Biobú kaupir meirihluta hlutafjár í ísgerðinni Skúbb Eiður Þór Árnason skrifar 21. maí 2021 09:35 Fyrsta ísbúðin var opnuð við Laugarásveg 1 í maí 2017. Skúbb Biobú hefur keypt meirihluta hlutafjár í ísgerðinni Skúbb ehf. Seljandi er Jóhann Friðrik Haraldsson, einn af stofnendum félagsins. Skúbb á og rekur tvær ísbúðir, annars vegar við Laugarásveg 1 í Reykjavík og hins vegar við Bæjarhraun 2 í Hafnarfirði. Einnig er útsölustaður með jógúrtskálar í Kvikk verslun Orkunnar við Vesturlandsveg. Skúbb selur sömuleiðis ís í matvöruverslanir til veitingahúsa og hótela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Þar segir að Skúbb hafi verið stofnað árið 2017 og fyrsta ísbúðin opnuð við Laugarásveg 1 í lok maí sama ár. Í vörum Skúbb hafi frá upphafi verið notuð lífræn mjólk frá Biobú í ísframleiðsluna og lífræn grísk jógúrt í jógúrtskálarnar. Vilja hámarka hagkvæmni framleiðslunnar Biobú ehf. var stofnað árið 2002, er sjálfstætt fjölskyldufyrirtæki og mjólkurbú sem framleiðir og selur lífrænar mjólkurvörur. Stofnendur og aðaleigendur fyrirtækisins eru hjónin Dóra Ruf og Kristján Oddsson, en þau stunda lífræna mjólkurframleiðslu að Neðra Hálsi í Kjós. Framkvæmdastjóri Bióbús og verðandi framkvæmdastjóri Skúbb er Helgi Rafn Gunnarsson. ,,Ég er afar spenntur fyrir nýjustu fjárfestingu fyrirtækisins. Þetta er rökrétt framhald í okkar rekstri en undanfarna mánuði hefur Biobú fjárfest í nýjum tækjabúnaði og undirbýr að auka mjólkurmagn í sumar með því að taka inn nýtt mjólkurbú sem er í lífrænu vottunarferli," segir Helgi Rafn í tilkynningu. Sverrir Örn Gunnarsson, framleiðslu- markaðsstjóri Bióbú segir að fyrirtækið hafi unnið náið með Skúbb undanfarin ár og þau þekki því vel til fyrirtækisins. ,,Með fjölgun á útsölustöðum Skúbb er nauðsynlegt að sameina framleiðsluna á einum stað til að hámarka hagkvæmni framleiðslunnar og gæði varanna," segir Sverrir í tilkynningu. Ís Matvælaframleiðsla Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Sjá meira
Skúbb á og rekur tvær ísbúðir, annars vegar við Laugarásveg 1 í Reykjavík og hins vegar við Bæjarhraun 2 í Hafnarfirði. Einnig er útsölustaður með jógúrtskálar í Kvikk verslun Orkunnar við Vesturlandsveg. Skúbb selur sömuleiðis ís í matvöruverslanir til veitingahúsa og hótela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Þar segir að Skúbb hafi verið stofnað árið 2017 og fyrsta ísbúðin opnuð við Laugarásveg 1 í lok maí sama ár. Í vörum Skúbb hafi frá upphafi verið notuð lífræn mjólk frá Biobú í ísframleiðsluna og lífræn grísk jógúrt í jógúrtskálarnar. Vilja hámarka hagkvæmni framleiðslunnar Biobú ehf. var stofnað árið 2002, er sjálfstætt fjölskyldufyrirtæki og mjólkurbú sem framleiðir og selur lífrænar mjólkurvörur. Stofnendur og aðaleigendur fyrirtækisins eru hjónin Dóra Ruf og Kristján Oddsson, en þau stunda lífræna mjólkurframleiðslu að Neðra Hálsi í Kjós. Framkvæmdastjóri Bióbús og verðandi framkvæmdastjóri Skúbb er Helgi Rafn Gunnarsson. ,,Ég er afar spenntur fyrir nýjustu fjárfestingu fyrirtækisins. Þetta er rökrétt framhald í okkar rekstri en undanfarna mánuði hefur Biobú fjárfest í nýjum tækjabúnaði og undirbýr að auka mjólkurmagn í sumar með því að taka inn nýtt mjólkurbú sem er í lífrænu vottunarferli," segir Helgi Rafn í tilkynningu. Sverrir Örn Gunnarsson, framleiðslu- markaðsstjóri Bióbú segir að fyrirtækið hafi unnið náið með Skúbb undanfarin ár og þau þekki því vel til fyrirtækisins. ,,Með fjölgun á útsölustöðum Skúbb er nauðsynlegt að sameina framleiðsluna á einum stað til að hámarka hagkvæmni framleiðslunnar og gæði varanna," segir Sverrir í tilkynningu.
Ís Matvælaframleiðsla Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Sjá meira