Lífið

Twitter sprakk eftir Daða og Gagna­magnið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Daði og Gagnamagnið fengu frábærar viðtökur, líkt og á fimmtudaginn.
Daði og Gagnamagnið fengu frábærar viðtökur, líkt og á fimmtudaginn. EBU / THOMAS HANSES

Líkt og venja gerir ráð fyrir er líf á samfélagsmiðlinum Twitter þegar Eurovision gengur í garð. Segja má að hátíðin nái hámarki þegar Ísland stígur á svið á sjálfu úrslitakvöldinu, en líkt og flestir með nettengingu hafa eflaust tekið eftir er það kvöldið í kvöld.

Það má með sanni segja að íslenskir netverjar láti sitt ekki eftir liggja og tísta margir í gríð og erg um keppnina undir myllumerkinu #12stig. Hér að neðan má sjá brot af því besta sem Twitter hafði að segja um framlag Íslands, meðan á því stóð og þegar því var lokið. Meðan sumir netverjar kepptust við að vera sniðugir gátu aðrir ekki leynt aðdáun sinni á framlagi Íslands.

Atriði Daða og Gagnamagnsins var einnig fagnað á erlendri grundu, enda hefur Daði komið sér upp nokkuð breiðum aðdáendahópi utan landsteinanna.

Nú er bara að bíða og sjá hvaða þjóð verður hlutskörpust í keppninni í ár. Það skyldi þó ekki vera að 2021 verði okkar ár?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×