Fjallar um víðtæk áhrif hönnunar, fólkið í faginu og alla ástríðuna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. maí 2021 21:00 Hlín Helga verður með hlaðvarp hér á Vísi á meðan HönnunarMars stendur. HönnunarMars Einn lykilviðburðum HönnunarMars, DesignTalks, er ekki á dagskrá annað árið í röð vegna Covid. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hefur stýrt viðburðunum árlega í Hörpu og í ár verður hún þess í stað með hlaðvarpið DesignTalks talks. Um er að ræða skapandi lausn til að bregðast við breyttum raunveruleika. „Þetta er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, sem fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Við hugsum þetta sem samtalsvettvang með frábærum gestum til að ræða um hönnun og nýsköpun, tækni, samfélagslegar áskoranir, loftslagsmál og hvað-eina, ólíka - og óendanlega snertifleti hönnunar við allt í okkar manngerða umhverfi,“ segir Hlín í samtali við Vísi. Hlaðvarpsþættir hennar verða alls fimm talsins. Sá fyrsti fór í loftið í dag og kemur nýr þáttur alla daga á meðan HönnunarMars stendur. „Við vorum búin að setja saman dagskrá DesignTalks 2021 með áherslu á hönnuði og arkitekta á Íslandi og höfðum þannig hugsað okkur að taka stöðuna á senunni hér, áhrif faraldursins á greinarnar og sýnina á leiðina framundan - ekki hvað síst gagnvart loftslagsvánni, en þar geta hönnuðir og arkitektar gegnt mikilvægu hlutverki. Þetta erum við því að gera í hlaðvarpinu að einhverju marki og auðvitað með færri viðmælendur en hefðu rúmast í Silfurbergi Hörpu, en samt. Venjulega á DesignTalks erum við með áhersluna á fyrirlesara erlendis frá til að spegla okkur í alþjóðlegu samhengi og samtali. Þetta hefur allt kosti og galla og það verður spennandi að sjá hvað okkur dettur í hug að gera næst eftir allan þennan lærdómsferil.“ Þórey Einarsdóttir stjórnandi HönnunarMars kynnti hlaðvarpið í viðtali á Vísi fyrr í dag.Aldís Páls Byrjaði sem orðaleikur Þættirnir birtast hér á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum og er hægt að horfa á fyrsta þáttinn í spilaranum neðst í fréttinni. Hlín hefur stýrt DesignTalks frá árinu 2015 og hún hefur tekið þátt í HönnunarMars alveg frá upphafi hátíðarinnar. „Hlaðvarpið ber heitið DesignTalks talks vegna tengingarinnar við DesignTalks. Þetta byrjaði sem smá orðaleikur en svo festist nafnið bara og við leyfðum því bara að þróast þannig. Það er líklegra en ekki að það muni líka verða á ensku í framtíðinni og það er fínt að hafa tenginguna við viðburðinn skýran.“ Gestirnir hefðu verið í hópi fyrirlesara ásamt fleirum á DesignTalks 2021 ef ekki hefði verið fyrir heimsfaraldur. Þetta eru þau Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður og Halldór Eldjárn, Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður, verkefnastjóri hjá Li Edelkoort Inc. og Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður, stofnandi og eigandi fatamerkisins MAGNEA, Hörður Lárusson grafískur hönnuður, stofnandi og eigandi hönnunarstofunnar Kolofon og Magga Dóra, stafrænn hönnunarleiðtogi, stofnandi og eigandi Mennsk ráðgjöf, Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, stofnandi spa og af þessu sérstaka tilefni: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. „Í þáttunum erum við að fjalla um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og kynnast fólkinu sjálfu og ástríðunni, sem liggur að baki. Við hugsum þetta sem samtalsvettvang með frábærum gestum til að ræða um hönnun og nýsköpun, tækni, samfélagslegar áskoranir, loftslagsmál og hvað-eina. Í þessari seríu ræðum við um fatahönnun, textíl, arkitektúr, nýsköpun, framtíðarrýni, handverk, stafræna umbreytingu, stórskala samstarf, framþróun borga, speculation, tilraunir, tækni, nýjar leiðir - og auðmýkt, ímyndunarafl, trylltan áhuga og von.“ Í fyrsta þættinum af DesignTalks talks ræðir Hlín við listamanninn Halldór Eldjárn og vöruhönnuðinn Valdísi Steinars.HönnunarMars Drifin af samfélagslegum áskorunum Hlín hefur víðtækan bakgrunn þegar kemur að hönnun og varð snemma heilluð af faginu. „Ég er vöruhönnuður frá LHÍ en fór mjög seint nám, sem hafði mikil áhrif á það held ég að ég markaði mér strax þá áherslu sem ég fylgi enn í dag, hugfangin af hinu óáþreifanlega: upplifun, stemningu, áru umfram hönnun hluta, þó fegurðarskynið þurfi alltaf sitt,“ segir Hlín. „Ég var fljótlega og er enn mjög drifin af samfélagslegum áskorunum og því hvernig hönnunarhugsunin getur oft verið ákveðinn lykill í samstarfi og samsköpun. Ég upplifi mig oft sem einhverskonar túlk. Fljótlega eftir útskrift var mér svo boðin staða við MFA Experience Design í Konstfack og þar kenndi ég í fimm ár, og tók þátt í allskyns alþjóðlegum verkefnum. Þetta var stórkostlegur og lærdómsríkur tími. Ég hef líka verið að kenna við Stockholm School of Entrpreneurship, Listaháskólann hér, Parsons í New York, National Institut of Design á Indlandi og styttri námskeið í Singapore, Hong Kong, Eistlandi og víðar. Samhliða þessu og enn í dag hef ég svo af einhverjum ástæðum oft valist í hlutverk rýnanda sem sagt sýningarstjórn af ýmsu tagi, sem framkvæmdastjóri Hönnunarsjóðs Auroru, stjórnarmaður í Hönnunarsjóði Íslands og auðvitað stjórnandi DesignTalks viðburðarins. Þetta veitir mér dálítið víða innsýn á hönnunina og í hönnunarsenuna hér heima og erlendis og ég fæ að vera í samskiptum við fullt af fólki sem mér finnst mjög gaman og gefandi.“ Marseruðu fylktu liði niður Laugarveginn Það sem heillaði Hlín fyrst við fagið eru möguleikar hönnunar til að hafa áhrif á lífsgæði og vellíðan og svo mjög fljótlega möguleikarnir til að beita skapandi hugsun og hugmyndafræði hönnunar á ýmsar samfélagslegar áskoranir. „Nú í seinni tíð, hef ég svo meiri og meiri áhuga á miðlun af ýmsu tagi, frásagnarleiðum og framtíðarrýni - og þá sérstaklega gagnvart stórum, mikilvægum málefnum og áskorunum. Það þarf alltaf að vera smá „urgency“ í hlutunum til að það kvikni í mér.“ Í dag er Hlín aðallega að fást við alls konar upplifunarhönnunarverkefni. rýni, ráðgjöf, hugmyndavinnu og í bland við verkefnastjórnun. HönnunarMars var settur formlega á Hafnartorgi í dag. Þetta er í þrettánda skipti sem hátíðin er haldin. Stöð2/Egill „Ég er annars vegar mikið að taka út upplifun fólks af hinu og þessu og vinna tillögur að úrbótum með fjölbreyttum teymum og hinsvegar að móta upplifun sýninga í starfi mínu hjá hönnunarstofunni Gagarín. Svo er ég alltaf aðeins að fást við kennslu, til dæmis við Lýðskólann á Flateyri, sem er dásamleg viðbót í flóru náms á Íslandi, nú og svo DesignTalks, sá viðburður er alltaf í einhverri vinnslu. Ég hef verið með frá upphafi og fyrsti HönnunarMarsinn, sem við skipulögðum í árdaga hrunsins við einbeitta undirtóna búsáhaldabyltingarinnar er líklega sá eftirminnilegasti. Við fengum lánuð öll tómu rýmin við Laugarveginn fyrir sýningar og þessi stund þegar við „marseruðum“ fylktu liði niður götuna með borgarstjóra í fararbroddi er bara of gott moment. Við vorum svo fá, en samt svo mörg fannst okkur, svo mikil samstaða og sköpunargleði, það fylgdi þessu svo mikil von á erfiðum óvissutímum.“ Hljómar kunnuglega, bendir Hlín réttilega á, en óvissa hefur sett sinn svip á skipulag HönnunarMars í ár. Eins og áður sagði hefur Hlín stjórnað DesignTalks frá 2015 en hann hefur verið haldin frá því HönnunarMars var haldinn fyrst. „Ég man vel eftir fyrsta viðburðinum með Bjarke Ingels, BIG einu af stærsta nafninu í arkitektúr síðustu ára, sem þá var bara ungur og óreyndur og við vissum varla hver var, þannig lagað. Við höfum verið óhrædd allar götur síðan að leita til þeirra fremstu í bransanum og bara bjóða öllum sem okkur dettur í hug og ég held að fólk fíli það, ekki hvað síst „fræga“ fólkið. Fyrir vikið höfum við náð að búa til hönnunarviðburð á heimsmælikvarða og þar hefur skipt miklu máli að geta verið í umgjörð eins og Harpa býður upp á.“ Minnir á fyrstu hátíðina Hlín segir að það séu ýmis áhugaverð þemu á lofti á HönnunarMars í ár og nefnir til dæmis sjálfbærni, rusl og framtíðarrýni, pælingar um leiðina fram á við. „Það er auðvitað alveg í takt við tímana sem við lifum á og það er kannski helsta einkennið, það hefur líklega ekki verið svona skýr rödd eða ákall um breytingar áður í verkefnum hönnuða hér. Á sama tíma er líka von, miklar pælingar um handverk, endurnýtingu, varðveislu, tilraunir með efni og kannski það mikilvægasta: að staldra við og vanda sig. Og aftur er ég ekki frá því að stemningin minni mig pínulítið á fyrsta HönnunarMarsinn, sem spratt upp úr annars konar en álíka óvissuástandi.“ Hægt er að hlusta á fyrsta þáttinn af DesignTalks talks í spilaranum hér fyrir neðan. Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður, sem farið hefur óhefðbundnar leiðir og Halldór Eldjárn, listamaður sem vinnur með tónlist, forritun, vísindi og hönnun ræða um sköpun, tilraunir, tækni, nýjar leiðir - og trylltan áhuga. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður og stjórnandi DesignTalks hefur umsjón með hlaðvarpinu, sem er framleitt af Studio HönnunarMars og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Tæknimaður er Þorbjörn G. Kolbrúnarson og Halldór Eldjárn samdi stefið. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Samsuða af eftirvæntingu, spennu og gleði“ Í dag hófst HönnunarMars þrettánda árið í röð og í þetta sinn í maí. Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ. 19. maí 2021 15:20 „Viðfangsefnið er íslensk fatahönnun, staðan í dag og stefna inn í framtíð“ Fatahönnunarfélag Íslands býður til afhendingu Indriðaverðlaunanna 2020 og umræðufundar um stöðu og framtíð íslenskrar fatahönnunar á Hönnunarmars 2021. 19. maí 2021 13:45 Er hægt að hanna heilsu? Manngert umhverfi og lífsgæði Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag húsgagna-og innanhúsarkitekta (FHI) sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og halda málstofu í dag um heilsu og hönnun. 19. maí 2021 09:16 Innblásin af sólinni, sundferðum og sumarævintýrum „Nýja línan okkar er algjör gleðisprengja. Hún er innblásin af sólinni, strandpartýum, sundferðum og sumarævintýrum,“ segir hönnuðurinn Hildur Yeoman um línuna SPLASH! Sem hún sýnir á HönnunarMars í ár. 18. maí 2021 21:31 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Um er að ræða skapandi lausn til að bregðast við breyttum raunveruleika. „Þetta er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, sem fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Við hugsum þetta sem samtalsvettvang með frábærum gestum til að ræða um hönnun og nýsköpun, tækni, samfélagslegar áskoranir, loftslagsmál og hvað-eina, ólíka - og óendanlega snertifleti hönnunar við allt í okkar manngerða umhverfi,“ segir Hlín í samtali við Vísi. Hlaðvarpsþættir hennar verða alls fimm talsins. Sá fyrsti fór í loftið í dag og kemur nýr þáttur alla daga á meðan HönnunarMars stendur. „Við vorum búin að setja saman dagskrá DesignTalks 2021 með áherslu á hönnuði og arkitekta á Íslandi og höfðum þannig hugsað okkur að taka stöðuna á senunni hér, áhrif faraldursins á greinarnar og sýnina á leiðina framundan - ekki hvað síst gagnvart loftslagsvánni, en þar geta hönnuðir og arkitektar gegnt mikilvægu hlutverki. Þetta erum við því að gera í hlaðvarpinu að einhverju marki og auðvitað með færri viðmælendur en hefðu rúmast í Silfurbergi Hörpu, en samt. Venjulega á DesignTalks erum við með áhersluna á fyrirlesara erlendis frá til að spegla okkur í alþjóðlegu samhengi og samtali. Þetta hefur allt kosti og galla og það verður spennandi að sjá hvað okkur dettur í hug að gera næst eftir allan þennan lærdómsferil.“ Þórey Einarsdóttir stjórnandi HönnunarMars kynnti hlaðvarpið í viðtali á Vísi fyrr í dag.Aldís Páls Byrjaði sem orðaleikur Þættirnir birtast hér á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum og er hægt að horfa á fyrsta þáttinn í spilaranum neðst í fréttinni. Hlín hefur stýrt DesignTalks frá árinu 2015 og hún hefur tekið þátt í HönnunarMars alveg frá upphafi hátíðarinnar. „Hlaðvarpið ber heitið DesignTalks talks vegna tengingarinnar við DesignTalks. Þetta byrjaði sem smá orðaleikur en svo festist nafnið bara og við leyfðum því bara að þróast þannig. Það er líklegra en ekki að það muni líka verða á ensku í framtíðinni og það er fínt að hafa tenginguna við viðburðinn skýran.“ Gestirnir hefðu verið í hópi fyrirlesara ásamt fleirum á DesignTalks 2021 ef ekki hefði verið fyrir heimsfaraldur. Þetta eru þau Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður og Halldór Eldjárn, Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður, verkefnastjóri hjá Li Edelkoort Inc. og Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður, stofnandi og eigandi fatamerkisins MAGNEA, Hörður Lárusson grafískur hönnuður, stofnandi og eigandi hönnunarstofunnar Kolofon og Magga Dóra, stafrænn hönnunarleiðtogi, stofnandi og eigandi Mennsk ráðgjöf, Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, stofnandi spa og af þessu sérstaka tilefni: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. „Í þáttunum erum við að fjalla um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og kynnast fólkinu sjálfu og ástríðunni, sem liggur að baki. Við hugsum þetta sem samtalsvettvang með frábærum gestum til að ræða um hönnun og nýsköpun, tækni, samfélagslegar áskoranir, loftslagsmál og hvað-eina. Í þessari seríu ræðum við um fatahönnun, textíl, arkitektúr, nýsköpun, framtíðarrýni, handverk, stafræna umbreytingu, stórskala samstarf, framþróun borga, speculation, tilraunir, tækni, nýjar leiðir - og auðmýkt, ímyndunarafl, trylltan áhuga og von.“ Í fyrsta þættinum af DesignTalks talks ræðir Hlín við listamanninn Halldór Eldjárn og vöruhönnuðinn Valdísi Steinars.HönnunarMars Drifin af samfélagslegum áskorunum Hlín hefur víðtækan bakgrunn þegar kemur að hönnun og varð snemma heilluð af faginu. „Ég er vöruhönnuður frá LHÍ en fór mjög seint nám, sem hafði mikil áhrif á það held ég að ég markaði mér strax þá áherslu sem ég fylgi enn í dag, hugfangin af hinu óáþreifanlega: upplifun, stemningu, áru umfram hönnun hluta, þó fegurðarskynið þurfi alltaf sitt,“ segir Hlín. „Ég var fljótlega og er enn mjög drifin af samfélagslegum áskorunum og því hvernig hönnunarhugsunin getur oft verið ákveðinn lykill í samstarfi og samsköpun. Ég upplifi mig oft sem einhverskonar túlk. Fljótlega eftir útskrift var mér svo boðin staða við MFA Experience Design í Konstfack og þar kenndi ég í fimm ár, og tók þátt í allskyns alþjóðlegum verkefnum. Þetta var stórkostlegur og lærdómsríkur tími. Ég hef líka verið að kenna við Stockholm School of Entrpreneurship, Listaháskólann hér, Parsons í New York, National Institut of Design á Indlandi og styttri námskeið í Singapore, Hong Kong, Eistlandi og víðar. Samhliða þessu og enn í dag hef ég svo af einhverjum ástæðum oft valist í hlutverk rýnanda sem sagt sýningarstjórn af ýmsu tagi, sem framkvæmdastjóri Hönnunarsjóðs Auroru, stjórnarmaður í Hönnunarsjóði Íslands og auðvitað stjórnandi DesignTalks viðburðarins. Þetta veitir mér dálítið víða innsýn á hönnunina og í hönnunarsenuna hér heima og erlendis og ég fæ að vera í samskiptum við fullt af fólki sem mér finnst mjög gaman og gefandi.“ Marseruðu fylktu liði niður Laugarveginn Það sem heillaði Hlín fyrst við fagið eru möguleikar hönnunar til að hafa áhrif á lífsgæði og vellíðan og svo mjög fljótlega möguleikarnir til að beita skapandi hugsun og hugmyndafræði hönnunar á ýmsar samfélagslegar áskoranir. „Nú í seinni tíð, hef ég svo meiri og meiri áhuga á miðlun af ýmsu tagi, frásagnarleiðum og framtíðarrýni - og þá sérstaklega gagnvart stórum, mikilvægum málefnum og áskorunum. Það þarf alltaf að vera smá „urgency“ í hlutunum til að það kvikni í mér.“ Í dag er Hlín aðallega að fást við alls konar upplifunarhönnunarverkefni. rýni, ráðgjöf, hugmyndavinnu og í bland við verkefnastjórnun. HönnunarMars var settur formlega á Hafnartorgi í dag. Þetta er í þrettánda skipti sem hátíðin er haldin. Stöð2/Egill „Ég er annars vegar mikið að taka út upplifun fólks af hinu og þessu og vinna tillögur að úrbótum með fjölbreyttum teymum og hinsvegar að móta upplifun sýninga í starfi mínu hjá hönnunarstofunni Gagarín. Svo er ég alltaf aðeins að fást við kennslu, til dæmis við Lýðskólann á Flateyri, sem er dásamleg viðbót í flóru náms á Íslandi, nú og svo DesignTalks, sá viðburður er alltaf í einhverri vinnslu. Ég hef verið með frá upphafi og fyrsti HönnunarMarsinn, sem við skipulögðum í árdaga hrunsins við einbeitta undirtóna búsáhaldabyltingarinnar er líklega sá eftirminnilegasti. Við fengum lánuð öll tómu rýmin við Laugarveginn fyrir sýningar og þessi stund þegar við „marseruðum“ fylktu liði niður götuna með borgarstjóra í fararbroddi er bara of gott moment. Við vorum svo fá, en samt svo mörg fannst okkur, svo mikil samstaða og sköpunargleði, það fylgdi þessu svo mikil von á erfiðum óvissutímum.“ Hljómar kunnuglega, bendir Hlín réttilega á, en óvissa hefur sett sinn svip á skipulag HönnunarMars í ár. Eins og áður sagði hefur Hlín stjórnað DesignTalks frá 2015 en hann hefur verið haldin frá því HönnunarMars var haldinn fyrst. „Ég man vel eftir fyrsta viðburðinum með Bjarke Ingels, BIG einu af stærsta nafninu í arkitektúr síðustu ára, sem þá var bara ungur og óreyndur og við vissum varla hver var, þannig lagað. Við höfum verið óhrædd allar götur síðan að leita til þeirra fremstu í bransanum og bara bjóða öllum sem okkur dettur í hug og ég held að fólk fíli það, ekki hvað síst „fræga“ fólkið. Fyrir vikið höfum við náð að búa til hönnunarviðburð á heimsmælikvarða og þar hefur skipt miklu máli að geta verið í umgjörð eins og Harpa býður upp á.“ Minnir á fyrstu hátíðina Hlín segir að það séu ýmis áhugaverð þemu á lofti á HönnunarMars í ár og nefnir til dæmis sjálfbærni, rusl og framtíðarrýni, pælingar um leiðina fram á við. „Það er auðvitað alveg í takt við tímana sem við lifum á og það er kannski helsta einkennið, það hefur líklega ekki verið svona skýr rödd eða ákall um breytingar áður í verkefnum hönnuða hér. Á sama tíma er líka von, miklar pælingar um handverk, endurnýtingu, varðveislu, tilraunir með efni og kannski það mikilvægasta: að staldra við og vanda sig. Og aftur er ég ekki frá því að stemningin minni mig pínulítið á fyrsta HönnunarMarsinn, sem spratt upp úr annars konar en álíka óvissuástandi.“ Hægt er að hlusta á fyrsta þáttinn af DesignTalks talks í spilaranum hér fyrir neðan. Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður, sem farið hefur óhefðbundnar leiðir og Halldór Eldjárn, listamaður sem vinnur með tónlist, forritun, vísindi og hönnun ræða um sköpun, tilraunir, tækni, nýjar leiðir - og trylltan áhuga. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður og stjórnandi DesignTalks hefur umsjón með hlaðvarpinu, sem er framleitt af Studio HönnunarMars og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Tæknimaður er Þorbjörn G. Kolbrúnarson og Halldór Eldjárn samdi stefið.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Samsuða af eftirvæntingu, spennu og gleði“ Í dag hófst HönnunarMars þrettánda árið í röð og í þetta sinn í maí. Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ. 19. maí 2021 15:20 „Viðfangsefnið er íslensk fatahönnun, staðan í dag og stefna inn í framtíð“ Fatahönnunarfélag Íslands býður til afhendingu Indriðaverðlaunanna 2020 og umræðufundar um stöðu og framtíð íslenskrar fatahönnunar á Hönnunarmars 2021. 19. maí 2021 13:45 Er hægt að hanna heilsu? Manngert umhverfi og lífsgæði Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag húsgagna-og innanhúsarkitekta (FHI) sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og halda málstofu í dag um heilsu og hönnun. 19. maí 2021 09:16 Innblásin af sólinni, sundferðum og sumarævintýrum „Nýja línan okkar er algjör gleðisprengja. Hún er innblásin af sólinni, strandpartýum, sundferðum og sumarævintýrum,“ segir hönnuðurinn Hildur Yeoman um línuna SPLASH! Sem hún sýnir á HönnunarMars í ár. 18. maí 2021 21:31 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Samsuða af eftirvæntingu, spennu og gleði“ Í dag hófst HönnunarMars þrettánda árið í röð og í þetta sinn í maí. Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ. 19. maí 2021 15:20
„Viðfangsefnið er íslensk fatahönnun, staðan í dag og stefna inn í framtíð“ Fatahönnunarfélag Íslands býður til afhendingu Indriðaverðlaunanna 2020 og umræðufundar um stöðu og framtíð íslenskrar fatahönnunar á Hönnunarmars 2021. 19. maí 2021 13:45
Er hægt að hanna heilsu? Manngert umhverfi og lífsgæði Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag húsgagna-og innanhúsarkitekta (FHI) sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og halda málstofu í dag um heilsu og hönnun. 19. maí 2021 09:16
Innblásin af sólinni, sundferðum og sumarævintýrum „Nýja línan okkar er algjör gleðisprengja. Hún er innblásin af sólinni, strandpartýum, sundferðum og sumarævintýrum,“ segir hönnuðurinn Hildur Yeoman um línuna SPLASH! Sem hún sýnir á HönnunarMars í ár. 18. maí 2021 21:31