Lífið

Daði gefur út plötu, Chromeo remixar 10 Years og tón­leika­ferða­lag á næsta ári

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr er staddur í Rotterdam þar sem hann tekur þátt í Eurovision ásamt Gagnamagninu.
Daði Freyr er staddur í Rotterdam þar sem hann tekur þátt í Eurovision ásamt Gagnamagninu. Mynd/gísli berg

Daði Freyr gaf í morgun út plötu á Spotify og má þar finna sex lög.

Meðal annars er lagið 10 Years, framlag okkar Íslendinga í Eurovision í Rotterdam, Think About Things og síðan remix af 10 Years í boði kanadíska dúettsins Chromeo.

Chromeo var stofnað af þeim David Macklovitch og PatrickGemayel árið 2002.

Í leiðinni tilkynnti Daði tónleikaferðalag sem hefst í lok ársins, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ísland tekur þátt í úrslitum Eurovision annað kvöld og hefst beint útsending frá Ahoy-höllinni klukkan sjö. 

Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna Welcome frá Daða Frey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×