Laurence er sagður með væg einkenni. Þrátt fyrir að geta ekki stigið á svið á laugardag mun hann samt taka á einhvern hátt þátt í herlegheitunum og gera má ráð fyrir að búið sé að taka atriðið upp, eins og raunin er með atriði okkar Íslendinga.
Jói í Gagnamagninu greindist í gær smitaður af veirunni og munu fulltrúar okkar Íslendinga því ekki stíga á svið í Rotterdam, hvorki í kvöld né á laugardag, en atriðið var tekið upp í seinna prufurennslinu og mun það vera spilað á báðum kvöldum.
Laurence var skimaður fyrir veirunni á mánudag og greindist þá ekki smitaður og steig hann því á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu, sem var á þriðjudag. Í gær var hann hins vegar með væg einkenni veirunnar og greinist smitaður.
Meira en 24.400 Covid-próf hafa verið framkvæmd á keppendum og starfmönnum Eurovision frá 6. apríl og hafa aðeins 16 þeirra reynst jákvæð.