Lífið

Þakk­látur fyrir stuðninginn og pantaði sér ind­verskan mat í ein­angruninni

Atli Ísleifsson skrifar
Jói vonast til að chili og hvítlaukur hjálpi til við að efla ónæmiskerfið.
Jói vonast til að chili og hvítlaukur hjálpi til við að efla ónæmiskerfið.

Jóhann Sigurður Jóhannsson, liðsmaður Gagnamagnsins sem greindist með kórónuveiruna í gær, segist mjög þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann og aðrir í Gagnamagninu hafi fundið fyrir eftir að ljóst var að sveitin myndi ekki stíga á stóra sviði í Rotterdam vegna kórónuveirusmits Jóhanns.

Í story-færslu á Instagram-síðu Gagnamagnsins má sjá Jóhann njóta sólarinnar inni á hótelherbergi sínu. Hann segir það hafa verið mjög hughreystandi að lesa öll skilaboðin frá aðdáendum eftir skilaboðin í gær. 

„Ég vil þakka ykkur öllum frá dýpstu hjartarótum. Þetta hefur verið undarlegur dagur, en skilaboðin hafa virkilega hjálpað mér.“

Jóhann segist ennfremur hafa fengið þau ráð að borða mikið af chili og hvítlauki. „Svo ég pantaði indverskan mat með miklu chili og hvítlauki. Þannig er ég að efla ónæmiskerfið mitt,“ segir Jóhann og lyftir hnefanum á loft.

Jóhann Sigurður greindi frá því í gær í tilfinningaþrunginni færslu á Instagram að það væri hann sem væri sá liðsmaður Gagnamagnsins sem hafi greinst með kórónuveiruna í gærmorgun.

Eftir að smitið kom upp varð ljóst að upptaka af seinni æfingu Daða Freys og Gagnamagnsins yrði spiluð á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld.

Ísland er áttunda í röðinni í kvöld, á eftir framlagi Moldóvu og á undan framlagi Serba. 


Tengdar fréttir

Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu

Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×