurður um hvort rannsóknir hafi sýnt að meðferð með Psilocybin hafi kallað fram neikvæð áhrif svara Haraldur: „Það hafa verið vísbendingar um að ef fólk er í geðrofi og tekur Psilocybin getur það haft þau áhrif að geðrofið verði verra. Það er hins vegar enn ekki vitað hvort að lyfið geti valdið geðrofi, þarna eru enn ósvaraðar spurningar sem þarf að fá svör við með fleiri rannsóknum,“ segir Haraldur. Fleiri tímamót á leiðinni Haraldur segir að fleira að gerast í þessum málum. Það séu miklar rannsóknir á MDMA og sennilega muni það koma fyrr á markað en Psilocybin. „Þá tekur viðkomandi aðeins lítinn skammt og er í sálfræðilegri meðferð á sama tíma. Það sem MDMA lyfin hafa sýnt er að efnið getur skipt sköpum í að sjúklingurinn komist í tengsl við tilfinningar sínar og þannig umbreytt þeim á jákvæðan máta. Það hefur svo þau áhrif að honum fer að líða betur,“ segir Haraldur. Haraldur vísar í nýlega grein í New York Times um málið. Heilsa Geðheilbrigði Lyf Fíkn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Í grein sem birtist í New England Journal of Medicine er sagt frá nýrri rannsókn þar sem sjúklingum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn tók lyfið Psilocybin, sem unnið er úr ofskynjunarsveppum, tvisvar á sex vikna tímabili og hinn svokallað SSRI lyf daglega sem er m.a. notað við þunglyndi. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að lyfin voru að minnsta kosti jafn góð og vísbendingar um að Psilocybin væri betra fyrir sjúklingana en stærri rannsókn þyrfti til þess að sannreyna það. Haraldur Erlendsson geðlæknir segir gríðarlega margar rannsóknir í gangi eða hafi verið gerðar á Psilocybin og þá hafi margar greinar verið skrifaðar um lyfið. Nýr heimur og ný tíð framundan „Við sjáum fram á nýjan heim og nýja tíð með þessu lyfi. Það eru komnar yfir 1000 rannsóknir á því en það sem okkur vantar eru fleiri og stærri rannsóknir. Þá eru allar helstu rannsóknarstöðvar í geðlæknisfræðum í heiminum að keppast við að gera fleiri rannsóknir svo hægt sé að koma lyfinu á markað. Menn eru að tala um 3-5 ár þangað til að þessi lyf verði komin á almennan markað. Það sem við vitum nú þegar er að þau eru hvorki ávanabindandi né eitruð og hafa sýnt gríðarlegan árangur hjá fólki sem hefur þjáðst af ýmsum geðröskunum,“ segir Haraldur. Haraldur segir að rannsóknir sýni að lítill skammtur af Psilocybin ásamt sálrænni meðferð hafi haft afar jákvæð áhrif á margar geðraskanir. „Meðferðin er vanalega þannig að einstaklingurinn fær einn skammt af Psilocybin og margra klukkutíma meðferð með sérfræðingi með nokkurra vikna millibili. Með slíkri meðferð hefur orðið árangur sem sýnir tímamót í meðferð geðsjúkdóma eins og þunglyndi og kvíða, áfallastreitu, fíknisjúkdóma og fleira. Allir þessi sjúkdómar sem ég nefni eiga það sameiginlegt að einstaklingurinn er að vinna úr erfiðum tilfinningum þar sem lyf og sálfræðileg meðferð eru ekki að duga,“ segir Haraldur. Haraldur hefur sjálfur séð undraverð áhrif hjá einstaklingi sem var í meðferð hjá honum. „Þessi einstaklingur hafði verið hjá mér í meðferð um tíma og var á geðlyfjum. Hann sagði eitt sinn við mig í tíma að hann væri ekkert að lagast og þessi meðöl sem hann tæki inn væru bara drasl. Ég varð ægilega móðgaður. Hann ákvað hins vegar að prófa að fara annað og fá smáskammta- meðferð með Psilocybin í einn eða tvo mánuði. Eftir þann tíma hafði hann svo samband við mig og var orðinn alheill, fann ekkert fyrir þeim andlegu meinum sem höfðu kvalið hann um langan tíma,“ segir Haraldur. Aðspurður um hvað gerist með þessu nýja lyfi segir Haraldur: „Psilocybin er sérhæft seratónín lyf og virðist auka hæfni fólks til að melta erfiðar tilfinningar og vinna úr þeim. Þannig verður tímabundin og skyndileg, kannski nokkra klukkustunda aukning á úrvinnsluhæfni heilans þegar kemur að meta erfiða reynslu eða áföll. Það getur svo hjálpað fólki að komast yfir þröskulda og vandamál.“ Vonar að rannsóknir verði leyfðar hér á landi Hann segir að víða sé verið að ýta við stjórnvöldum að taka efnið af lista yfir ólögleg efni. Eitt ríki í Bandaríkjunum leyfi það og það sé leyfilegt í Hollandi. Haraldur vonar að stjórnvöld hér á landi leyfi rannsóknir á lyfinu. „Við erum nokkrir sérfræðingar að stofna hóp sem vill tryggja aðgengi að þessum betri meðferðum. Við viljum fá að gera rannsóknir sem geta nýst í þessu ferli að koma lyfinu á markað. Hópurinn er að kanna með að leita til ráðherra og jafnvel Lyfjastofnunar með leyfi til að geta gert þetta. Við þurfum þá ekki að bíða í allt að sex ár til að þessar meðferðir verði leyfðar hér. Ég vona að hið opinbera hér á landi gefi grænt ljós á þetta ,“ segir Haraldur. Aðspurður um hvort rannsóknir hafi sýnt að meðferð með Psilocybin hafi kallað fram neikvæð áhrif svara Haraldur: „Það hafa verið vísbendingar um að ef fólk er í geðrofi og tekur Psilocybin getur það haft þau áhrif að geðrofið verði verra. Það er hins vegar enn ekki vitað hvort að lyfið geti valdið geðrofi, þarna eru enn ósvaraðar spurningar sem þarf að fá svör við með fleiri rannsóknum,“ segir Haraldur. Fleiri tímamót á leiðinni Haraldur segir að fleira að gerast í þessum málum. Það séu miklar rannsóknir á MDMA og sennilega muni það koma fyrr á markað en Psilocybin. „Þá tekur viðkomandi aðeins lítinn skammt og er í sálfræðilegri meðferð á sama tíma. Það sem MDMA lyfin hafa sýnt er að efnið getur skipt sköpum í að sjúklingurinn komist í tengsl við tilfinningar sínar og þannig umbreytt þeim á jákvæðan máta. Það hefur svo þau áhrif að honum fer að líða betur,“ segir Haraldur. Haraldur vísar í nýlega grein í New York Times um málið.
Heilsa Geðheilbrigði Lyf Fíkn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira