ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2021 09:23 Net gervihnatta á braut um tunglið myndi auðvelda geimferðir þangað og rannsóknarvinnu mjög. ESA Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. Með slíku kerfi á tunglinu segir ESA að hægt væri að lenda geimförum hvar sem er. Vélmenni gætu keyrt hraðar um yfirborð tunglsins og þá væri jafnvel hægt að fjarstýra þeim og öðrum búnaði betur frá jörðinni. Einnig væri mögulegt að reisa útvarpssjónauka og annan rannsóknarbúnað á fjarhlið tunglsins. Tveir hópar fyrirtækja, með stuðningi ESA, munu gera áætlanir um það að koma gervihnöttum á braut um tunglið, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni. Fjölmörg ríki og fyrirtæki vinna að því að senda menn aftur til tunglsins og stendur til að reisa varanlegar geimstöðvar þar. Það er útlit fyrir reglulegar ferðir til tunglsins á næstu árum og notkun sameiginlegs samskiptanets myndi auðvelda þær geimferðir verulega. Með því að gera tunglferðir ódýrari og jafnvel auðveldari, gætu fleiri ríki sent geimfara þangað. ESA eru aðilar að Artemis áætluninni, sem gengur út á það að lenda geimförum á tunglingu fyrir lok ársins 2024. Fyrr í mánuðinum tilkynnti ESA samstarf við fyrirtæki í Belgíu um að þróa tækni til að vinna súrefni úr tunglryki. Til stendur að senda frumgerð til tunglsins fyrir árið 2025 og gangi það eftir, verður ekki lengur nauðsynlegt að flytja súrefni til tunglsins. Vitað er að tunglryk inniheldur mikið af súrefni og málmum. Súrefnið yrði notað til að leyfa geimförum að anda og málmana yrði hægt að nota í framleiðslu á tunglinu. Þá vinnur NASA einnig að því að nýta sömu tunglferð í að kanna betur hvernig hægt sé að vinna súrefni og vetni úr ís sem finna má í gígum á tunglinu, og mögulega undir yfirborði þess. Súrefnið og vetnið væri hægt að nota til að keyra fleiri geimför, lengra út í sólkerfið. Geimurinn Tækni Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship. 5. maí 2021 23:04 Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Rússar og Kínverjar hafa gert samkomulag um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Stöðina vilja þeir nota bæði til könnunar og nýtingar tunglsins í framtíðinni. 11. mars 2021 13:27 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Með slíku kerfi á tunglinu segir ESA að hægt væri að lenda geimförum hvar sem er. Vélmenni gætu keyrt hraðar um yfirborð tunglsins og þá væri jafnvel hægt að fjarstýra þeim og öðrum búnaði betur frá jörðinni. Einnig væri mögulegt að reisa útvarpssjónauka og annan rannsóknarbúnað á fjarhlið tunglsins. Tveir hópar fyrirtækja, með stuðningi ESA, munu gera áætlanir um það að koma gervihnöttum á braut um tunglið, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni. Fjölmörg ríki og fyrirtæki vinna að því að senda menn aftur til tunglsins og stendur til að reisa varanlegar geimstöðvar þar. Það er útlit fyrir reglulegar ferðir til tunglsins á næstu árum og notkun sameiginlegs samskiptanets myndi auðvelda þær geimferðir verulega. Með því að gera tunglferðir ódýrari og jafnvel auðveldari, gætu fleiri ríki sent geimfara þangað. ESA eru aðilar að Artemis áætluninni, sem gengur út á það að lenda geimförum á tunglingu fyrir lok ársins 2024. Fyrr í mánuðinum tilkynnti ESA samstarf við fyrirtæki í Belgíu um að þróa tækni til að vinna súrefni úr tunglryki. Til stendur að senda frumgerð til tunglsins fyrir árið 2025 og gangi það eftir, verður ekki lengur nauðsynlegt að flytja súrefni til tunglsins. Vitað er að tunglryk inniheldur mikið af súrefni og málmum. Súrefnið yrði notað til að leyfa geimförum að anda og málmana yrði hægt að nota í framleiðslu á tunglinu. Þá vinnur NASA einnig að því að nýta sömu tunglferð í að kanna betur hvernig hægt sé að vinna súrefni og vetni úr ís sem finna má í gígum á tunglinu, og mögulega undir yfirborði þess. Súrefnið og vetnið væri hægt að nota til að keyra fleiri geimför, lengra út í sólkerfið.
Geimurinn Tækni Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship. 5. maí 2021 23:04 Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Rússar og Kínverjar hafa gert samkomulag um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Stöðina vilja þeir nota bæði til könnunar og nýtingar tunglsins í framtíðinni. 11. mars 2021 13:27 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship. 5. maí 2021 23:04
Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38
NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25
Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Rússar og Kínverjar hafa gert samkomulag um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Stöðina vilja þeir nota bæði til könnunar og nýtingar tunglsins í framtíðinni. 11. mars 2021 13:27
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31