„Við lesum hvor aðra vel og vinnum eins og vel smurt tannhjól“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. maí 2021 07:00 Það kemur í ljós Dóra Dúna Hlín Reykdal og fatamerkið skaparinn sýna saman línu á HönnunarMars sem sameinar stefnu skartgripa- og fatahönnuðar á óvæntan og skemmtilegan hátt. Þær fara nýjar leiðir og fengu svo Dóru Dúnu ljósmyndara til að fanga sýn sem hefur myndast í þeirra þróun. Línan var kynnt í Stefánsbúð/p3 í gær og verður þar til sýnis á meðan HönnunarMars stendur. „Ég mun sýna skartgripalínu sem ég hannaði fyrir fatalínu sem Dúsa hjá skaparanum er að frumsýna. Við Dúsa deilum vinnustofu og erum undanfarið búnar að vera að þróa samkvæmistöskur. Við erum að nota efni frá Seglagerðinni og bílbelti. Frumgerðirnar verða til sýnis, en hönnunin er enþá í þróun, vonandi náum við að koma þeim í sölu fyrir jól,“ segir Hlín í samtali við Vísi. Dóra Dúna fékk alveg lausan tauminn i listsköpun sinni. „Hún gerði myndband út frá fötunum og skartinu. Ásamt dásamlega fallegum ljósmyndum.“ Það kemur í ljósDóra Dúna Áhersla á smáatriði Hlín segir að gull, svart og silfur einkenni línuna, elegans mætir töffara. „Innblásturinn að skartgripunum kemur frá fatalínu skaparans. Innblásturinn að töskunum kemur frá lakkrís. Ég hef undanfarin tólf ár verið upptekin af litum og litasamsetningum. Í þessari línu ákvað ég að nota aðeins þrjá liti, gull, svart og silfur. Áhersla á smáatriði og form voru í forgrunni. Vandaður frágangur skiptir mig öllu, það er líka eitthvað sem við Dúsa eigum sameiginlegt. Skartgripirnir mínir eru allir handgerðir á vinnustofunni minni eins og föt Skaparans. Það er dásamlegt að vinna með Dúsu og ákveðin heiður. Hún hefur verið einn af mínum uppáhalds hönnuðum frá því ég var lítil stelpa. Við lesum hvor aðra vel og vinnum eins og vel smurt tannhjól.“ View this post on Instagram A post shared by Stefansbud/p3 (@stefansbud) Þurftu varla að tala saman Hlín og Dóra Dúna hafa verið vinkonur frá því þær voru unglingar. „En aldrei unnið áður saman. Það var eins og með skaparanum, samvinnan gekk mjög vel. Dóra þekkir mína hönnun vel og ég hennar verk. Dóra er ein af mínum uppáhalds ljósmyndurum. Hún hefur listrænt auga og við þurftum varla að tala saman þegar kom að þessu verkefni. Við skiptumst á nokkrum orðum og þá var hugmyndin komin.“ Bráðlega verður línan komin í KIOSK út á Granda og í netverslunina hlinreykdal.com. „Eygló og Helga Lilja, hringdu í mig fljótlega eftir að ég lokaði minni eigin verslun út Granda, þær þurftu ekkert að sannfæra mig um þetta. Það gengur vel, helstu áskoranir að vera hönnuður, reka fyrirtæki, vera mamma, eiginkona, vinkona og standa í massívum framkvæmdum heima. Það er í raun að koma þessu öllu fyrir í dagskránni. Mér finnst best að vakna snemma á morgnana, klára heimalesturinn með stelpunum þá, drekka einn rótsterkan kaffibolla og skottast af stað á vinnustofuna. Enginn dagur er eins, sem er líka svo skemmtilegt. En ætli helsta áskoruninn sé ekki að vera hönnuður og svo þurfa að vera viðskiptamógull á sama tíma,“ segir Hlín um samstarfið en fimm hönnuðir eiga og reka saman verslunina. Það kemur í ljósDóra Dúna „Kiosk er vel rekið, og reksturinn vel skipulagður. Samstarfið gengur eins og í sögu, við eigendur höfum allar okkar hlutverk þegar kemur að rekstrinum. Svo er þetta svo skemmtilegur hópur, við gerum oft grín og tölum um að við séum „professional saumaklúbbur.“ Blóm og litadýrð Hlín finnst dagskráin á HönnunarMars í ár fjölbreytt og skemmtileg, fangi þann mikla fjölbreytileika sem hönnun er. „Ætli ég skottist ekki eitthvað á hjólinu eða á rafmagnshlaupahjóli á milli viðburða. En ég verð að mestu leiti í Stefánsbúð/p3 og Kiosk að taka á móti gestum og gangandi.“ Það kemur í ljósDóra Dúna Ný skartgripalína var einnig að koma í Kiosk, sumarlína sem Hlín hannaði á móti sumarlínunni hennar Anitu Hirlekar. „Sú lína einkennist af blómum og litadýrð. Ég fékk þann heiður að hanna bleiku slaufuna í ár, svo beint eftir Hönnunarmars fer ég í að leggja lokahönd á hana. Svo erum við í Kiosk og Stefánsbúð/p3 með pop up í Hofi á Akureyri helgina 27-29. mai. Getum kannski kallað það svona mini Hönnunarmars fyrir norðan. “ Það kemur í ljósDóra Dúna Innblástur úr öllum áttum Sýningin þeirra í Stefánsbúð/p3 kallast Það kemur í ljós. Dóra Dúna segir að það hafi verið fyrst og fremst skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni enda þekktust þær allar fyrir. „Þar sameinuðum við krafta okkar á óvæntan og skemmtilegan hátt. Ég bjó til myndbands og ljósmyndaverk með fókus á þeirra sköpun. Ljósmyndirnar eru svarthvítar, klassískar og nokkuð dularfullar þar sem leikið er með samspil ljóss og skugga.“ Dóra Dúna segir að hún fái sinn innblástur héðan og þaðan, út um allt. „Í raun allstaðar. Oftast er hann nær þegar hugurinn er opinn. Markmiðið með myndunum var sýna þeirra sköpuna út frá mínum hugarheimum.“ Bæði er hægt að skoða ljósmyndirnar og myndbandið á sýningunni þeirra á meðan HönnunarMars stendur. Það kemur í ljósDóra Dúna Gott að vita ekki næsta skref „Það sem mér finnst einkenna hönnunarmars í ár er kraumandi sköpunarkraftur. Þar sem við fáum að kynnast grósku íslenskra hönnunar og lista. Hönnun og list er spegilmynd samfélagsins og það eru nýir tímar og bjartsýni framundan.Þar sem ég hef mikinn áhuga á prentun langar mig að sjá sýninguna Mygluprentari og er forvitin að vita hvernig það verður útfært í mynd og form. Líka Fylgið okkur ásamt mörgu öðru.“ Dóra Dúna var að opna ljósmynda stúdíó fyrir stuttu og ég er að vinna að einkasýningu sem mun opna í september. „Einnig er ég í allskonar verkefnum, frá portrait myndatökum yfir í að skapa verk fyrir plötu umslög. En ég þrífst best í fjölbreytileikanum þar sem ég veit aldrei hvað gerist næst.“ Nánari upplýsingar um sýninguna Það kemur í ljós á vef HönnunarMars. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Kynnir Íslendinga fyrir húsum Sigvalda með bók og sýningu „Ég er að gefa út bók um þar sem ég tek saman mín uppáhalds verk eftir arkitektinn Sigvalda Thordarson, þetta er svona nokkurs konar ástarbréf en bókin heitir einmitt Ástarbréf til Sigvalda,“ segir Logi Höskuldsson, betur þektur sem Loji. 21. maí 2021 16:00 Gefandi að vinna með flottum konum og hönnuðum sem veita manni innblástur Anita Hirlekar, Eygló Margrét Lárusdóttir og Magnea Einarsdóttir taka saman þátt í HönnunarMars í ár með sameiginlegri sýningu í verslun sinni KIOSK. Þær eru þó ekki að hanna saman, heldur eru þær allar að sýna nýja hönnun undir eigin merkjum. 21. maí 2021 14:00 Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd Epal tekur þátt í Hönnunarmars þrettánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða. 21. maí 2021 13:01 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Línan var kynnt í Stefánsbúð/p3 í gær og verður þar til sýnis á meðan HönnunarMars stendur. „Ég mun sýna skartgripalínu sem ég hannaði fyrir fatalínu sem Dúsa hjá skaparanum er að frumsýna. Við Dúsa deilum vinnustofu og erum undanfarið búnar að vera að þróa samkvæmistöskur. Við erum að nota efni frá Seglagerðinni og bílbelti. Frumgerðirnar verða til sýnis, en hönnunin er enþá í þróun, vonandi náum við að koma þeim í sölu fyrir jól,“ segir Hlín í samtali við Vísi. Dóra Dúna fékk alveg lausan tauminn i listsköpun sinni. „Hún gerði myndband út frá fötunum og skartinu. Ásamt dásamlega fallegum ljósmyndum.“ Það kemur í ljósDóra Dúna Áhersla á smáatriði Hlín segir að gull, svart og silfur einkenni línuna, elegans mætir töffara. „Innblásturinn að skartgripunum kemur frá fatalínu skaparans. Innblásturinn að töskunum kemur frá lakkrís. Ég hef undanfarin tólf ár verið upptekin af litum og litasamsetningum. Í þessari línu ákvað ég að nota aðeins þrjá liti, gull, svart og silfur. Áhersla á smáatriði og form voru í forgrunni. Vandaður frágangur skiptir mig öllu, það er líka eitthvað sem við Dúsa eigum sameiginlegt. Skartgripirnir mínir eru allir handgerðir á vinnustofunni minni eins og föt Skaparans. Það er dásamlegt að vinna með Dúsu og ákveðin heiður. Hún hefur verið einn af mínum uppáhalds hönnuðum frá því ég var lítil stelpa. Við lesum hvor aðra vel og vinnum eins og vel smurt tannhjól.“ View this post on Instagram A post shared by Stefansbud/p3 (@stefansbud) Þurftu varla að tala saman Hlín og Dóra Dúna hafa verið vinkonur frá því þær voru unglingar. „En aldrei unnið áður saman. Það var eins og með skaparanum, samvinnan gekk mjög vel. Dóra þekkir mína hönnun vel og ég hennar verk. Dóra er ein af mínum uppáhalds ljósmyndurum. Hún hefur listrænt auga og við þurftum varla að tala saman þegar kom að þessu verkefni. Við skiptumst á nokkrum orðum og þá var hugmyndin komin.“ Bráðlega verður línan komin í KIOSK út á Granda og í netverslunina hlinreykdal.com. „Eygló og Helga Lilja, hringdu í mig fljótlega eftir að ég lokaði minni eigin verslun út Granda, þær þurftu ekkert að sannfæra mig um þetta. Það gengur vel, helstu áskoranir að vera hönnuður, reka fyrirtæki, vera mamma, eiginkona, vinkona og standa í massívum framkvæmdum heima. Það er í raun að koma þessu öllu fyrir í dagskránni. Mér finnst best að vakna snemma á morgnana, klára heimalesturinn með stelpunum þá, drekka einn rótsterkan kaffibolla og skottast af stað á vinnustofuna. Enginn dagur er eins, sem er líka svo skemmtilegt. En ætli helsta áskoruninn sé ekki að vera hönnuður og svo þurfa að vera viðskiptamógull á sama tíma,“ segir Hlín um samstarfið en fimm hönnuðir eiga og reka saman verslunina. Það kemur í ljósDóra Dúna „Kiosk er vel rekið, og reksturinn vel skipulagður. Samstarfið gengur eins og í sögu, við eigendur höfum allar okkar hlutverk þegar kemur að rekstrinum. Svo er þetta svo skemmtilegur hópur, við gerum oft grín og tölum um að við séum „professional saumaklúbbur.“ Blóm og litadýrð Hlín finnst dagskráin á HönnunarMars í ár fjölbreytt og skemmtileg, fangi þann mikla fjölbreytileika sem hönnun er. „Ætli ég skottist ekki eitthvað á hjólinu eða á rafmagnshlaupahjóli á milli viðburða. En ég verð að mestu leiti í Stefánsbúð/p3 og Kiosk að taka á móti gestum og gangandi.“ Það kemur í ljósDóra Dúna Ný skartgripalína var einnig að koma í Kiosk, sumarlína sem Hlín hannaði á móti sumarlínunni hennar Anitu Hirlekar. „Sú lína einkennist af blómum og litadýrð. Ég fékk þann heiður að hanna bleiku slaufuna í ár, svo beint eftir Hönnunarmars fer ég í að leggja lokahönd á hana. Svo erum við í Kiosk og Stefánsbúð/p3 með pop up í Hofi á Akureyri helgina 27-29. mai. Getum kannski kallað það svona mini Hönnunarmars fyrir norðan. “ Það kemur í ljósDóra Dúna Innblástur úr öllum áttum Sýningin þeirra í Stefánsbúð/p3 kallast Það kemur í ljós. Dóra Dúna segir að það hafi verið fyrst og fremst skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni enda þekktust þær allar fyrir. „Þar sameinuðum við krafta okkar á óvæntan og skemmtilegan hátt. Ég bjó til myndbands og ljósmyndaverk með fókus á þeirra sköpun. Ljósmyndirnar eru svarthvítar, klassískar og nokkuð dularfullar þar sem leikið er með samspil ljóss og skugga.“ Dóra Dúna segir að hún fái sinn innblástur héðan og þaðan, út um allt. „Í raun allstaðar. Oftast er hann nær þegar hugurinn er opinn. Markmiðið með myndunum var sýna þeirra sköpuna út frá mínum hugarheimum.“ Bæði er hægt að skoða ljósmyndirnar og myndbandið á sýningunni þeirra á meðan HönnunarMars stendur. Það kemur í ljósDóra Dúna Gott að vita ekki næsta skref „Það sem mér finnst einkenna hönnunarmars í ár er kraumandi sköpunarkraftur. Þar sem við fáum að kynnast grósku íslenskra hönnunar og lista. Hönnun og list er spegilmynd samfélagsins og það eru nýir tímar og bjartsýni framundan.Þar sem ég hef mikinn áhuga á prentun langar mig að sjá sýninguna Mygluprentari og er forvitin að vita hvernig það verður útfært í mynd og form. Líka Fylgið okkur ásamt mörgu öðru.“ Dóra Dúna var að opna ljósmynda stúdíó fyrir stuttu og ég er að vinna að einkasýningu sem mun opna í september. „Einnig er ég í allskonar verkefnum, frá portrait myndatökum yfir í að skapa verk fyrir plötu umslög. En ég þrífst best í fjölbreytileikanum þar sem ég veit aldrei hvað gerist næst.“ Nánari upplýsingar um sýninguna Það kemur í ljós á vef HönnunarMars.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Kynnir Íslendinga fyrir húsum Sigvalda með bók og sýningu „Ég er að gefa út bók um þar sem ég tek saman mín uppáhalds verk eftir arkitektinn Sigvalda Thordarson, þetta er svona nokkurs konar ástarbréf en bókin heitir einmitt Ástarbréf til Sigvalda,“ segir Logi Höskuldsson, betur þektur sem Loji. 21. maí 2021 16:00 Gefandi að vinna með flottum konum og hönnuðum sem veita manni innblástur Anita Hirlekar, Eygló Margrét Lárusdóttir og Magnea Einarsdóttir taka saman þátt í HönnunarMars í ár með sameiginlegri sýningu í verslun sinni KIOSK. Þær eru þó ekki að hanna saman, heldur eru þær allar að sýna nýja hönnun undir eigin merkjum. 21. maí 2021 14:00 Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd Epal tekur þátt í Hönnunarmars þrettánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða. 21. maí 2021 13:01 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Kynnir Íslendinga fyrir húsum Sigvalda með bók og sýningu „Ég er að gefa út bók um þar sem ég tek saman mín uppáhalds verk eftir arkitektinn Sigvalda Thordarson, þetta er svona nokkurs konar ástarbréf en bókin heitir einmitt Ástarbréf til Sigvalda,“ segir Logi Höskuldsson, betur þektur sem Loji. 21. maí 2021 16:00
Gefandi að vinna með flottum konum og hönnuðum sem veita manni innblástur Anita Hirlekar, Eygló Margrét Lárusdóttir og Magnea Einarsdóttir taka saman þátt í HönnunarMars í ár með sameiginlegri sýningu í verslun sinni KIOSK. Þær eru þó ekki að hanna saman, heldur eru þær allar að sýna nýja hönnun undir eigin merkjum. 21. maí 2021 14:00
Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd Epal tekur þátt í Hönnunarmars þrettánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða. 21. maí 2021 13:01