Gert að sanna að þau séu hætt að vakta lóð nágrannans Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 13:20 Notast var við svokallaðar hálfkúlumyndavélar. Vísir/Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að rafræn vöktun íbúa sem voru með eftirlitsmyndavélar framan á húsi sínu og í bakgarði hafi verið óheimil samkvæmt persónuverndarlögum. Skjáskot úr myndavélunum sýndu að sjónsvið þeirra náði út á svæði á almannafæri og á yfirráðasvæði nágranna. Persónuvernd segir að íbúum sé almennt heimilt að vakta sitt yfirráðasvæði og jafnvel út fyrir það að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þó hafi ekki verið sýnt fram á slíka nauðsyn til að ná fram tilgangi vöktunarinnar í þessu tilfelli og því talið að vöktunin, með því sjónsviði sem hún tæki til, væri óheimil. Voru íbúunum veitt fyrirmæli um að láta af vöktun á almannafæri og yfirráðasvæði annarra. Skal staðfesting á því að farið hafi verið að þessum fyrirmælum berast Persónuvernd eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í nóvember 2019 frá nágranna í næsta húsi sem taldi að vöktun umræddra íbúa næði til lóðar sinnar. Um væri að ræða svokallaðar hálfkúlumyndavélar sem útilokað væri að vita hvert sé beint og þar af leiðandi hvert sjónsviðið sé. Settar upp í öryggisskyni Í svari Securitas hf., sem er þjónustuaðili umrædds myndavélakerfis, til Persónuverndar kom fram að viðskiptavinir fyrirtækisins geti breytt sjónarhorni myndavélanna, sett upp reglur um vistun myndbrota og hlaðið niður myndbroti hvenær sem er. Við nánari skoðun kom í ljós að sjónsvið myndavélanna náði út á svæði á almannafæri og eins á yfirráðasvæði annars nágranna líkt og áður segir en þó ekki á lóð kvartanda, að því er segir í úrskurði stofnunarinnar. Í svari íbúanna sem kvörtunin beindist að til Persónuverndar kom fram að eftirlitsmyndavélarnar tvær hafi verið settar upp í öryggisskyni til að varna skemmdarverkum og þjófnaði. Þremur hjólum í eigu ábyrgðaraðila hafi verið stolið við inngang hússins og skemmdir unnar á eignum í bakgarði. Þá var einnig vísað til þess að innbrot og þjófnaður hafi aukist í hverfinu undanfarin ár. Persónuvernd Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Persónuvernd segir að íbúum sé almennt heimilt að vakta sitt yfirráðasvæði og jafnvel út fyrir það að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þó hafi ekki verið sýnt fram á slíka nauðsyn til að ná fram tilgangi vöktunarinnar í þessu tilfelli og því talið að vöktunin, með því sjónsviði sem hún tæki til, væri óheimil. Voru íbúunum veitt fyrirmæli um að láta af vöktun á almannafæri og yfirráðasvæði annarra. Skal staðfesting á því að farið hafi verið að þessum fyrirmælum berast Persónuvernd eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í nóvember 2019 frá nágranna í næsta húsi sem taldi að vöktun umræddra íbúa næði til lóðar sinnar. Um væri að ræða svokallaðar hálfkúlumyndavélar sem útilokað væri að vita hvert sé beint og þar af leiðandi hvert sjónsviðið sé. Settar upp í öryggisskyni Í svari Securitas hf., sem er þjónustuaðili umrædds myndavélakerfis, til Persónuverndar kom fram að viðskiptavinir fyrirtækisins geti breytt sjónarhorni myndavélanna, sett upp reglur um vistun myndbrota og hlaðið niður myndbroti hvenær sem er. Við nánari skoðun kom í ljós að sjónsvið myndavélanna náði út á svæði á almannafæri og eins á yfirráðasvæði annars nágranna líkt og áður segir en þó ekki á lóð kvartanda, að því er segir í úrskurði stofnunarinnar. Í svari íbúanna sem kvörtunin beindist að til Persónuverndar kom fram að eftirlitsmyndavélarnar tvær hafi verið settar upp í öryggisskyni til að varna skemmdarverkum og þjófnaði. Þremur hjólum í eigu ábyrgðaraðila hafi verið stolið við inngang hússins og skemmdir unnar á eignum í bakgarði. Þá var einnig vísað til þess að innbrot og þjófnaður hafi aukist í hverfinu undanfarin ár.
Persónuvernd Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira