Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2021 11:09 Boeing 737-Max þota lenti fyrst á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2018 í sýningarflugi þegar Icelandair tók fyrstu vél þessarar tegundar í notkun. Vísir/Jóhann K. Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Brugðið var á þetta ráð þar sem Bombardier Q400 vél félagsins ílengdist í viðhaldi og stór ferðahelgi, hvítasunnuhelgin, er framundan. Því var ákveðið að sameina tvö flug til Akureyrar seinnipartinn í dag og nýta MAX vél í flugið, segir Ásdís. MAX vélarnar taka 160 farþega en Q400 vélarnar 76 farþega. Ekki munar miklu á flugtíma vélanna á þessum stutta fluglegg. Farflugshraði 737 MAX er um 840 kílómetrar á klukkustund en Q400 um 670 kílómetrar á klukkustund. Fyrsta Boeing 737 MAX-þota Icelandair var sýnd almenningi á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2018.Mynd/Stöð 2. Það er flugvélin Mývatn, TF-ICN, sem fær þetta verkefni, en áætlað er að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16:10. Flugtak frá Reykjavíkurflugvelli er áætlað klukkan 17:10 og frá Akureyrarflugvelli klukkan 18.40. Hátt í 140 farþegar eru bókaðir í flugið frá Reykjavík og um 130 til baka frá Akureyri. „Þarna koma kostir samþættingar félaganna berlega í ljós – þetta gefur okkur aukinn sveigjanleika til að bregðast við aðstæðum sem þessum, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Ásdís Ýr en rekstur dótturfélagsins Air Iceland Connect var sameinaður rekstri Icelandair fyrir tveimur mánuðum. Boeing 737 MAX lenti á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar. Í dag má aftur sjá lendingu slíkrar þotu um klukkan 16:10, flugtak um klukkan 17:10 og aftur lendingu um klukkan 19:10.Stöð 2/Skjáskot. Max-þotur voru kyrrsettar um allan heim í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir endurbætur fengu þær flughæfisskírteini á ný í kringum síðustu áramót. Þotan Mývatn lenti einmitt á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar þegar Icelandair hóf notkun þeirra á ný en lendingin var sýnd í þættinum Ísland í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá endurkomu vélanna til Íslands úr geymslu á Spáni í febrúar: Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Boeing Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. 9. mars 2021 10:30 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Brugðið var á þetta ráð þar sem Bombardier Q400 vél félagsins ílengdist í viðhaldi og stór ferðahelgi, hvítasunnuhelgin, er framundan. Því var ákveðið að sameina tvö flug til Akureyrar seinnipartinn í dag og nýta MAX vél í flugið, segir Ásdís. MAX vélarnar taka 160 farþega en Q400 vélarnar 76 farþega. Ekki munar miklu á flugtíma vélanna á þessum stutta fluglegg. Farflugshraði 737 MAX er um 840 kílómetrar á klukkustund en Q400 um 670 kílómetrar á klukkustund. Fyrsta Boeing 737 MAX-þota Icelandair var sýnd almenningi á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2018.Mynd/Stöð 2. Það er flugvélin Mývatn, TF-ICN, sem fær þetta verkefni, en áætlað er að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16:10. Flugtak frá Reykjavíkurflugvelli er áætlað klukkan 17:10 og frá Akureyrarflugvelli klukkan 18.40. Hátt í 140 farþegar eru bókaðir í flugið frá Reykjavík og um 130 til baka frá Akureyri. „Þarna koma kostir samþættingar félaganna berlega í ljós – þetta gefur okkur aukinn sveigjanleika til að bregðast við aðstæðum sem þessum, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Ásdís Ýr en rekstur dótturfélagsins Air Iceland Connect var sameinaður rekstri Icelandair fyrir tveimur mánuðum. Boeing 737 MAX lenti á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar. Í dag má aftur sjá lendingu slíkrar þotu um klukkan 16:10, flugtak um klukkan 17:10 og aftur lendingu um klukkan 19:10.Stöð 2/Skjáskot. Max-þotur voru kyrrsettar um allan heim í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir endurbætur fengu þær flughæfisskírteini á ný í kringum síðustu áramót. Þotan Mývatn lenti einmitt á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar þegar Icelandair hóf notkun þeirra á ný en lendingin var sýnd í þættinum Ísland í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá endurkomu vélanna til Íslands úr geymslu á Spáni í febrúar:
Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Boeing Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. 9. mars 2021 10:30 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. 9. mars 2021 10:30
Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36
Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15