Lífið

„Ef það er einhver hópur sem getur tekist á við þetta þá eru það við“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Daða, Jóhann og Stefán ræða við Felix Bergsson fararstjóra íslenska hópsins í Rotterdam.
Hér má sjá Daða, Jóhann og Stefán ræða við Felix Bergsson fararstjóra íslenska hópsins í Rotterdam. mynd/gísli berg.

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson segir að þrátt fyrir að það séu vonbrigði að fá annað árið í röð ekki að stíga á stóra sviðið í Eurovision sá séu stærri vandamál í heiminum. Hópurinn ætli að gera það besta úr þessu.

Framlag Íslands verður það áttunda í röðinni á síðara undanúrslitakvöldinu í kvöld. Upptaka frá lokarennslinu á æfingu Daða og Gagnamagnsins verður spilað. Fjögur úr hópnum verða á þaki hótelsins í kvöld sem verður græna herbergi íslenska hópsins, ef svo má segja.

 „Við erum bara spennt fyrir þessu. Þetta er frekar mikið öðruvísi heldur en við ætluðum að gera og svolítið fúlt en við ætlum samt að reyna gera sem best úr þessu,“ segir Daði Freyr í samtali við fréttastofu í dag.

„Ég, Árný, Sigrún og Hulda getum verið saman í kvöld og það er búið að setja upp svona lítið grænt herbergi efst á hótelinu. Svo erum við búin að búa til svona púðaútgáfur af Jóa og Stefáni þar sem þeir verða á Zoom með okkur.“

Daði segir að hópurinn hafi í rauninni verið að undirbúa sig í meira en ár fyrir kvöldið í kvöld.

„Frá 2017 er þetta búið að vera mjög langt ferli til þess að komast í keppnina. Svo að komast að því deginum áður en við ætluðum að fara á svið, að við förum ekki á svið eru ekki bestu fréttirnar. Við erum samt að taka þessu nokkuð vel. Ef það er einhver hópur sem getur tekist á við þetta þá eru það við. Við vorum tilbúin í allskonar og vissum alveg að þetta gæti gerst. Við erum á mjög miklu áhættusvæði. Við vorum búin að passa okkur eins og við gátum og gerðum ráð fyrir því að þetta myndi ekki gerast, en þetta getur komið fyrir.“

Klippa: Ef það er einhver hópur sem getur tekist á við þetta þá eru það við





Fleiri fréttir

Sjá meira


×