Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:33 Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum til 15. júní. Vísir/Vilhelm Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum og verður fyrirkomulag um tvöfalda skimun áfram óbreytt, að minnsta kosti til 15. júní. Er það meðal annars vegna þess að bólusettum á leið til landsins mun fjölga á næstunni. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund fyrir stuttu. Skyldudvöl á sóttvarnahúsi vegna komu frá hááhættusvæði mun þá falla úr gildi 1. júní næstkomandi en sóttvarnahús munu áfram standa til boða. „Við væntum þess að kröfur um sóttvarnahótel í núverandi mynd falli niður 1. júní og eftir það verði lögð til sóttvarnahótel fyrir þá sem ekki geta tekið heimasóttkví. Sömuleiðis mun bann við ónauðsynlegum ferðum falla niður 1. júní,“ sagði Katrín. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að gert er ráð fyrir því að að minnsta kosti 60% þjóðarinnar hafi fengið minnst fyrri skammt bólusetningar fyrir 15. júní. Þá tilkynnti Katrín að litakóðakerfi á landamærum, sem áður stóð til að taka í gild, verði ekki tekið til notkunar. Stefnt sé að því að aflétta aðgerðum á landamærum hraðar gagnvart öðrum löndum, óháð stöðu faraldurs í þeim. „Við munum halda áfram tvöföldu skimuninni fyrir þá sem eru að koma hingað og eru ekki bólusettir og munum sömuleiðis halda áfram að skima bólusetta vegna þess að við viljum gæta varkárni. Við munum nýta PCR-prófin í þessum tilfellum og ég vænti þess að þetta verði unnið í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu til þess að tryggja skimunargetu,“ sagði Katrín. Sóttvarnalæknir hefur þegar hafið viðræður við Íslenska erfðagreiningu um samstarf. Stefnt er að því að hraðpróf verði notuð í stað PCR-prófa í meiri mæli vegna ferða úr landi, hvort sem þar eru Íslendingar sem ætla að ferðast út fyrir landsteinana eða erlendir ferðamenn sem hafa dvalið á Íslandi. Vinna við slíkt fyrirkomulag er í gangi í heilbrigðisráðuneytinu og verður kynnt á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund fyrir stuttu. Skyldudvöl á sóttvarnahúsi vegna komu frá hááhættusvæði mun þá falla úr gildi 1. júní næstkomandi en sóttvarnahús munu áfram standa til boða. „Við væntum þess að kröfur um sóttvarnahótel í núverandi mynd falli niður 1. júní og eftir það verði lögð til sóttvarnahótel fyrir þá sem ekki geta tekið heimasóttkví. Sömuleiðis mun bann við ónauðsynlegum ferðum falla niður 1. júní,“ sagði Katrín. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að gert er ráð fyrir því að að minnsta kosti 60% þjóðarinnar hafi fengið minnst fyrri skammt bólusetningar fyrir 15. júní. Þá tilkynnti Katrín að litakóðakerfi á landamærum, sem áður stóð til að taka í gild, verði ekki tekið til notkunar. Stefnt sé að því að aflétta aðgerðum á landamærum hraðar gagnvart öðrum löndum, óháð stöðu faraldurs í þeim. „Við munum halda áfram tvöföldu skimuninni fyrir þá sem eru að koma hingað og eru ekki bólusettir og munum sömuleiðis halda áfram að skima bólusetta vegna þess að við viljum gæta varkárni. Við munum nýta PCR-prófin í þessum tilfellum og ég vænti þess að þetta verði unnið í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu til þess að tryggja skimunargetu,“ sagði Katrín. Sóttvarnalæknir hefur þegar hafið viðræður við Íslenska erfðagreiningu um samstarf. Stefnt er að því að hraðpróf verði notuð í stað PCR-prófa í meiri mæli vegna ferða úr landi, hvort sem þar eru Íslendingar sem ætla að ferðast út fyrir landsteinana eða erlendir ferðamenn sem hafa dvalið á Íslandi. Vinna við slíkt fyrirkomulag er í gangi í heilbrigðisráðuneytinu og verður kynnt á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira